Fréttablaðið - 20.10.2012, Side 8

Fréttablaðið - 20.10.2012, Side 8
20. október 2012 LAUGARDAGUR8 FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI Tímabundin lækkun sérstaks veiðigjalds 25. október | kl. 8:30 | Borgartúni 27 Farið verður yfir reglugerð um tímabundna lækkun sérstaks veiðigjalds og fjallað um skilyrði fyrir lækkuninni. Skráning og frekari upplýsingar á kpmg.is ALMANNAVARNIR Íslendingar eru vel í stakk búnir til að takast á við vá sem við þegar þekkjum til, en ekki óvænta stórfellda vá. Þetta kom fram í opn- unarerindi sem Víðir Reynis- son, deildar- stjóri almanna- varnadeildar Ríkislögreglu- stjóra, hélt á alþjóðlegri ráð- stefnu Slysa- varnafélagsins Landsbjargar á Grand hótel Reykjavík á föstudag. „Við erum búin undir það sem við þekkjum. Stóra spurningin er hins vegar hvort ekki gæti eitthvað gerst sem við þekkjum ekki,“ segir Víðir og kveður svarið vera að svo gæti vel farið. „Og við erum ekki búin undir það sem við þekkjum ekki.“ Víðir segir um leið ýmislegt hægt að gera til að gera þjóðina betur í stakk búna til að takast á við vá af áður óþekktri stærðar- gráðu. „Hægt er að efla samstarf vísindamanna og almannavarna. Það er hægt að efla samstarf við- bragðsaðila og reyna að forðast að sama fólkið sé með mörg hlutverk í skipulaginu.“ Sem dæmi segir Víðir að á lands- byggðinni sé algengt að björgunar- sveitamenn séu líka í slökkviliði byggðarlagsins, eða sjái um sjúkra- flutninga, eða séu starfsmenn heil- brigðisgeirans og jafnvel lögreglu- menn líka. Þannig kunni að vera ofmetinn sá mannafli sem menn hafi til reiðu til að takast á við stór- felld áföll af áður óþekktri stærð. „Það eru áhættuþættir í skipu- laginu sem verður að taka tillit til þegar menn eru að horfa á atburði sem kalla má óhugsanlega stóra.“ Ráðstefnan, sem haldin er undir yfirskriftinni „Björgun“, er með stærstu ráðstefnum heims í björg- unargeira. Um 600 manns sækja ráðstefnuna sem lýkur á morg- un. Þar á meðal er fjöldi erlendra gesta og fyrirlesara. Í samantekt erindis Páls Einars- sonar, prófessors í jarðeðlisfræði, um jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur kemur fram að á flekaskilasvæðinu sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum megi búast við fáeinum skjálftum á stærðarbilinu 6,0 til 6,5 á hverri öld. „Eldgos á flekaskilunum eru yfirleitt hraungos nema þar sem vatn kemst að gosrásinni og veldur sprengigosum. Aðstæður til slíks eru þekktar á Krýsuvíkursvæðinu og undan ströndinni við Reykja- nestá,“ segir í samantektinni. „Vá tengd eldgosum á Reykja- nesskaga er helst tengd hraun- rennsli, sprunguhreyfingum, áhrifum öskufalls á samgöngur og hugsanlega mengun grunnvatns.“ olikr@frettabladid.is Íslendingar óviðbúnir óvæntum hamförum Ísland er ekki nægilega undirbúið fyrir vá sem hér gæti hugsanlega riðið yfir. Landið er þó vel í stakk búið til að takast á við þekktar hamfarir. Efla þarf sam- starf vísindamanna og almannavarna og gæta að mönnun á sviði björgunar. Í KOLSVÖRTUM MEKKI Ekki er nema um eitt og hálft ár síðan ástandið var svona í Öræfum vegna eldgoss í Grímsvötnum. Sjá má björgunarsveit sem aðstoðaði fólk á Islandia Hótel Núpum. Myndin er tekin á hádegi í kolniðamyrkri vegna öskufalls. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VÍÐIR REYNISSON HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Þrjár stöður af fimm eru tímabundnar til hálfs eða eins árs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Innanríkisráðuneyt- ið hefur auglýst stöður fimm héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Tveir dómarar með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur verða skipaðir í embætti frá og með fyrsta janúar 2013, eða eins fljótt og nefnd um hæfni dóm- ara lýkur störfum. Þá verða þrír settir dómarar frá sama tíma. Tvær stöður eru til hálfs árs en ein til heils árs. Umsóknar- frestur um allar stöðurnar er til sjöunda nóvember. - þeb Fimm stöður lausar: Auglýst eftir héraðsdómurum SVÍÞJÓÐ Sænska munntóbaks- framleiðandanum Swedish Match bauðst í fyrra að greiða 60 millj- ónir evra til að geta haft áhrif á væntanlega löggjöf ESB um tóbak. Greiða átti peningana í tveimur áföngum, 10 milljónir evra beint á borðið og 50 milljónir evra eftir lagabreytingu. Þetta upplýsir upp- lýsingastjóri Swedish Match, í við- tali við sænska blaðið Aftonbladet. Silvio Zammit, varaborgar- stjóri Sliema á Möltu, gerði Swed- ish Match tilboð um að hitta John Dalli, framkvæmdastjóra heil- brigðis- og samkeppnismála hjá ESB, sem er líka frá Möltu, en þeir Zammit eru nátengdir. Dalli sagði af sér í vikunni vegna tengslanna. Innri rann- sóknarstofnun ESB (OLAF) varpaði ljósi á tengslin eftir ábendingu frá tóbaksframleið- andanum. Í niðurstöð- um úttekt- arinn- ar kemur fram að þó að ekki sé hægt að sanna beina aðkomu Dalli að málinu séu miklar líkur á að honum hafi verið kunnugt um tilboðið. Fram kemur á fréttavefnum Malta Today að Zammit hafi sagt af sér sama dag og Dalli, sem kveðst saklaus. Sólarhring eftir að Dalli og Zammit sögðu af sér var brotist inn hjá þremur samtökum í Brussel sem berjast gegn neyslu tóbaks. Reglur ESB banna framleiðslu munntóbaks, en Svíar fengu und- anþágu við inngöngu í sambandið á sínum tíma. Endurskoðun laganna stendur nú fyrir dyrum og er stefnt að því að þau taki gildi árið 2014. Þar er lagt til að reyklaust tóbak verði bannað nema þar sem hefð er fyrir sölu þess, en Svíar vilja flytja út munntóbak til annarra ESB-landa, meðal annars á þeim forsend- um að það sé hættu- minna en sígar- ettur. - ibs Afsagnir hjá Evrópusambandinu vegna hneykslis: Vildi 60 milljónir evra í tóbaksmútur MUNNTÓBAK Mútuhneyksli tengt sænsku munntóbaki hefur leitt til afsagnar framkvæmda- stjóra hjá ESB.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.