Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2012, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 11.10.2012, Qupperneq 62
11. október 2012 FIMMTUDAGUR42 bio@frettabladid.is 42 Hasarmyndin End of Watch verður frumsýnd um helgina. Myndin hefur hlotið gríðarlega góða dóma og lofar miklum hasar og látum. Jake Gyllenhaal og Michael Peña fara með aðalhlutverkin í myndinni. Þeir leika bestu vini og félaga í lögreglunni í Los Angeles, þá Brian Taylor og Mike Zavala. Taylor og Zavala starfa á einu hættulegasta og harðasta svæði í Los Angeles og þurfa þar að eiga við harðsvíraða glæpamenn á hverjum degi. Taylor, leikinn af Gyllenhaal, er á kvikmynda- námskeiði samhliða vinnunni og nýtir þá atburði og þau viðfangs- efni sem hann þarf að takast á við sem efni í mynd sem hann er að vinna að á námskeiðinu. Þeir félagar eru því með upptökuvél falda á sér, auk þess sem slíka er að finna í bifreið þeirra, og taka þær upp daglegt líf þeirra. Stór hluti af kvikmyndatökunni í End of Watch er þannig að svo virð- ist sem þessar áföstu myndavél- ar séu notaðar til verksins og fá áhorfendur nánara innlit inn í daglegt líf þeirra félaga, bæði úti á götunni og heima í faðmi fjöl- skyldunnar. Í starfi sínu á hverjum degi lenda þeir Taylor og Zavala í ótrúlegustu hlutum. Jafnvel það sem í fyrstu lítur út fyrir að vera hið minnsta mál verður oft mun stórvægilegra þegar á hólminn er komið. Þegar þeir óvart ramba inn í aðstæður sem gera þá að helsta skotmarki helstu gengja svæðisins er þó voðinn vís. Myndin hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlega góða dóma. Sem dæmi má nefna að hin mikils virta síða Rotten Tomatoes, sem er ekki þekkt fyrir að skafa utan af hlutunum, gaf henni 85% í einkunn og 91% þeirra sem kusu þar á síðunni sögðu myndina góða. Þeir Gyllenhaal og Peña þykja ná einstaklega vel saman og mynd- in sýna hinn kalda raunveruleika undirheima vel. tinnaros@frettabladid.is End of Watch fær einkunnina 85% á vefnum Rotten Tomatoes. 85% Lögguhasar og læti í L.A. BESTU VINIR Vinirnir og félagarnir Brian Taylor og Mike Zavala berjast saman gegn glæpum Los Angeles í myndinni, sem hefur hlotið mikið lof. Auk myndarinnar End of Watch, sem er fjallað um hér á síðunni, eru tvær kvikmyndir frumsýnd- ar í bíóhúsum landsins um helgina. Fyrst ber þar að nefna íslensku glæpamyndina Blóðhefnd. Myndin er eftir Ingo Ingolfsson og skartar, auk hans, þeim Eyjólfi Ingólfssyni og Alexander Ágústssyni í aðal- hlutverkum. Hún fjallar um man- sal á Íslandi og segir frá ungum manni sem flækist inn í glæpa- gengi og það hvernig þátttaka hans í undirheimum hefur áhrif á alla fjölskyldu hans. Bond-leikarinn Pierce Brosn- an snýr aftur á hvíta tjaldið um helgina í dönsku gamanmynd- inni Love Is All You Need. Á móti honum leikur danska leik- konan Trine Dyrholm. Myndin er eftir Óskarsverðlaunaleik- stýruna Susanne Bier og hefur hlotið mikið lof fyrir að vera á fyndin, fáránleg og falleg. Myndin er að mestu leyti leik- in á dönsku, þó að Brosnan hafi ekki þurft að hafa fyrir því að læra tungumálið því hann held- ur sig bara við eigið móðurmál. Svartur raunveruleiki eða vongóð kómedía LOVE IS ALL YOU NEED Pierce Brosnan og Trine Dyrholm fara með aðalhlutverkin í dönsku myndinni Love Is All You Need, eftir Óskarsverðlaunahafann Susanne Bier. SAMANTHA GEIMER Konan sem leikstjórinn Roman Polanski nauðgaði þegar hún var þrettán ára gömul tilkynnti nýlega að hún hygðist gefa út ævisögu sína. Bók hinnar 47 ára gömlu Geimer mun heita „The Girl: Emerging from the Shadow“ og er útgáfa áætluð næsta haust. Smiðjuvegi 2 · Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 Löggiltir dýnuframleiðendur – Starfandi í 60 ár m Einbreitt - verð frá: 131.985 Tvíbreitt - verð frá: 228.488 12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing Einbreitt rúm, verð frá: 11.724 k r. á mán. Tvíbreitt rúm, verð frá: 20.047 kr. á mán. 30 -5 0% A FS LÁ TT UR AF Ö LL UM R ÚM UM Draumey Íslenskt heilsurú m Einbreitt - verð frá: 70.224 Einbreitt rúm, verð frá: 6.397 k r. á mán. Tvíbreitt rúm, v erð frá: 11.497 kr. á mán. Classic Svæðaskipt heils urúm Einbreitt - verð frá: 190.049 Tvíbreitt - verð frá: 346.995 Allt að 61.129 kr. AFSLÁTTUR Einbreitt rúm, verð frá: 16.732 kr. á m án. Tvíbreitt rúm, verð frá: 30.268 kr. á m án. FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! 12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing Allt að 178.956 kr. AFSLÁTTUR Tvíbreitt - verð frá: 12 mánaða vaxtalaus greiðsludr ie fing 129.360 Svæðaskipt heils urú Draumur Allt að 111.423 kr. AFSLÁTTUR Orðaður við Óskarinn Myndar Bens Affleck, Argo, er beðið með nokkurri eftirvænt- ingu en myndin verður frumsýnd vestan hafs á morgun. Affleck bæði leikur og leikstýrir mynd- inni, sem talin er líkleg til verð- launa á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári. Myndin er lauslega byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um hvernig bandaríska leyniþjónustan aðstoðar sex dipló- mata við að flýja frá Íran þegar byltingarsinnar hafa tekið yfir sendiráðið. Ásamt Affleck eru þeir Alan Arkin, Bryan Cranston og John Goodman meðal leikara í myndinni. Gagnrýnendur eru enn sem komið er jákvæðir í garð Argo, sem fær fullt hús stiga frá Entertain ment Weekly og Box- office. BEN AFFLECK Myndar hans, Argo, er beðið með nokkurri eftirvæntingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.