Fréttablaðið - 11.10.2012, Side 69

Fréttablaðið - 11.10.2012, Side 69
FIMMTUDAGUR 11. október 2012 49 Jack Osbourne giftist unnustu sinni og barnsmóður, Lisu Stelly, á Hawaii á sunnudaginn. Fyrrverandi raunveruleika- stjarnan og sonur rokkarans Ozzy Osbourne vildi ekki kann- ast við brúðkaupið á samskipta- vefnum Twitter en talsmaður Osbourne staðfesti fregnirnar við US Weekly á mánudaginn. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Osbourne, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl. Hann var síðan greindur með taugasjúk- dóminn MS eftir að hann fór að missa sjón á öðru auganu í byrjun sumars. Nú er hann giftur maður, en athöfnin fór fram á sextugs- afmæli móður hans, Sharon Osbourne. Giftist á Hawaii GIFTUR MAÐUR Jack Osbourne giftist unnustu sinni og barnsmóður Lisu Stelly á Hawaii um helgina. NORDICPHOTO/GETTY Rokkhundarnir í The Rolling Stones hafa bókað tónleika í London og í New York á næsta ári í tilefni af fimmtíu ára afmæli hljómsveitarinnar. „Ég má ekki tala um þetta núna. Þeir eru búnir að banna mér það,“ sagði gítarleikarinn Keith Richards við tímaritið Q. Richards og félagar hafa verið að æfa að undanförnu í fyrsta sinn síðan 2007 í tilefni afmælis- ins. Bill Wyman, sem spilaði með Stones frá 1962 til 1993, hitti fyrrverandi félaga sína á fyrstu æfingunum og mun hugsanlega taka þátt í hátíðarhöldunum. Tónleikar á næsta ári AFMÆLI The Rolling Stones fagnar fimmtugsafmæli sínu á næsta ári. NORDICPHOTOS/GETTY Paul McCartney hefur hug á að snúa aftur í hljóðver með upp- tökustjóranum Jeff Lynne úr ELO til að leggja lokahönd á vinnu við óklárað lag eftir John Lennon. Lynne og eftirlifandi Bítlar unnu saman að laginu árið 1995 ásamt tveimur öðrum lögum, Free as a Bird og Real Love, en aðeins þau tvö síðarnefndu voru kláruð og komu út á Beatles Anthology-plöt- unum. Þetta kemur fram í nýrri heimildar mynd um Lynne sem nefnist Mr. Blue Sky. Lagið sem um ræðir gengur ýmist undir nöfnunum Missing You, Now and Then og I Don‘t Want To Lose You og var samið 1977 eða 1978. Klára lagið AFTUR Jeff Lynne er á leið í stúdíó. Ný sólóplata Friðriks Ómars, Out- side the Ring, kemur út 1. nóvem- ber. Þetta er fyrsta sólóplata Frið- riks með frumsömdu efni í fjórtán ár. Hún inniheldur tíu ný lög og lagahöfundar eru Friðrik Ómar, Stefán Örn Gunnlaugsson og Karl O. Olgeirsson. Textahöfundar eru Friðrik Ómar, Peter Fenner, Alma Goodman og Steinn Steinarr en titil lag plötunnar Outside the Ring er þýðing á ljóði skáldsins Utan hringsins. Það er einmitt fyrsta smáskífulag plötunnar og kemur út í dag. Útgáfutónleikar verða í Hofi á Akureyri 3. nóvember og í Norðurljósa sal Hörpu 8. nóvember. Sú fyrsta í fjórtán ár FRIÐRIK ÓMAR Söngvarinn gefur út sólóplötuna Outside the Ring 1. nóvember. facebook.com/noisirius

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.