Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 8
11. október 2012 FIMMTUDAGUR8 Rannsóknarskýrsla um Orkuveitu Reykjavíkur Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is Birgir Þór Harðarson birgirh@frettabladid.is Úttektarnefnd um Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir slæma stjórnarhætti hafa einkennt rekstur OR á árunum 2002 til 2010. Pólitískar deilur innan stjórnar OR hafi skaðað fyrirtækið. Miklar fjárfestingar og fjárfrekar fram- kvæmdir á skömmum tíma, háar arð- greiðslur til eigenda og tregða þeirra til að hækka gjaldskrár í samræmi við verðlagsþróun og gríðarlegt gengistap eru ástæður fjárhagserfiðleika Orku- veitu Reykjavíkur, að mati úttektar- nefndarinnar. Margrét Pétursdóttir veitti nefnd- inni formennsku en auk Margrétar sátu Ása Ólafsdóttir, lögfræðingur og lektor við lagadeild Háskóla Íslands og Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands, í nefnd- inni. Gestur Páll Reynisson stjórnsýslu- fræðingur var starfsmaður nefndarinnar. „Það má segja að þetta sé einhvers konar vasaútgáfa af íslensku efnahagskerfi,“ segir Ása um skýrsluna sem kynnt var í gær. „Við erum að sjá það sama og í rann- sóknarskýrslunni: Það er andvaraleysi sem leiðir til þessarar stöðu sem fyrirtækið er í núna.“ Úttektartímabilið er frá ársbyrjun 2002 til ársloka 2010. Í skýrslunni fellur þungur dómur á stjórnarhætti OR á tímabilinu sem kannað var sérstaklega. Vegna pólitískra átaka innan stjórnar fyrirtækisins veitti stjórnin forstjóra og öðrum stjórnendur OR ekki nægt aðhald og vanrækti eftir- litshlutverk sitt gagnvart stjórnendum. Því hafði forstjóri fyrirtækisins stefnu- mótandi hlutverk innan OR. Nefndin var skipuð þann 23. júní í fyrra og átti skýrslan upphaflega að koma út 1. mars síðastliðinn en seinkaði vegna umfangsins. „Þetta var bara svo mikil vinna,“ segir Margrét Pétursdóttir, formaður nefndarinnar. Spurð hvort vinnan hafi verið yfirgripsmeiri en áætlað var segir hún að svo hafi verið. Ritun skýrslunnar lauk í júlí en síðan hefur staðið yfir frágangur af ýmsum toga. Rekstrarafkoma af grunnrekstri OR Rekstur fjarskiptastarfsemi OR Arðgreiðslur til eigenda OR Reykjavíkurborg 93,5% Akranes 5,5% Borgarbyggð 0,9% Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Uppsafnað gengistap Tap á fjárfestingum í hlutabréfum Fjárfestingar í Gagnaveitunni *Á meðalverðlagi ársins 2010.Allar tölur í milljörðum króna. Skuldir OR jukuist úr 17,7 milljörðum króna í upphafi árs 2002 í 224,4 milljarða króna í lok árs 2010. Þær hækkuðu því um 206,6 milljarða króna á tímabilinu. Skuldir Orkuveitunnar ruku upp Slæmir stjórnarhættir sliguðu OR Rafmagn 52% Heitt vatn 28% Kalt vatn 10% Fráveita 7% Gagnaveita 3% 38,4 0,372 16,3 31. desember 2010224,4 milljarðar króna 1. jan úar 2 002 17,7 millja rðar k róna 100,9 8,3 10,7 8,5 Eigendur OR greiddu sér út háar arðgreiðslur og ábyrgðargjald og tóku eignarhlut í Landsvirkjun út úr fyrirtækinu á tíma- bilinu. Allt þetta veikti eiginfjárstöðu OR mikið. Úttektarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið grundvöllur fyrir þorra þessarra aðgerða. Í skýrslunni segir að frá árinu 2002 til ársins 2010 hafi eigendum OR verið greiddar 16,4 milljarðar króna í arð. Til viðbótar var samþykkt á árinu 2005 „að greiða eigendum svokallað ábyrgðargjald vegna ábyrgðar eigenda á skuldbindingum fyrirtækisins[...] samtals 2.005 millj.kr.