Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2012, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 11.10.2012, Qupperneq 72
11. október 2012 FIMMTUDAGUR52 HANDBOLTI Logi Geirsson gaf það út fyrir rúmu ári að hann væri hætt- ur handknattleiksiðkun, aðeins 28 ára að aldri. Axlarmeiðsli neyddu hann til þess að hætta. Á þrítugs- afmælisdaginn sinn, sem var í gær, gaf Logi það aftur á móti út að hann ætlaði að reyna einu sinni enn. „Ég ætla að spila minn fyrsta leik með FH í vetur gegn Aftur- eldingu þann 25. október. Þá verð ég klár í slaginn,“ sagði Logi ákveðinn. Eftir að hafa reynt ýmislegt til þess að ná sér góðum af meiðsl- unum fór hann í ferð til Englands fyrir Ólympíuleikana í sumar og sú ferð breytti miklu. „Þar hitti ég axlarsérfræðing sem á að vera mjög góður. Eftir að hafa sent honum mína sögu var hann til í að hitta mig. Hann hafði meðhöndlað kastara í krikket sem var með svipuð einkenni og ég. Hann vildi því fá að hitta mig. Meðhöndlunin þar var önnur og smám saman hef ég verið að hress- ast,“ sagði stórskyttan kát sem hefur jafnt og þétt verið að bæta sig. „Ég hef verið að mæta einstaka sinnum á æfingar með FH síðan í sumar og alltaf orðið betri. Nú er ég allt í einu orðinn bestur á æfingum hjá liðinu,“ sagði Logi kokhraustur, en skortur á sjálfs- trausti hefur aldrei verið einn af hans veikleikum. „Þetta er tíminn til þess að prófa á nýjan leik. Ég spila ekki hand- bolta þegar ég verð orðinn fimm- tugur. Það var ekki auðvelt að gefa handboltann upp á bátinn enda er handbolti það sem ég er bestur í. Ég vil ekkert meira en að spila handbolta sem mér finnst svo skemmtilegt að gera. Þetta hefur verið stigvaxandi hjá mér og því um að gera að láta á þetta reyna.“ Þó svo engin trygging sé fyrir því hvort Logi geti verið með lið- inu í allan vetur þá hefur Logi strax sett sér háleit markmið. „Ég hef alltaf gert það og það mun seint breytast. Ég er því að fara að vera með til þess að vinna alla titla. Ég vil hjálpa FH að ná titlinum aftur í Kaplakrika. Þar á Íslandsbikarinn heima,“ sagði Logi, sem viðurkennir að ef þetta gangi ekki upp núna þá sé handbolt- inn búið spil. „Þetta er mín loka- tilraun. Ég hef verið að bíða eftir þessu tækifæri og því stekk ég á þetta núna. Ég mun aldrei snerta handbolta aftur um ævina ef þetta gengur ekki upp. Ég get lofað því. Áætlunin er því að koma rólega inn í þetta núna og sjá hvernig fer hjá mér. Ég er samt mættur og ætla mér stóra hluti eins og alltaf.“ Þó svo að Logi hafi ekki spilað handbolta lengi hefur hann ekki slegið slöku við í ræktinni og er í frábæru líkamlegu formi. „Ég er tíu kílóum léttari en þegar ég var atvinnumaður. Ég er svínfljótur fyrir vikið. Það er eitt- hvað sem ég verð að nýta mér,“ sagði Logi Geirsson, en endurkoma hans mun klárlega lífga mikið upp á N1-deildina enda var Logi einn litríkasti karakterinn í íslensku íþróttalífi. henry@frettabladid.is Það var ekki auðvelt að gefa handboltann upp á bátinn enda er hand- bolti það sem ég er bestur í. LOGI GEIRSSON HANDKNATTLEIKSMAÐUR -30.000 -50.000-20.000 STÓRSKEMMTILEG SPENNA Þriðja safnabókin er komin út! Fyrst kom FORNGRIPASAFNIÐ, næst NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ og nú er komin þriðja sagan um Rúnar og krakkana í Ásgarði, LISTASAFNIÐ. Sigrún Eldjárn kann að skrifa bækur fyrir börn. BB / Morgunblaðið (um Náttúrugripasa fnið) Þetta er mín lokatilraun „Ég mun aldrei snerta handbolta aftur um ævina ef þetta gengur ekki upp,“ segir handknattleikskappinn Logi Geirsson, sem hefur ákveðið að rífa skóna niður úr hillunni. Hann spilar sinn fyrsta leik með FH á ný í lok mánaðarins. GEFST EKKI UPP Hinn þrítugi Logi viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að leggja skóna á hilluna. Hann mun því reyna einu sinni enn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bestur áður en hann byrjaði aftur „Hann var bestur á æfingum áður en hann tók fyrstu æfinguna að eigin mati,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, og hló dátt spurður um ummæli Loga að hann væri þegar orðinn besti maðurinn á æfingum liðsins. „Að öllu gríni slepptu hefur hann staðið sig mjög vel og gott að fá hann inn í hópinn. Okkur vantar reyndari menn og Logi hefur nóg af reynslu,“ sagði Einar, vonast til þess að Logi geti hjálpað liðinu í baráttunni. „Við höfum unnið í þessu síðan í maí og honum líður alltaf betur. Vonandi getur hann því farið að hjálpa okkur. Þó svo að hann sé ekki að hamra á markið getur hann hjálpað okkur mikið. Ef öxlin dettur svo í almennilegt stand líst mér ansi vel á hann.“ HJÓLREIÐAR Lyfjaeftirlits samtök Bandaríkjanna sendu í gær frá sér risavaxna skýrslu um Lance Armstrong hjólreiða- kappa og keppnislið hans. Armstrong fagnaði sigri í Tour de France sjö sinn- um á ferlinum en hann var dæmdur í ævilangt bann í ágúst eftir að hann neitaði að svara fyrir kærur eftir- litsins um lyfja- misferli hans. Í skýrslunni, sem er meira en þúsund blaðsíður, er sagt frá vitnis burði 26 manna, þar af fimmtán hjólreiðakappa. Full- yrt er að skýrslan sanni með öllu að US Postal Service- hjólreiðaliðið (USPS) hafi starfrækt umfangsmesta, faglegasta og árangurs- ríkasta lyfjasvindl íþróttasögunnar, þar sem Armstrong hafi verið í aðalhlutverki. - esá Mesta lyfjamisnotkunarsamsæri sögunnar: „Armstrong dópaði“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.