Fréttablaðið - 07.09.2012, Page 36

Fréttablaðið - 07.09.2012, Page 36
7. SEPTEMBER 2012 FÖSTUDAGUR Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is Managing Yourself and Leading Others Kennari: Margaret Andrews, associate dean for management programs at Harvard University, Division of Continuing Education Hefst 26. september Negotiations Skills: Strategies for Increased Effectiveness Kennari: Diana Buttu is a lawyer specializing in negotiations, international law and international human rights law. Buttu is an instructor at Harvard Extension School Skráningarfrestur til 27. september Enterprise Information Technology: Strategies for Complex System Implementations Kennari: Dr. Zoya Kinstler specializes in information technology solutions for strategic and complex business projects. Kinstler is a faculty member at Harvard Extension School Skráningarfrestur til 25. október Obsessive compulsive disorder Kennari: David Westbrook, consultant clinical psychologist and Director of the Oxford Cognitive Therapy Centre Hefst 12. október Anxiety and advanced case work Kennari: Alison Croft, Consultant Clinical Psychologist Hefst 2. nóvember Depression, advanced case work Kennari: Dr. Melanie Fennell Director of the Oxford Diploma/MSc in Advanced Cognitive Therapy Studies Hefst 7. desember Software Testing Foundations with ISTQB Certification Kennari: Hans Schaefer, civil engineer in computer science. Schaefer works in consulting and training and is chairman of ISTQB Norway Hefst 10. september Expanding your sales in export markets Kennari: Svend Hollensen is Ph.D. (Dr.) and Associate Professor of International Marketing at University of Southern Denmark Skráningarfrestur til 19. október Starting Test Automation Kennari: Mark Fewster, software testing consultant and trainer, author and presenter at national and international software conferences Skráningarfrestur til 14. september Automating Test Execution Successfully Kennari: Mark Fewster, software testing consultant and trainer, author and presenter at national and international software conferences Skráningarfrestur til 14. september SÉRFRÆÐINGAR FRÁ HARVARD SÉRFRÆÐINGAR FRÁ OXFORD COGNITIVE THERAPY CENTRE í samstarfi við Félag um hugræna atferlismeðferð í samstarfi við Íslandsstofu SÉRFRÆÐINGUR FRÁ ISTQB NORWAY SÉRFRÆÐINGUR FRÁ UNIVERSITY OF SOUTHERN DENMARK SÉRFRÆÐINGUR FRÁ GROVE CONSULTANS NÁMSKEIÐ MEÐ ERLENDUM SÉRFRÆÐINGUM Á HAUSTMISSERI KYNNING − AUGLÝSING Aldrei hafa jafn mörg og fjöl-breytt námskeið á sviði stjórnunar, reksturs og fjár- mála og upplýsingatækni verið á dagskrá hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands og á haustmisseri. Í haust munu margir virtir erlend- ir fyrirlesarar kenna hjá Endur- menntun. Kristín Jónsdóttir Njarð- vík, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands, segist finna fyrir miklum áhuga meðal fyrirtækja og stofn- ana hérlendis á þeim námskeiðum sem eru á dagskrá. „Fjölbreytn- in hefur aldrei verið eins mikil og nú á haustmisseri og ekki skemm- ir fyrir samstarf okkar við þrjá sér- fræðinga frá hinum virta Harvard- háskóla. Þannig getum við betur komið til móts við þarfir fyrirtækja og stofnana.“ Áhugaverð stjórnunarnámskeið Meðal stjórnunarnámskeiða á haustmisseri má nefna námskeið- ið Managing Yourself and Leading Others sem haldið verður í lok sept- ember. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kryfja eigin stjórnunar- stíl, bæta hæfni sína til að stjórna og leiða einingar fyrirtækja eða stofn- ana á farsælan hátt. Kennari nám- skeiðsins er Margaret Andrews sem er aðstoðardeildarforseti á sviði stjórnunar við Harvard Extension. Hún hefur auk þess mikla reynslu af stjórnun og kennslu við bestu há- skóla Bandaríkjanna, þar á meðal við MBA-námið í MIT-háskólanum í Boston. „Einnig má nefna námskeið í samningafærni sem ber nafn- ið Negotiation Skills: Strategies for Increased Effectiveness sem kennt er af Diana Buttu sem er lögfræð- ingur og kennari við Harvard-há- skóla. Hún mun þjálfa þátttakendur í ýmsum samningaaðferðum sem nýtast við mismunandi aðstæð- ur í viðskiptalífinu. Námskeiðið á í raun erindi við alla stjórnenda og sérfræðinga sem eiga í samninga- viðræðum.