Fréttablaðið - 11.10.2012, Page 10
11. október 2012 FIMMTUDAGUR10
Rannsóknarskýrsla um Orkuveitu Reykjavíkur
Konur til áhrifa
Nánari upplýsingar á www.xd.is
Fundarstaður:
Félagsheimili Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði,
Norðurbakka 1a í Hafnarfirði.
Léttar veitingar í boði.
Fundurinn er liður í fundar öð
Landssambands sjálfstæðis kvenna
í aðdraganda kosninga veturs.
Allar konur sem hafa áhuga á að
bjóða sig fram eru sérstaklega
hvattar til að mæta.
Sjálfstæðisflokkurinn
Landssamband sjálfstæðiskvenna efnir til
opins fundar í Suðvesturkjördæmi
Framsögur halda:
Pallborðsumræður með framsögukonum. Aðrir þátttakendur:
Ragnheiður Ríkarðsdóttir
þingkona
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
þingkona
Jarþrúður Ásmundsdóttir
formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna
Elín Hirst
fjölmiðlakona og
frambjóðandi
Rósa
Guðbjartsdóttir
bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
varabæjarfulltrúi
í Kópavogi og
frambjóðandi
Fundarstjóri:
Margrét
Björnsdóttir
forseti bæjarstjórnar
Kópavogsbæjar
Fimmtudag 11. október kl. 19.30
■ Björn Ingi Hrafnsson,
borgarfulltrúi og stjórnarmaður
En eftir á að hyggja var farið of hratt í
skuldsetningu, of mikil áhætta tekin
gagnvart gengi gjaldmiðla og á því
bera allir ábyrgð sem komu að stjórn
fyrirtækisins undanfarin ár. Hins vegar
má ekki gleyma því að þetta er, þrátt fyrir allt, gífurlega
stöndugt fyrirtæki og það skapar mjög miklar tekjur og ef
allt gengur að óskum þá verður hægt að líta á vandræðin
núna sem mikilvæga lexíu. Þetta hefði allt getað farið
mjög vel. Þetta hefði líka getað farið mjög illa.
■ Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri, borgarfulltrúi og stjórnarmaður
Það er ákveðin stefna sem litar vorið
2006, sem VG myndi kalla stóriðju-
stefnu. Ég meina að fyrirtækið, fjárhagur
þess og allar áætlanir eru lagðar undir
draum um að virkja alveg gríðarlega
mikið til þess að selja rafmagn til stóriðju. Án þess að vera
með áhættumat. Án þess að sýna fram á hvernig fjárhagur
fyrirtækisins þróast í ljósi þessara áforma. […] Nýr meiri-
hluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks rak hins vegar skýra
útþenslustefnu. Til þess að framfylgja henni, þá er farið í
svona mumbo jumbo, sem við vitum núna að var mjög
víða í samfélaginu, að belgja út efnahagsreikninginn með
því að endurmeta eignir Orkuveitu Reykjavíkur til þess
að bara auka veðhæfi og lántökumöguleika. Þetta var
nefnilega allt tekið að láni, án nokkurrar þolinmæði.
■ Eiríkur Hjálmarsson, upplýs-
ingafulltrúi og ritari stjórnar frá 2006
Í fyrsta lagi of miklar fjárfestingar. Í öðru
lagi fjárfestingar sem eru fjármagnaðar
með of áhættusömum hætti, ofmetn-
aður sem er þar undirliggjandi og ofurtrú
á getu eða fjárhagslega stöðu fyrirtækisins. Í þriðja lagi
hrunið. Undirliggjandi er líka kúltúrvandi hjá OR og
stefnuvandi og afstöðuvandi Reykjavíkurborgar gagnvart
Orkuveitunni, þar sem menn hafa gjarnan viljað láta fyrir-
tækið uppfylla pólitískan metnað sem borgarsjóðurinn gat
ekki.
■ Guðlaugur G. Sverrisson,
stjórnarformaður og varaborgarfulltrúi
Pólitísk. Lausafjárvandi félagsins sem
ég var stöðugt að benda á allan tímann
út af 2013. Ég sá hann 2008, ég sá hann
2009, ég sá hann 2010.
■ Guðlaugur Þór Þórðarson,
borgarfulltrúi, stjórnarformaður
og stjórnarmaður
Það voru mikil mistök að útvíkka starf-
semi Orkuveitunnar. Staðan væri önnur
ef fyrirtækið hefði einbeitt sér að kjarna-
starfseminni. Það hefur farið mikil orka í hluti sem eiga
ekki að vera á borði fyrirtækisins. Mikill kostnaður hlaust
af höfuðstöðvunum og fjárfestingu í óskyldri starfsemi
sem hefur ekki skilað sér. Fjáraustur til Reykjavíkur-
borgar í formi millifærslna og aukins arðs kemur eðli
málsins samkvæmt niður á fyrirtækinu. […] Orð nú-
verandi borgarstjóra um að fyrirtækið væri á hausnum eru
væntanlega ein dýrustu orð í sögu borgarinnar.
