Fréttablaðið - 07.09.2012, Síða 8
7. september 2012 FÖSTUDAGUR8
NOREGUR Metfjöldi Norðmanna
ferðast nú yfir til Svíþjóðar til að
kaupa inn á lægra verði. Þetta sýna
nýjar tölur norsku hagstofunnar.
Norðmenn hafa undanfarið ár
eytt tæpum tólf milljörðum sænskra
króna, eða 216 milljörðum íslenskra
króna, í sænskum verslunum og er
nú svo komið að fimm prósent allra
innkaupa Norðmanna eru gerð í Sví-
þjóð. Dagsferðum frá Noregi til Sví-
þjóðar fjölgaði um fjögur prósent
undanfarið ár.
„Verðmunurinn milli Noregs og
Svíþjóðar á vinsælum vörum eins
og áfengi, tóbaki, súkkulaði og öðru
sælgæti er hættulega mikill,“ segir
Thomas Angell hjá samtökum versl-
unar og þjónustu í Noregi. Hann
hvatti stjórnvöld til þess að hækka
ekki skatta á þessum vörum í næstu
fjárlögum.
Þá segir hann viðskipti yfir landa-
mærin hafa slæm áhrif í landinu.
„Þetta leiðir til uppsagna í verslun-
argeiranum. Því miður bendir allt
til þess að viðskipti yfir landamær-
in muni halda áfram að blómstra á
meðan fólk getur sparað mikið á því
að versla í Svíþjóð. Stjórnmálamenn
þurfa að taka þessi viðskipti alvar-
lega.“ - þeb
KJÖRKASSINN
PAULINE MAROIS Leidd af sviði í lög-
reglufylgd. NORDICPHOTOS/AFP
KANADA, AP Byssumaður klædd-
ur bláum slopp varpaði skugga
á sigurfagnað aðskilnaðarsinna
í Quebec í fyrrakvöld. Hann
tók upp byssu sína, myrti einn
og særði annan þegar Pauline
Marois, nýkjörinn forsætis-
ráðherra í Quebec, var að halda
sigurræðu sína á kosningavöku
Flokks Quebec-búa.
Flokkurinn hlaut tæplega 31
prósent atkvæða í þingkosn-
ingum á þriðjudag, sem tryggði
honum 54 þingsæti. Frjálslyndi
flokkurinn, sem farið hefur með
stjórn í fylkinu, hlaut einnig
um það bil 31 prósent en aðeins
fimmtíu þingsæti.
Ólíklegt þykir að sigurvegar-
arnir muni fylgja eftir því kosn-
ingaloforði sínu að stofnað verði
sjálfstætt ríki í Quebec, enda
hafa þeir ekki til þess þingmeiri-
hluta. - gb
Aðskilnaðarsinnar unnu sigur:
Skugga varpað
á sigurfagnað
Hamingjuóskir frá bæjarráði
Bæjarráð Akureyrar hefur óskað
kvennaliði Þórs/KA í knattspyrnu
innilega til hamingju með Íslands-
meistaratitil. „Titillinn er sá fyrsti sem
félagið vinnur í kvennaknattspyrnu í
meistaraflokki og kemur hann á sjálfu
150. afmælisári Akureyrarkaupstaðar.“
AKUREYRI
Norðmenn flykkjast sem aldrei fyrr til Svíþjóðar til að gera ódýrari innkaup:
Kaupa fyrir milljarða í Svíþjóð
ÓSLÓ Norðmenn fara í auknum mæli
yfir til Svíþjóðar til að sinna innkaupum.
VIÐSKIPTI Um 127 prósentum meira
seldist af ferskri ýsu frá Íslandi
til Frakklands fyrstu sjö mánuði
ársins en á sama tímabili í fyrra.
Tæpum 50 prósentum meira seld-
ist nú af þorski en í fyrra.
Frakkar kaupa sem fyrr mest
af ferskum þorski, um helmingi
meira en Bretar, sem kaupa næst-
mest. Bretar kaupa þó mest af
ferskri ýsu.
Útflutningsverðmæti á þorsk-
inum nam 12,4 milljörðum króna
á fyrstu sjö mánuðum ársins og
3,4 milljörðum á ýsu. - þeb
Aukning í sölu þorsks og ýsu:
Frakkar kaupa
meira af fiski
STJÓRNSÝSLA Sú ákvörðun Guð-
bjarts Hannessonar, velferðar-
ráðherra, að hækka laun Björns
Zoëga, forstjóra Landspítalans,
hefur vakið hörð viðbrögð meðal
fulltrúa opinberra launamanna.
