Fréttablaðið - 11.10.2012, Síða 20

Fréttablaðið - 11.10.2012, Síða 20
11. október 2012 FIMMTUDAGUR20 Börn sem leika sér í pollum og sitja í blautum sandi þurfa sennilega að klæðast regnfatnaði úr gúmmíi frekar en vatnsfráhrindandi útivistarfatnaði sem andar. Öryggisins vegna ættu að vera endurskinsmerki á regnfatnaðinum sem keyptur er handa börnum. Við val á regnfötum fyrir börn þarf að hafa í huga að skálmarn- ar á regnbuxum barnanna þurfa að vera svo síðar að þær geti verið utan yfir stígvélunum. Ann- ars er hætta á að regnvatn kom- ist niður í stígvélin. Band til að smeygja undir stígvélið þarf að vera á skálmunum, annaðhvort úr gúmmíi eða teygju. Það er mat starfsmanna leikskóla, sem blað danskra neytendasamtaka spurði ráða, að gúmmíband væri betra en teygja þar sem teygjan verður fljótt slök. Starfsmennirnir segja það hentugra að hafa rennilás á regn- jakkanum, heldur en eingöngu smellur. Þeir segja börnin ekki hafa nógu mikla krafta til að eiga við smellurnar. Auk þess sé meiri hætta á að vatn komist inn undir jakkann ef ekki er rennilás á honum. En þar sem rennilásar eru ekki alltaf vatnsheldir sé þó gott að hafa smellur utan yfir rennilásinn. Mælt er með því að axlabönd séu á regnbuxunum því að þá nái þær lengra upp. Regnbuxur með teygju í mittinu sitja betur á börnunum, heldur en regnbuxur með smellum, að því er leikskólastarfsmennirn- ir benda á. Þeir segja að á sumum buxum séu smellurnar svo stór- ar að börnin finni til undan þeim þegar þau detta. Mikilvægt er að börnin sjáist vel í umferðinni í haustmyrkrinu. Endurskins merki ættu þess vegna að vera bæði framan og aftan á regnfatnaðinum og á ermum og skálmum. Vatnsfráhrindandi útivistar- fatnaður sem andar þykir henta vel börnum sem komin eru af leik- skólaaldri og eru hætt að setjast í polla. ibs@frettabladid.is 20 hagur heimilanna Veljið réttan regnfatnað handa börnunum HAUSTRIGNING Mikilvægt er að vera í góðum regnfatnaði þegar buslað er í pollum. NORDICPHOTOS/GETTY Didriksons Waterman Kid‘s set reyndist besti regnfatnaðurinn fyrir börn í könnun á vegum sænska neytendablaðsins Råd & Rön sem greint var frá í ágúst síðastliðnum. Kannaðar voru ellefu tegundir regnfatnaðar í rannsóknarstofum auk þess sem tekið var mið af notkun barna. Vatn komst inn um saumana á nokkrum tegundum þegar börnin voru látin hlaupa um í vatni. Jafnframt urðu þau blaut á öxlunum eftir tveggja mínútna notkun einnar tegundar- innar. Regnfatnaður frá Didriksons fékk einnig hæstu einkunn í könnun á vegum fyrirtækisins Testfakta síðastliðið vor. Þungmálmar og þalöt reyndust vera í þremur tegundum regnfatnaðar, að því er kemur fram á vefsíðunni tryggabarn.nu Gæðakannanir á regnfatnaði barna Endurskinsmerki sem föst eru á fatnaði mást smám saman af. Við kaup á nýjum endurskins- merkjum þarf að skoða merkingar á þeim. Sam- kvæmt frétt á vef Neytendastofu hefur það oft komið fyrir að merki sem seld eru sem endurskins- merki séu það í raun ekki. Endurskinsmerki sem standast kröfur verða að vera m.a. með CE-merki og merkt með númerinu EN 13356 eða ÍST EN 13356. Í fréttinni segir að slík merking tákni að framleiðandinn hafi látið prófa vöruna og staðfest sé að hún sé í lagi. Bent er á að endurskinsmerki sem ekki uppfylla kröfur um endurskin veiti falskt öryggi. Sum endurskinsmerki veita falskt öryggi Ávaxtasafi eyðir glerungi tannanna meira en kóladrykkir. Þetta er fullyrt í frétt á vef Svenska Dagbladet, sem fékk vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi til að rannsaka áhrif ýmissa drykkja á glerung tannanna. Bent er á að sýrustig drykkjanna, það er pH-gildið, sé mikilvægur þáttur en einnig skiptir máli hvaða sýru er um að ræða. Greint er frá því að ávaxtasafi sé súrari og hættulegri fyrir glerung tanna heldur en kóladrykkir, þar sem sítrónusýra sé hættulegri en fosfórsýran í kóladrykkjunum. Súrir drykkir með sýrustig undir pH 5,5 eru sagðir leysa glerunginn upp. Rannsóknin var gerð á tönnum sem sex ára nemendur við tvo skóla í Stokkhólmi voru búnir að missa. ■ Mataræði Ávaxtasafi hættulegri fyrir tennurnar en kóladrykkir Ársfundur Úrvinnslusjóðs Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Víkingasal 4, Nauthólsvegi 52, fimmtudaginn 11. október kl 13:30 • Formaður stjórnar setur fundinn • Ávarp umhverfisráðherra • Ávarp formanns stjórnar Úrvinnslusjóðs • Ársreikningur 2011 kynntur • Starfsemi Úrvinnslusjóðs • Umræður Dagskrá Fundargögn munu liggja frammi á fundarstað Stjórn Úrvinnslusjóðs Fös. 9. nóv. kl. 17.00 Lau. 10. nóv. kl. 14.00 / 16.00 Sun. 11. nóv. kl. 14.00 / 16.00 Fös. 23. nóv. kl. 17.00 Lau. 24. nóv. kl. 14.00 / 16.00 Sun. 25. nóv. kl. 14.00 / 16.00 Fös. 30. nóv. kl. 17.00 Lau. 1. des. kl. 14.00 / 16.00 Sun. 2. des. kl. 14.00 / 16.00 Ö Ö Ath. aðeins þessar 3 sýningarhelgar! BARNALEIKSÝNING ÁRSINS 2012 Miðasala hafin á midi.is Nánari upplýsingar á tiufingur.is SÝNINGAR Í NORRÆNA HÚSINU Í NÓVEMBER OG DESEMBER 2012 E.B. Fbl I.G. Mbl J.V.J. DV PRÓSENTA lækkun varð á vísitölu kaupmáttar launa hérlendis frá því í ágúst 2007 fram í ágúst á þessu ári.6,3 Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla amínósýrukeðja bæti árangur eða flýti fyrir bata eftir íþróttaæfingar. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Neytendasamtakanna, þar sem einnig kemur fram að aukin neysla á karnitíni hafi lítil áhrif á líkamlega getu og þyngdartap þeirra sem þess neyta. Rann- sóknir hafa sýnt að neysla á kreatíni getur aukið hámarksafköst við hámarksáreynslu í stuttan tíma. ■ Mataræði Virkni fæðubótarefna rannsökuð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.