Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 36
7. SEPTEMBER 2012 FÖSTUDAGUR Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is Managing Yourself and Leading Others Kennari: Margaret Andrews, associate dean for management programs at Harvard University, Division of Continuing Education Hefst 26. september Negotiations Skills: Strategies for Increased Effectiveness Kennari: Diana Buttu is a lawyer specializing in negotiations, international law and international human rights law. Buttu is an instructor at Harvard Extension School Skráningarfrestur til 27. september Enterprise Information Technology: Strategies for Complex System Implementations Kennari: Dr. Zoya Kinstler specializes in information technology solutions for strategic and complex business projects. Kinstler is a faculty member at Harvard Extension School Skráningarfrestur til 25. október Obsessive compulsive disorder Kennari: David Westbrook, consultant clinical psychologist and Director of the Oxford Cognitive Therapy Centre Hefst 12. október Anxiety and advanced case work Kennari: Alison Croft, Consultant Clinical Psychologist Hefst 2. nóvember Depression, advanced case work Kennari: Dr. Melanie Fennell Director of the Oxford Diploma/MSc in Advanced Cognitive Therapy Studies Hefst 7. desember Software Testing Foundations with ISTQB Certification Kennari: Hans Schaefer, civil engineer in computer science. Schaefer works in consulting and training and is chairman of ISTQB Norway Hefst 10. september Expanding your sales in export markets Kennari: Svend Hollensen is Ph.D. (Dr.) and Associate Professor of International Marketing at University of Southern Denmark Skráningarfrestur til 19. október Starting Test Automation Kennari: Mark Fewster, software testing consultant and trainer, author and presenter at national and international software conferences Skráningarfrestur til 14. september Automating Test Execution Successfully Kennari: Mark Fewster, software testing consultant and trainer, author and presenter at national and international software conferences Skráningarfrestur til 14. september SÉRFRÆÐINGAR FRÁ HARVARD SÉRFRÆÐINGAR FRÁ OXFORD COGNITIVE THERAPY CENTRE í samstarfi við Félag um hugræna atferlismeðferð í samstarfi við Íslandsstofu SÉRFRÆÐINGUR FRÁ ISTQB NORWAY SÉRFRÆÐINGUR FRÁ UNIVERSITY OF SOUTHERN DENMARK SÉRFRÆÐINGUR FRÁ GROVE CONSULTANS NÁMSKEIÐ MEÐ ERLENDUM SÉRFRÆÐINGUM Á HAUSTMISSERI KYNNING − AUGLÝSING Aldrei hafa jafn mörg og fjöl-breytt námskeið á sviði stjórnunar, reksturs og fjár- mála og upplýsingatækni verið á dagskrá hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands og á haustmisseri. Í haust munu margir virtir erlend- ir fyrirlesarar kenna hjá Endur- menntun. Kristín Jónsdóttir Njarð- vík, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands, segist finna fyrir miklum áhuga meðal fyrirtækja og stofn- ana hérlendis á þeim námskeiðum sem eru á dagskrá. „Fjölbreytn- in hefur aldrei verið eins mikil og nú á haustmisseri og ekki skemm- ir fyrir samstarf okkar við þrjá sér- fræðinga frá hinum virta Harvard- háskóla. Þannig getum við betur komið til móts við þarfir fyrirtækja og stofnana.“ Áhugaverð stjórnunarnámskeið Meðal stjórnunarnámskeiða á haustmisseri má nefna námskeið- ið Managing Yourself and Leading Others sem haldið verður í lok sept- ember. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kryfja eigin stjórnunar- stíl, bæta hæfni sína til að stjórna og leiða einingar fyrirtækja eða stofn- ana á farsælan hátt. Kennari nám- skeiðsins er Margaret Andrews sem er aðstoðardeildarforseti á sviði stjórnunar við Harvard Extension. Hún hefur auk þess mikla reynslu af stjórnun og kennslu við bestu há- skóla Bandaríkjanna, þar á meðal við MBA-námið í MIT-háskólanum í Boston. „Einnig má nefna námskeið í samningafærni sem ber nafn- ið Negotiation Skills: Strategies for Increased Effectiveness sem kennt er af Diana Buttu sem er lögfræð- ingur og kennari við Harvard-há- skóla. Hún mun þjálfa þátttakendur í ýmsum samningaaðferðum sem nýtast við mismunandi aðstæð- ur í viðskiptalífinu. Námskeiðið á í raun erindi við alla stjórnenda og sérfræðinga sem eiga í samninga- viðræðum.