“ Af öðrum námskeið- um á sviði stjórnunar nefnir Krist- ín námskeið á sviði gæðastjórnunar, mannauðsstjórnunar, áhættu- stjórnunar og breytingastjórnunar. Samningur við PWC Námskeið í tengslum við fjármál og rekstur verða líka fjölbreytt í vetur og ber þar helst að nefna samning Endurmenntunar við endurskoð- unarfyrirtækið PWC um kennslu námskeiða. „Þar má meðal annars nefna fimm námskeiða seríu um al- þjóðlega reikningsskilastaðla. Auk þess er fjöldi annarra námskeiða, til dæmis um rekstur smáfyrirtækja, um virðisrýrnun fastafjármuna, við- skiptaáætlanir og lestur ársreikn- inga svo nokkur dæmi séu tekin.“ Mikill fengur í erlendum kennurum Meðal áhugaverðra námskeiða í upplýsingatækni á haustmisseri nefnir Kristín sérstaklega nám- skeiðið Enterprise Information Technology: Strategies for Complex System Implementation. Þar kenn- ir Dr. Zoya Kinstler um þau tæki og tól sem auka skilning á upplýs- ingakerfum fyrirtækja og um leið hvaða hagnýtu leiðir í upplýsinga- tækni má nota til úrlausna á við- skiptatengdum vandamálum. „Dr. Kinstler hefur yfir 20 ára reynslu í lausn verkefna á sviði upplýsinga- og samskiptatækni stórfyrirtækja og situr auk þess í deildarráði Har- vard. Það er því mikill fengur að fá hana hingað til Íslands.“ Einn- ig er gaman að geta þess að Heim- ir Sverrisson verður með námskeið um lýsigögn (e. metadata) en það veitir yfirsýn yfir lýsigögn í algeng- um gagnagrunnskerfum. Hann hefur áratuga reynslu af störfum á því sviði og hefur starfað erlendis um árabil. Það er mikill fengur að því að fá hann aftur til kennslu eftir mörg ár. Fleiri áhugaverð námskeið á sviði upplýsingatækni að sögn Kristínar eru meðal annars nám- skeið í prófun hugbúnaðar, vef- hönnun fyrir hönnuði, WordPress og hagnýtt námskeið fyrir starf vef- stjóra. Nýjum bæklingi Endurmennt- unar HÍ um starfstengd námskeið verður dreift til fjölda fyrirtækja eftir helgi en einnig er hægt að nálg- ast hann á skrifstofu Endurmennt- unar. „Við hvetjum áhugasama til að kynna sér fjölbreytt úrval nám- skeiða og skrá sig tímanlega,“ segir Kristín að lokum. Fjölbreytt úrval námskeiða fyrir alla Fjöldi erlendra sérfræðinga kennir á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands á haustmisseri. Kennarar frá Harvard-háskóla verða áberandi. Fjölbreytnin er mikil á haustmisseri Endurmenntunar Háskóla Íslands að sögn Kristínar Jónsdóttur Njarðvík, endurmenntunarstjóra HÍ. MYND/GVA Hjá Endurmenntun Há-skóla Íslands eru tæplega 40 námskeið á dagskrá á haustmisseri á sviði menningar og persónulegrar hæfni. Þar flétt- ast saman fróðleikur og skemmt- un og viðfangsefnin eru afar ólík. Sumir koma til að kynnast betur Búddha, skáldum, börnum, leik- húsum, myndavélinni, tungu- málum eða sjálfum sér. Aðrir sækjast eftir að ferðast í hugan- um um Vesturheima, Suðurland, upp í skýin, til Berlínar, um sög- una, tónheima, til Ítalíu eða inn í heim fótboltans. Dæmi um menningarnámskeið: ● Baráttan um Hvíta húsið: Gangverk bandarískrar stjórnmálabaráttu ● Berlín: Hin nýja miðja Evrópu ● Fótbolti, svikráð og pólitík ● Hitchcock ● Höfundur Njálu ● Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar – Sturlunga – ● Jarðfræði Suðurlands ● Louis Armstrong – listamaður tuttugustu aldarinnar ● Macbeth ● Napóleon og herferð hans til Rúss- lands ● Þjóðgarðurinn í Cinque Terre ● Vesturheimsferðir í nýju ljósi Dæmi um námskeið á sviði persónulegrar hæfni ● Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna ● Hugþjálfun – leið til árangurs ● Kvikmyndahandrit ● Ljósmyndavinnsla með Photos- cape ● Ljósmyndun – Að taka betri myndir ● Öflugt sjálfstraust ● Raki í húsum og heilsufar – þekk- ing og reynsla ● Samskipti foreldra og barna ● Kvíði barna og unglinga – for- eldranámskeið ● Vönduð íslenska: Að skrifa gott íslenskt mál Skráning fer fram á Endur- menntun.is eða í síma 525 4444. Fróðleikur og skemmtun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.