■ Guðmundur Þóroddsson,
forstjóri
Ég vil nú helst ekki svara henni. Á
þessum tíma er ég farinn og augljós-
lega eru teknar ákvarðanir eftir að ég fór
sem skópu misræmi í greiðslugetu og
greiðsluþörf. Ég get ekkert verið að velta
vöngum um réttmæti þessara ákvarðana. Ég var ekki við-
staddur þessar ákvarðanir. Ég efa það ekki að fyrir þeim
hafi verið góðar ástæður.
■ Hanna Birna Kristjánsdóttir,
borgarstjóri og borgarfulltrúi
Ég myndi segja að það sé vegna þess
að OR missti sjónar á hlutverki sínu,
hún gerði það mjög fljótt eftir sam-
einingu veitufyrirtækjanna og gerði það
mjög fljótt eftir að hún varð einhvern
veginn ríki í ríkinu. Þetta gerist með skýrustum hætti við
upphaf valdatíma R-listans þegar stjórnarformennskan í
fyrirtækinu verður allt í einu að einu valdamesta embætti
borgarinnar. Í framhaldi af því missir fyrirtækið sjónar á
almannahlutverki sínu þó það sinnti því vel, fer að haga
sér eins og einkafyrirtæki með eigin stefnu og OR varð
eins og sjálfstæð valdaeining í borgarkerfinu sem var
bæði óeðlilegt og óæskilegt. Menn þar fóru líka inn í verk-
efni sem OR átti alls ekki að koma nálægt og borgarstjórn
tók ekki nægilega skýra stjórn fyrr en átök um framtíð
fyrirtækisins urðu svo harkaleg og djúpstæð að þau rufu
samstöðu innan flokka og meirihluta. […] En fyrst og
síðast er ástæðan fyrir fjárhagsstöðunni að fyrirtækið
missti fyrir löngu, löngu síðan sjónar á hlutverki sínu og
gekk allt of langt í að fjárfesta og fara í framkvæmdir og
sinna gæluverkefnum þáverandi stjórnenda.
■ Haukur Leósson,
stjórnarformaður
Árið 2007 er hluturinn [í Landsvirkjun]
seldur og ég var alltaf að röfla við þá:
„Bíddu, ég vil fá þennan hluta inn í
Orkuveituna, hún á þennan hlut.“ Ég segi
að þetta séu 100 milljarðar og sundur-
liðast þannig að 39,4 milljarðar eru fyrir hlutinn og 31,7
milljarðar vegna arðgreiðslna 1998 til 2010, mismunurinn
upp á 28 milljarða er Bæjarhálsinn, Gagnaveitan og verk
í vinnslu, svo sem Hverahlíð og fleira á Hellisheiðinni auk
nýju og óbyggðu íbúðahverfanna á höfuðborgarsvæðinu.
Það að hafa látið frá sér Sogsvirkjanirnar, sem eru gull-
moli, er grafalvarlegt mál. Ef borgin vildi eiga í Lands-
virkjun, þá átti hún bara að borga fyrir hlutinn sinn sjálf í
stað þess að taka hann út úr OR. Þetta er eins og þegar
Perlan var byggð og fleira og segja bara, Orkuveitan
borgar.
■ Helgi Hjörvar,
varaformaður stjórnar
Ég fór 2002, en stundum hefur það verið
reynsla mín í kringum svona rekstur
óskyldan að vandamál megi oft rekja til
þess að á einhverju tímabili hafi menn
heykst á því að taka gjaldskrárákvarð-
anir. Það skiptir engu máli hvort það eru opinber félög,
eða hvað það er. Það er bara að ef það eru vandamál, þá
er mjög oft ástæðan sú að menn hafa ekki haft þrek,
pólitískt þrek til þess bara að segja það, til að hækka
gjaldskrár. Og það var ekki vandamál 1994 til 2002. En
það gæti líka verið hluti af þessu vandamáli núna.