“. Nefndin telur arðgreiðslur hafa í reynd valdið því að erlendar lántökur hafi þurft að vera hærri og því megi „velta fyrir sér hvort eigendur hafi verið meðvitaðir, eða þeim verið kynnt, sú áhætta sem úttektir þeirra sköpuðu fyrirtækinu, þar sem færa má rök fyrir því að þær hafi í reynd verið fjármagnaðar með lánum í erlendri mynt“. Úttektarnefndin fjallar sérstaklega um að stjórn OR hafi haldið áfram að greiða sér út arð á árunum eftir hrun. Í skýrslunni segir að „árið 2009, þegar óráðstafað eigið fé Orkuveitu Reykjavíkur er neikvætt, var allt að einu tekin ákvörðun um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. Einnig sýnir samanburður á úttektum eigenda við arðsemi eigin fjár, skort á samhengi greiðslnanna og ávöxtunar eigin fjár.“ Samtals greiddi Orkuveitan 1,6 milljarða króna í arð á árunum 2009 og 2010. Þá gagnrýndu margir viðmælendur nefndarinnar að eignarhluta í Landsvirkjun hefði ekki verið haldið í OR, í stað þess að flytjast yfir til Reykja- víkurborgar. Borgi seldi hann til ríkisins árið 2007 fyrir tugi milljarða. Arðgreiðslur: Fjármagnaðar með erlendum lánum Árið 1999 var ákveðið að byggja nýjar höfuðstöðvar OR við Bæjarháls í Reykjavík. Byggingin átti upphaflega að kosta um tvo milljarða króna. Boðað var til sérstaks blaðamanna- fundar vegna mikillar umræðu um kostnað við byggingu hússins í janúar 2005. Þar upplýstu Guðmundur Þórodds- son og Alfreð Þorsteinsson, forstjóri og stjórnarformaður OR á þeim tíma, að heildarkostnaður hefði verið um 4,2 milljarðar króna. Alfreð sagði á fundinum að kostnaðurinn „væri ekki nema rétt rúmlega það sem gerðist í vandaðri grunnskólabyggingu í Reykjavík“. Úttektarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að þessar tölur séu fjarri lagi. Kostnaður við byggingu nýrra höfuð- stöðva OR var 8,5 milljarðar króna á verðlagi ársins 2010, 5,2 milljörðum króna umfram söluverð fasteigna sem áður hýstu höfuðstöðvar fyrirrennara hennar. Í skýrslunni segir að „af framangreindum upplýsingum er ljóst að bygging höfuðstöðva Orku veitu Reykjavíkur fór fram úr þeim áætl- unum sem gerðar voru um byggingarkostnað, hvort heldur miðað er við upphaflega áætlun, síðari áætlanir eða þær upplýsingar sem kynntar voru fjölmiðlum í janúar 2005 um endanlegan kostnað byggingarinnar“. Auk þess vakti það athygli nefndarinnar að stjórn OR virtist sama sem ekkert hafa fjallað um byggingu höfuðstöðvanna. Í dag nýtir OR ekki nema hluta af höfuðstöðvunum og hefur hug á að selja þær að hluta eða öllu leyti. Nýjar höfuðstöðvar: Kostuðu 8,5 milljarða króna Stjórn OR hefur verið vettvangur pólitískra átaka sem átt hafa sér stað á undanförnum árum milli meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Vegna þess hafi ekki reynst gerlegt að ná samstöðu um mikilvæg mál sem snerust um mikla fjárhagslega hagsmuni. Í skýrsl- unni segir að stjórnmálamennirnir sem sátu í stjórn OR virtust „hafa flutt með sér þá umræðuhefð sem tíðkast í borgarstjórn og borgar- ráðum, og myndað skýran minnihluta og meirihluta stjórnar, sem er óhefðbundið í rekstri fyrirtækja.[…] Þessir starfshættir stjórnar veiktu stöðu hennar gagnvart forstjóra og gáfu honum og öðrum stjórnendum mikið svigrúm til sjálfstæðra stefnumótandi ákvarðana. Eftirlitshlutverk stjórnar var takmarkað og oft í reynd aðeins formlegt og þá eftir á. Sum viðamikil mál voru borin undir stjórn með afar skömmum fyrirvara […] Þá eru dæmi um að stjórnendur fyrirtækisins hafi gert samninga svo sem um uppkaup á veitum án þess að leggja þá fyrir stjórn eða eigendur til staðfestingar“. Af þessum ástæðum telur úttektarnefndin að veigamikil rök hnígi að því að stjórn OR verði héðan af einvörðungu skipuð fólki sem hefur þekkingu og reynslu á efnissviðum fyrirtækisins og af rekstri almennt, ekki stjórnmálamönnum sem sitja í sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins. Stjórnendur OR fá líka sinn skerf af gagnrýni í skýrslunni. Þar segir að brotalamir megi greina í ákvörðunartöku þeirra á úttektar- tímabilinu. „Stefnumótandi ákvarðanir virðast á stundum hafa verið illa undirbúnar og mikils hraða gætt við ákvarðanatöku.