Fréttablaðið - 11.10.2012, Qupperneq 31
TÍSKUSÝNING Á SATT
M-Design kynnir nýja hönnun á morgun kl. 17.00
á Satt á Reykjavík Natura hótelinu. Fatnaðurinn
er gerður úr íslenskri ull en einnig eru fylgihlutir
eins og húfur, vettlingar, legghlífar, treflar og sjöl.
Margrét Árnadóttir stendur að baki M-Design.
Mikið er um að vera í Heilsuborg þessa dagana í tilefni afmælisins. Á sjálfan afmælisdaginn, hinn 10.
október, voru starfsmenn klæddir í bleikt
og með bleikar kórónur. „Bleiki liturinn
var allsráðandi hér hjá okkur, jafnt á
skrifstofunni sem og í leikfimissölunum,
en meginástæðan var að vekja athygli á
góðum málstað Krabbameinsfélagsins.
Fjöldinn allur af viðskiptavinum okkar
tók þátt í gleðinni með okkur,“ sagði
Hildur Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
Heilsuborgar.
OPIÐ HÚS
Heilsuborg verður með opið hús næst-
komandi laugardag þar sem mánaðarkort
í heilsurækt verður á afmælistilboði á
þrjú þúsund krónur. „Við búumst við því
að margir leggi leið sína til okkar í Heilsu-
borg á laugardaginn. Segja má að þetta
sé einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa
lengið ætlað sér að byrja í Heilsuborg.
Nú er tíminn til að setja sjálfan sig og
sína heilsu í forgang. Einnig bendum við
fyrirhyggjusömum á að kortið er tilvalin
jólagjöf enda ekki oft hægt að fá kort í
heilsurækt með yfir sjötíu prósenta af-
slætti. Frí ráðgjöf verður í boði varðandi
hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.“
BLEIKUR GÓÐGERÐARTÍMI
Aðgangur verður ókeypis í heilsuræktina
allan laugardaginn en hátindur dagsins
verður Bleikur góðgerðartími. „Bleikur
góðgerðartími verður fjörugur leikfimis-
tími sem er opinn öllum. Aðgangseyrir
í tímann felst í frjálsum framlögum í
söfnunarbauk Krabbameinsfélagsins sem
verður á staðnum,“ segir Hildur. „Starfs-
fólkið verður í bleiku og hvetur alla gesti
stöðvarinnar til að vera í einhverju bleiku
þessa afmælisdaga.“
SPENNANDI ÖRFYRIRLESTUR
Andleg næring verður einnig í boði
hússins á laugardag en þá býður Sigríður
Arnardóttir, Sirrý, upp á örfyrirlestur
sem kallast að „Laða til sín það góða“.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 og er öllum
opinn. „Sirrý fjallar um hvernig við getum
öll haft áhrif á eigin líðan og laðað að
okkur hamingjudaga, bjartsýn og upplits-
djörf.“
Heilsuborg er heilsustöð í Faxafeni 14.
BLEIKIR DAGAR
Í HEILSUBORG
HEILSUBORG KYNNIR Heilsuræktarstöðin Heilsuborg fagnaði þriggja ára af-
mæli sínu í gær. Ýmislegt verður gert til að halda upp á áfangann.
OPIÐ HÚS
Opið hús verður í
Heilsuborg á laugar-
daginn og afmælistil-
boð á mánaðarkortum í
heilsuræktina.
Gerðu gæða- og verðsamanburð
FINNDU MUNINN
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
*3,5% lántökugjald
ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900
ÝMIR, SAGA, FREYJA,
ÞÓR OG ÓÐINN
Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur
12 mánaða vaxtalausar greiðslur*
LOKAÐ
laugardaginn 13. október
vegna árshátíðar starfsmanna
l i .
í
fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum, þessi hér til
hliðar á kr. 9.550,-
BIKINI - TANKINI
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Latex Nitril Vinyl
BLEIKIR BORGARAR
Starfsfólk Heilsuborgar
klæddist bleiku í tilefni þriggja
ára afmælis heilsuræktarstöv-
arinnar sem var í gær.
MYND/ANTON
Vertu vinur okkar á Facebook
Peysudagar
20% afsláttur!
Þýskar gæðapeysur í fallegum
litum og ótal gerðum.
Stærðir 36-52.
Hlý og notaleg peysa er góð gjöf!