■ Helgi Þór Ingason, forstjóri
Á einhverjum tímapunkti voru peninga-
málin orðin svo umfangsmikil að Orku-
veitan var í raun og veru alveg jafn
mikið fjármálafyrirtæki og orkufyrir-
tæki. En innviðir Orkuveitunnar endur-
spegla það ekki. Þetta er ábyggilega
mikilvægt atriði, að menn aðlöguðu sig ekki að breyttum
aðstæðum og breyttu umhverfi og það var ekki brugðist
við nógu snemma. Þessi tilhneiging líka að horfa á björtu
hliðarnar og að allt færi vel.
■ Ólafur Jónsson,
lögfræðingur og ritari stjórnar
Gegndarlaus sóun og sukk. Eins og ég var að segja,
kaupa þetta og hitt, tóm helvítis vitleysa. Eins og með
vatnslindina á Snæfellsnesinu, hitaveiturnar og margt
fleira. Allt var þetta til að henda peningum. Gott dæmi
eru höfuðstöðvarnar að Bæjarhálsi. Þetta er hvorki traust
né gott hús auk þess sem það var gríðarlega dýrt. Einnig
vantaði ákveðnari stjórn, meiri formfestu og stefnumörkun
eigenda. Það var eins og tekin væri fjöl úr botninum á
peningakassa. Það var gegndarlaust sem lak út.
■ Svandís Svavarsdóttir,
stjórnarmaður
Stóriðjustefnan var hinn pólitíski grunnur
sem ákvarðanirnar byggðu á. Sama
hvort það er ákvörðun um að viðhalda
samningnum þarna milli jóla og nýárs
2008 eða að fara á einhverjum túrbó-
hraða í Hellisheiðarvirkjun, miklu hraðar heldur en við
höfðum nokkru sinni farið í jarðhitasvæði. Eða þá leyndin í
kringum orkuverðið. Allt þetta hvílir á stóriðjustefnunni
sem hugmyndafræði. En ef ég á að nefna einhverja staka
ákvörðun þá vil ég benda á þessa ákvörðun um að fram-
lengja samninginn á milli jóla og nýárs 2008, þegar að
séð var að bankarnir voru farnir og Ísland átti í verulegum
erfiðleikum, að þá var í raun og veru, í þágu stundar-
pólitískra hagsmuna, tekin ákvörðun um það að leggja
þetta áfram undir. Það er að segja, taka áhættuna áfram á
kostnað almennings. Orkuveitan er enn ekki búin að bíta
úr nálinni með þá ákvörðun.
■ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri, borgarfulltrúi og
stjórnarmaður
Efnahagshrunið hafði stórfelld áhrif
á fjárhagsstöðu fyrirtækisins þar sem
erlend lán þess hækkuðu sem bein
afleiðing af hruninu um tæpa 90
milljarða króna. Frá hruninu hafa mörg hundruð milljarðar
verið afskrifaðir hjá íslenskum fyrirtækjum og verulegir
fjármunir tapast á öðrum vettvangi. Ekki ein króna hefur
verið afskrifuð hjá OR. Efnahagshrunið hefur auk þess
valdið fyrirtækinu miklum skaða, líkt og átt hefur sér stað
hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum. Íslensk stjórnvöld
hafa ekki hjálpað til með stefnu sinni í virkjanamálum,
m.a. áformin um álver í Helguvík, sem ekki hafa enn kom-
ist í framkvæmd. M.a. hefur þetta mál skaðað hagmuni
OR verulega jafnframt neikvæðu viðhorfi núverandi ríkis-
stjórnar til framgangs í orkumálum almennt. Ef vitneskja,
sem leiddi til efnahagshrunsins haustið 2008, hefði legið
fyrir 2005-2006, er ljóst að margar ákvarðanir sem teknar
voru á árunum fyrir hrunið hefðu orðið með öðrum hætti,
t.d. ekki keyptur hluti í Hitaveitu Suðurnesja og hægt á
virkjunaráformum.
Hvernig svöruðu þau nefndinni
um ástæður fjárhagsstöðunnar?
KAUPTU FJÓRAR
FÁÐU SEX
Alls voru 29 boðaðir fyrir nefndina
og gáfu 26 þeirra svör. Alfreð Þor-
steinsson, sem var stjórnarformaður
fyrirtækisins um árabil, forfallaðist
og Hjörleifur Kvaran, sem var for-
stjóri fyrirtækisins, svaraði ekki boði
nefndarinnar.
Ingi Jóhannes Erlingsson, sem
starfaði á fjármálasviði, lántöku- og
áhættustýringarsviði og víðar svaraði
hins vegar ekki boði nefndarinnar.
Engum var skylt að mæta til viðtals
við nefndina en nokkrir mættu þó til
fundar við hana að eigin frumkvæði.
Hunsuðu nefndina
ALFREÐ
ÞORSTEINSSON
HJÖRLEIFUR
KVARAN