Fréttablaðið - 11.10.2012, Síða 43

Fréttablaðið - 11.10.2012, Síða 43
KYNNING − AUGLÝSING Jólahlaðborð11. OKTÓBER 2012 FIMMTUDAGUR 9 Mikið verður um dýrðir á Grand Hótel Reykjavík í nóvember og desember. Um margra ára skeið hefur hótel- ið boðið upp á sígilt jólahlaðborð sem hefur notið vaxandi vinsælda meðal landsmanna. Auk þess eru fjölbreytt skemmtiatriði í boði þar sem Helgi Björnsson og Bjarni Ara- son verða í aðalhlutverkum. Aðal- heiður E. Ásmundsdóttir, markaðs- stjóri Reykjavíkur hótelanna, segir Grand Hótel Reykjavík bjóða upp á klassískt hlaðborð með vel þekkt- um réttum. „Gestir okkar vita nákvæm lega að hverju þeir ganga enda koma þeir margir aftur og aftur, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, vinahópa eða fyrir- tæki. Þetta er hið dæmigerða jóla- hlaðborð sem Íslendingar vilja greinilega upplifa fyrir jól.“ Ein af sérstöðunum við jólahlaðborðið, að sögn Aðalheiðar, er afslappað and- rúmsloft þar sem gestir geta setið við borðið út kvöldið og notið mat- arins í ró og næði. Fjölbreytt skemmtiatriði Stórsöngvarinn Helgi Björnsson skemmtir gestum ásamt hljóm- sveit á föstudags- og laugardags- kvöldum með íslenskum og erlend- um dægur perlum í bland við jóla- lög. Vegna mikillar eftir spurnar hefur tveimur fimmtudagskvöld- um verið bætt við í desember. Auk Helga mun söngvarinn góðkunni Bjarni Arason skemmta matar- gestum í öðrum sal nokkur kvöld í nóvember og desember. „Bjarni Ara verður með glæsilega söngdagskrá í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík þar sem hann mun flytja ýmis lög frá glæsilegum ferli sínum, auk vel valdra jólasöngva og þekktra slagara með Frank Sinatra, Tom Jones, Elvis Presley og fleiri stórsöngvurum.“ Samhliða söng- dagskránni verður boðið upp á veg- legt jólahlaðborð. Sömu kvöld verða einnig aðrir skemmtik raftar á sveimi um hótelið. Jólabjöllurnar nefnist söng- hópur þriggja kvenna sem gengur milli sala og syngur jólalög fyrir matargesti. Tónlistarmaðurinn fjöl- hæfi Reynir Sigurðsson spilar undir fordrykk á víbrafón og á píanó undir borðhaldi. Fyrir þá sem vilja lengja kvöldið er dansleikur í salnum Gull- teigi seinna um kvöldið þar sem hin óborganlega hljómsveit Hafrót mun spila fyrir dansi. Ferskt og íslenskt hráefni Á Grand Hótel Reykjavík er ávallt leitað eftir því að nota íslenskt og ferskt hráefni að sögn Aðal heiðar og lögð áhersla á að elda úr íslenskum, lífrænum kryddjurtum og græn- meti þegar það er fáanlegt. „Nú er hótelið með umhverfis vottun frá Svaninum og af þeim sökum kaupum við ávallt umhverfis- vottaðar vörur og þjónustu ef það er mögulegt. Gestir geta gengið að því vísu að ávallt sé notað ferskasta hrá- efnið hverju sinni og mat reiðslan sé í hæsta gæðaflokki.“ Sem fyrr segir er jólahlaðborð hótelsins sígilt. Það inniheldur ljúffenga forrétti og bæði heita og kalda aðalrétti eins og hangilæri, grísahamborgarhrygg, kryddlegið lambalæri, hunangsfyllta kalkúna- bringu og purusteik að dönskum hætti. „Eftirréttirnir eru einnig hefðbundnir og sérstaða þeirra liggur meðal annars í því að þeir eru allir lagaðir á staðnum og úr ís- lensku hráefni sem bakarar okkar sjá um. Við erum auðvitað með ris à l ámande en svo erum við með fjölbreytilegt úrval af sérlöguðum ostakökum sem eru ómótstæðilega góðar.“ Ekki má gleyma grænmetis- réttunum, en Aðalheiður segir ört stækkandi hóp kjósa þá ekki síður en hefðbundna jólahlaðborðsrétti. „Við höfum sett saman nokkra hátíðlega létta jólarétti. Þar má meðal annars nefna karrí- og chili- kryddaða grænmetis- og karöflu- rétti, hnetu- og bauna steikur, græn- metislasanja og hrísgrjónasalat.“ Sunnudagar eru f jölskyldu- dagar hjá Grand Hótel Reykjavík. Þá er boðið upp á jólabröns fyrir alla fjölskylduna þar sem börnin borða frítt. Jólahlaðborðið er í boði í há- deginu á föstudögum og einnig á kvöldin á föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum og hefst 16. nóvember. Hópar geta pantað jólahlaðborðið aðra daga. Sígilt jólahlaðborð á Grand Hótel Reykjavík Klassískir og vinsælir réttir einkenna jólahlaðborð Grand Hótel Reykjavík. Margir matargestir koma ár eftir ár enda sækja þeir í sígilda rétti og notalegt andrúmsloft sem ríkir á hótelinu. Fjöldi skemmtilegra viðburða er í boði yfir girnilegum veitingum. „Gestir okkar vita nákvæmlega að hverju þeir ganga enda koma þeir margir aftur og aftur,“ segir Aðalheiður E. Ásmundsdóttir, markaðsstjóri Reykjavíkurhótelanna. MYND/PJETUR www.bluelagoon.isBókanir í síma 420 8800 eða senda tölvupóst á sales@bluelagoon.is ER LÍÐA FER AÐ JÓLUM Glæsilegt jólahlaðborð á LAVA, Bláa Lóninu Dagsetningar: 23. og 30. nóvember / 7. 8. 14. og 15. desember Verð: 7.900 kr. / Innifalið: Jólahlaðborð, fordrykkur og boðskort í Bláa Lónið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.