Fréttablaðið - 11.10.2012, Side 42

Fréttablaðið - 11.10.2012, Side 42
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 20128 Eins og svo oft áður býður Hótel Saga upp á glæsi-legt jólahlaðborð í Súlnasal. Jólahlaðborðin hafa verið hald- in í mörg ár og notið mikilla vin- sælda hjá öllum aldurshópum enda eru veitingarnar í senn fjöl- breyttar og ljúffengar. Valgerður Ósk Ómarsdóttir, markaðsstjóri Hótels Sögu, segir að boðið sé bæði upp á sígilda rétti sem eru ómiss- andi á jóla hlaðborðum og nýja og spennandi rétti fyrir þá ævintýra- gjörnu. „Jólahlaðborðin í Súlnasal eru árlegur viðburður hjá mörg- um fjöl skyldum, vinahópum og fyrir tækjum. Gestir okkar komast svo sannarlega í hátíðarskap enda er boðið upp á frábærar veitingar í bland við góða kvöldskemmtun með úrvals skemmtikröftum.“ Grínist inn og Spaugstof u- meðlimurinn Örn Árnason tekur á móti gestum með léttu gríni og glensi og syngur nokkur lög eftir að borðhaldi lýkur ásamt söng- konunni Helgu Möller. Að loknu borðhaldi er dansað fram á nótt með hinum eina sanna Sigga Hlö og Helga Möller kemur mann- skapnum í hátíðarskap og syngur nokkra gamla smelli. Gott úrval rétta Að venju verður boðið upp á mikið úrval girnilegra rétta á jóla- hlaðborðinu. „Kokkarnir okkar í Súlnasalnum eru með skandi- navískar áherslur í bland við sér- íslenska rétti. Það er mikið úrval forrétta, aðal- og eftirrétta.“ Meðal forrétta verður síld, grafinn lax, kjúklingasalat og heitreykt anda- bringa. Í aðalrétt er meðal annars boðið upp á nauta-prime, grísa- síðu með puru, kalkúnabringu og hangikjöt ásamt ljúffengu með- læti. Að lokum verða bornir fram margir gómsætir eftirréttir í anda Hótels Sögu. Valgerður Ósk segir sérstöðu Hótels Sögu fyrst og fremst liggja í sögunni og hefðinni. „Hótel Saga er alltaf sígild. Gestir okkar geta stólað á úrvals gæði og reynslumikla mat- reiðslumenn sem kunna að mat- reiða góðar veitingar. Þjónustu fólk okkar í Súlnasal sér til þess að öllu sé vel stjórnað en salurinn hentar frábærlega vel undir jólahlaðborð og skemmtanir enda hefur hann verið vinsæll í fimmtíu ár. Súlnasalur býður líka upp á jóla- hlaðborð í hádeginu þar sem áhersl- an er lögð á börn og fjölskyldu- fólk. Íþróttaálfurinn og Solla stirða skemmta ásamt Erni Árnasyni. Upplifðu jólastemningu í Skrúði Auk þess að bjóða upp á glæsilegt jólahlaðborð í Súlnasal er einnig boðið upp á jólahlaðborð á veitinga- staðnum Skrúði á jarðhæð hótels- ins. „Skrúður er með skandinavíska stemmingu fyrir jólin og býður upp á jóla hlaðborð bæði í hádeginu og á kvöldin. Hádegið er sérstaklega vin- sælt hjá vinahópum og fjölskyldum og um helgar koma margir til okkar í bröns með jólaívafi. Þá koma hing- að heilu stórfjölskyldurnar og borða saman.“ Jólatónar Grillsins „Við erum líka í jólaskapi á toppnum.“ Í byrjun nóvember verð- ur boðið upp á villibráðina að sögn Valgerðar og í kjölfarið verður boðið upp á sérstakan jóla matseðil. „Þar verða í boði þriggja, fjögurra og sjö rétta matseðlar að hætti hússins. Allir borðgestir fá sama matinn og kokkarnir og þjónarnir spjalla við gesti og kynna mat og drykk undir fagmannlegri leiðsögn frá hinum nýja veitingastjóra Grillsins, Jakobi Má Harðarsyni.“ Fimm stjörnu matar- og tónlistar- veisla Broadway er eitt af stærstu og glæsi- legustu skemmti- og veitingahús- um landsins. Allt að 1.100 gestir geta snætt veislukvöldverð saman og Broadway rúmar yfir 2.000 gesti á dansleik. „Við bjóðum upp á fimm stjörnu tónlistar- og matar- veislu um jólin á Broadway. Ingó og veður guðirnir, Sveppi, Bríet Sunna og Sverrir Bergmann fara saman í gegnum vinsælustu lög síðustu fjörutíu ára ásamt frábærum hópi dansara og hljóðfæra leikara. Eftir að borðhaldi lýkur verður stór- dansleikur með Ingó og Veður- guðunum.“ Jólahlaðborðið inni- heldur sígildar veitingar að sögn Valgerðar ásamt fjölbreyttu með- læti. „Helsta sérstaða Broadway er skemmti atriðin og íburðurinn þar í kring enda er mikill metnaður lagður í glæsilegar sýningar með matnum. Af hverju ekki að spara leigu- bílinn og slappa af? Hótel Saga og Hótel Ísland bjóða upp á pakka með gistingu sem margir nýta sér núorðið, hvort sem gestir koma utan af landi eða Reykjavík. „Það er notalegt að gista á hótelunum og fá sér góðan morgun mat áður en keyrt er heim daginn eftir ævintýralega matar- veislu og góða kvöldskemmtun,“ segir Valgerður Ósk að lokum. Jólin eru að koma Hótel Saga og Broadway eru að koma sér í jólabúninginn og byrjar jóladagskráin hinn 17. nóvember. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hátíðarskap í Súlnasal með Erni, Helgu og Sigga Hlö, notalega jólastemmingu í Skrúði, glæsilegan jólamatseðil í Grillinu eða 5-stjörnu veislu á Broadway. Valgerður Ósk Ómarsdóttir er markaðs- stjóri Hótels Sögu. MYND/ÚR EINKASAFNI Sérstaða Broadway liggur í glæsilegum og metnaðar- fullum sýningum. Yfir jólin býður Broadway upp á fimm stjörnu tónlistar- og matarveislu þar sem landsþekktir söngvarar syngja mörg af vinsælustu dægurlögum síðustu 40 ára. MYND/EDDI Sérstaða Hótels Sögu liggur fyrst og fremst í sögunni og hefðinni. Gestir geta stólað á úrvals gæði og reynslumikla matreiðslumenn sem kunna að matreiða góðar veitingar. Súlnasalur og Skrúður bjóða upp á glæsileg jólahlaðborð og veit- ingastaðurinn Grillið býður upp á spennandi jólamatseðill. MYND/ÁRNI TORFASON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.