Formaður BSRB segist gáttað-
ur á ákvörðuninni og formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga segir að sér sé misboðið.
Greint var frá því í hádegis-
fréttum Ríkisútvarpsins í gær að
Guðbjartur Hannesson velferð-
arráðherra hefði í síðasta mán-
uði hækkað mánaðarlaun Björns
um 450 þúsund krónur í 2,3 millj-
ónir á mánuði.
Þá var haft eftir Guðbjarti í
fréttinni að Birni hefði á dögun-
um verið boðin staða forstjóra
stórs spítala í Svíþjóð og að í því
tilboði hefði falist veruleg launa-
hækkun. Mun Björn hafa látið
yfirmenn sína vita af tilboðinu
sem hann íhugaði alvarlega. Brást
þá ráðherra við á fyrrgreindan
hátt; hækkaði laun Björns. Loks
sagði Guðbjartur að hann hefði
tekið ákvörðunina einn og bæri á
henni pólitíska ábyrgð.
„Ég er alveg gáttuð á þessum
gjörningi. Við erum með kjara-
ráð þar sem launakjör forstöðu-
manna ríkisstofnana eru ákvörð-
uð. Í ljósi þess er dálítið ótrúlegt
að ráðherra skuli taka einhliða
ákvörðun um breytingu á launa-
kjörum í þessu tilfelli. Ekki síst
þar sem inni á Landspítala eru
flestir starfsmenn mjög hæfir í
starfi og nánast ómissandi,“ segir
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, um ákvörðun Guðbjarts.
Elín Björg bendir þar að auki
á að starfshlutfall flestra opin-
berra starfsmanna hafi verið
skert og laun þeirra lækkuð á síð-
ustu árum. Þær breytingar hafi
ekki verið leiðréttar hjá flestum
ríkisstarfsmönnum þrátt fyrir
að kjararáð hafi ákveðið að sam-
bærilegar skerðingar skyldu
ganga til baka hjá þingmönnum,
ráðherrum og forstöðumönnum
ríkisstofnana. Í ljósi þessa komi
ákvörðun ráðherra nú aftan að
sér.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formað-
ur Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, segir í aðsendri grein
í Fréttablaðinu í dag að hjúkrun-
arfræðingum sé misboðið vegna
ákvörðunarinnar sem sé tekin á
sama tíma og skorið sé gegndar-
laust niður í þjónustu við sjúk-
linga.
Þá segir hún enn fremur í
greininni að svo mikil eftirspurn
sé eftir hjúkrunarfræðingum í
Noregi að allir íslenskir hjúkr-
unarfræðingar gætu fengið þar
starf á betri launum en bjóðast á
Íslandi. magnusl@frettabladid.is
Launahækkun forstjóra
LSH vekur hörð viðbrögð
Velferðarráðherra ákvað nýverið að hækka laun forstjóra Landspítalans um ríflega fimmtung án samráðs
við kjararáð. Þannig var brugðist við álitlegu starfstilboði sem forstjórinn hafði til alvarlegrar íhugunar.
GUÐBJARTUR
HANNESSON
BJÖRN
ZOËGA
ELÍN BJÖRG
JÓNSDÓTTIR
ELSA B.
FRIÐFINNSDÓTTIR
LANDSPÍTALINN Björn Zoëga var ráðinn forstjóri Landspítalans í september 2010.
Hann hafði þá gegnt starfinu í forföllum Huldu Gunnlaugsdóttur, forvera hans, í tæpt
eitt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEISTU SVARIÐ?
1. Um hversu mörg prósent jókst
sala á íslensku smjöri í ágúst sé
miðað við sama tíma í fyrra?
2. Hvað heitir forseti Egyptalands?
3. Hver leikstýrir kvikmyndinni
Ávaxtakörfunni?
SVÖR:
1. Um 20% 2. Mohammed Morsi 3. Sævar
Guðmundsson
Ég er alveg gáttuð á
þessum gjörningi. Við
erum með kjararáð þar sem
launakjör forstöðumanna
ríkisstofnana eru ákvörðuð.
ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR
FORMAÐUR BSRB