“ Af öðrum námskeið- um á sviði stjórnunar nefnir Krist- ín námskeið á sviði gæðastjórnunar, mannauðsstjórnunar, áhættu- stjórnunar og breytingastjórnunar. Samningur við PWC Námskeið í tengslum við fjármál og rekstur verða líka fjölbreytt í vetur og ber þar helst að nefna samning Endurmenntunar við endurskoð- unarfyrirtækið PWC um kennslu námskeiða. „Þar má meðal annars nefna fimm námskeiða seríu um al- þjóðlega reikningsskilastaðla. Auk þess er fjöldi annarra námskeiða, til dæmis um rekstur smáfyrirtækja, um virðisrýrnun fastafjármuna, við- skiptaáætlanir og lestur ársreikn- inga svo nokkur dæmi séu tekin.“ Mikill fengur í erlendum kennurum Meðal áhugaverðra námskeiða í upplýsingatækni á haustmisseri nefnir Kristín sérstaklega nám- skeiðið Enterprise Information Technology: Strategies for Complex System Implementation. Þar kenn- ir Dr. Zoya Kinstler um þau tæki og tól sem auka skilning á upplýs- ingakerfum fyrirtækja og um leið hvaða hagnýtu leiðir í upplýsinga- tækni má nota til úrlausna á við- skiptatengdum vandamálum. „Dr. Kinstler hefur yfir 20 ára reynslu í lausn verkefna á sviði upplýsinga- og samskiptatækni stórfyrirtækja og situr auk þess í deildarráði Har- vard. Það er því mikill fengur að fá hana hingað til Íslands.“ Einn- ig er gaman að geta þess að Heim- ir Sverrisson verður með námskeið um lýsigögn (e. metadata) en það veitir yfirsýn yfir lýsigögn í algeng- um gagnagrunnskerfum. Hann hefur áratuga reynslu af störfum á því sviði og hefur starfað erlendis um árabil. Það er mikill fengur að því að fá hann aftur til kennslu eftir mörg ár. Fleiri áhugaverð námskeið á sviði upplýsingatækni að sögn Kristínar eru meðal annars nám- skeið í prófun hugbúnaðar, vef- hönnun fyrir hönnuði, WordPress og hagnýtt námskeið fyrir starf vef- stjóra. Nýjum bæklingi Endurmennt- unar HÍ um starfstengd námskeið verður dreift til fjölda fyrirtækja eftir helgi en einnig er hægt að nálg- ast hann á skrifstofu Endurmennt- unar. „Við hvetjum áhugasama til að kynna sér fjölbreytt úrval nám- skeiða og skrá sig tímanlega,“ segir Kristín að lokum. Fjölbreytt úrval námskeiða fyrir alla Fjöldi erlendra sérfræðinga kennir á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands á haustmisseri. Kennarar frá Harvard-háskóla verða áberandi. Fjölbreytnin er mikil á haustmisseri Endurmenntunar Háskóla Íslands að sögn Kristínar Jónsdóttur Njarðvík, endurmenntunarstjóra HÍ. MYND/GVA Hjá Endurmenntun Há-skóla Íslands eru tæplega 40 námskeið á dagskrá á haustmisseri á sviði menningar og persónulegrar hæfni. Þar flétt- ast saman fróðleikur og skemmt- un og viðfangsefnin eru afar ólík. Sumir koma til að kynnast betur Búddha, skáldum, börnum, leik- húsum, myndavélinni, tungu- málum eða sjálfum sér. Aðrir sækjast eftir að ferðast í hugan- um um Vesturheima, Suðurland, upp í skýin, til Berlínar, um sög- una, tónheima, til Ítalíu eða inn í heim fótboltans. Dæmi um menningarnámskeið: ● Baráttan um Hvíta húsið: Gangverk bandarískrar stjórnmálabaráttu ● Berlín: Hin nýja miðja Evrópu ● Fótbolti, svikráð og pólitík ● Hitchcock ● Höfundur Njálu ● Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar – Sturlunga – ● Jarðfræði Suðurlands ● Louis Armstrong – listamaður tuttugustu aldarinnar ● Macbeth ● Napóleon og herferð hans til Rúss- lands ● Þjóðgarðurinn í Cinque Terre ● Vesturheimsferðir í nýju ljósi Dæmi um námskeið á sviði persónulegrar hæfni ● Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna ● Hugþjálfun – leið til árangurs ● Kvikmyndahandrit ● Ljósmyndavinnsla með Photos- cape ● Ljósmyndun – Að taka betri myndir ● Öflugt sjálfstraust ● Raki í húsum og heilsufar – þekk- ing og reynsla ● Samskipti foreldra og barna ● Kvíði barna og unglinga – for- eldranámskeið ● Vönduð íslenska: Að skrifa gott íslenskt mál Skráning fer fram á Endur- menntun.is eða í síma 525 4444. Fróðleikur og skemmtun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.