“ Stjórnarhættir: Fluttu pólitík inn í fyrirtækið Fjárfestingar í hlutabréfum: ýmis ævintýri OR fjárfesti í margs konar dótturfyrirtækjum, sem mörg hver voru í óskyldum rekstri, og hlutabréfum í öðrum fyrirtækjum á því tímabili sem úttektin nær til. Á meðal þeirra er Lína.Net hf., Gagnaveita Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest (REI) útrásararmur OR, Farice og Tetra-Ísland. Samtals nam uppsafnað tap vegna þessara fjár- festinga 8,3 milljörðum króna. Meginhluti þeirrar fjárhæðar er vegna viðskipta með hlutabréf í Hitaveitu Suðurnesja, sem síðar var skipt upp í HS Orku og Veitur. Alls hafði aðkoma OR að þeim viðskiptum neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins upp á 2,5 milljarða króna. Tap vegna fjarskiptafyrirtækja var líka umtalsvert. Þannig kostuðu félögin sem síðar runnu saman í Tetra-Ísland OR um 750 milljónir króna, Lína.Net skilaði tapi upp á 1,2 milljarða króna og 3,3 milljarðar króna töpuðust á ævintýrinu í kringum Gagnaveitu Reykjavíkur. Þá kostaði aðkoma OR að Farice fyrirtækið um hálfan milljarð króna og REI-tilraunin skilaði 1,8 milljarða króna neikvæðri rekstrarniður- stöðu. Sumar fjárfestingar OR á tímabilinu skiluðu þó arði. Sölu- hagnaður vegna hlutar fyrirtækisins í Jarðborunum var til að mynda 1,3 milljarðar króna. Á tímabilinu sem úttektarnefndin skoðaði fjárfesti OR fyrir 210,4 milljarða króna. Fjárfestingarnar skiluðu hins vegar ekki nægjanlegri arðsemi og hafa hvorki staðið undir kostnaði við fjármagn né upp- fyllt arðsemismarkmið sem sett voru af stjórn. Í skýrslunni segir: „Meðalarðsemi eigna á tímabilinu er 3% án áhrifa tekjuskatts og fjármagnskostnaðar. Huga þarf að því hvaða þýðingu það hafi til lengri tíma ef arðsemi eigna fyrirtækisins stendur ekki undir fjár- magnskostnaði.“ Þá varð misbrestur við áhættustýringu innan OR. Að áliti úttektar- nefndarinnar má rekja það til nokkurra samverkandi ástæðna, en sérstaka athygli hennar vakti að stjórnendur tóku ákvörðun, sem hluta af skuldastýringu fyrirtækisins, um að verja fyrirtækið ekki fyrir gengisáhættu án þess að fyrir þeirri „ákvörðun lægi ítarleg greining á mögulegum áhrifum þessa til lengri tíma litið. Þar með var tekin áhætta, sem að mati úttektarnefndarinnar eigi ekki að viðgangast í fyrirtæki sem er í almannaeigu [...] Á árunum 2005-2007 voru aðstæður til kaupa á áhættuvörnum með besta móti, en fyrirtækið varði einungis áhættu milli erlendra mynta á efnahagsreikningi félagsins. Gengisáhætta tengd íslensku krónunni var ekki varin, heldur var tekin staða með íslensku krónunni. Uppsafnað gengistap fyrirtækisins á tímabilinu nemur 83.698 millj.kr. á verðlagi hvers árs sem gerir 100.866 millj.kr. á meðalverðlagi ársins 2010. Fall íslensku krónunnar er því án efa stærsta einstaka ástæðan fyrir fjárhagsstöðu fyrirtækisins [...] Meginástæða hækkunar skulda Orkuveitunnar er þó eftir sem áður skuldsetning í erlendum myntum á móti tekjum sem eru fyrst og fremst í íslenskum krónum“. Fjármögnun: Tóku stöðu með krónunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.