Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.10.2012, Qupperneq 16
16 20. október 2012 LAUGARDAGUR Þrír hagfræðingar Seðlabanka Íslands rituðu svargrein á laug- ardag, 9. október, við grein okkar Manuel Hinds um staðreyndavill- ur í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Það er ágætt að þeir skuli bregðast við gagnrýni, en lak- ara að svörin eru útúrsnúningar. Hagfræðingarnir svara til dæmis ásökunum um staðreyndavillur í tilvitnunum í fræðigreinar, þar sem rangt var farið með niðurstöð- ur, með því að tína til aðrar grein- ar sem ekki var vísað í umfjöllun- inni um þessi tilteknu atriði. Eins segja þeir að fullyrðingar í skýrsl- unni beri ekki skilja í samræmi við íslenska málvenju, s.s. í sambandi við ástand mála í El Salvador, held- ur með einhverjum allt öðrum hætti sem öllu venjulegu fólki er ómögu- legt að skilja. Seðlabankinn heldur einnig fast við þá kenningu sína, sem er einstök, að kostnaður við einhliða upptöku annars gjaldmið- ils sé allt grunnfé kerfisins, frekar en seðlar og mynt í umferð. Vald Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur aldrei verið valdameiri í sögu Íslands. Skýrt er kveðið á um sjálfstæði bankans í lögum frá 2001, og í skjóli þess neitar bankinn t.d. að upplýsa viðskipta- og efnahags- nefnd Alþingis, sem þó á að veita bankanum aðhald, um flestar upp- lýsingar. Seðlabankanum var síðan fengið æðsta vald um allar gjald- eyrishreyfingar landsins árið 2009 og þar með er bankinn orð- inn valdamesta stofnun landsins gagnvart viðskiptalífinu og öllum almenningi. Seðlabanki Íslands, sem stýrt er af sömu aðilum og keyrðu tvær peningastefnur í þrot, vill nú fá aukin völd og reyna í þriðja sinn, með aðstoð hafta. Allt er þetta stutt miklum skýrslum sem margir trúa í blindni. Allt er þetta ótrúverðugt. Hvað þætti fólki um ef bankastjór- ar föllnu bankanna myndu skrifa skýrslu um endurreisn nýs fjár- málakerfis og færu fram á ótak- mörkuð völd til að hrinda hug- myndum sínum í framkvæmd? Ábyrgð Seðlabankans Valdi fylgir ábyrgð. Seðlabank- inn getur ekki byggt ákvarðan- ir sínar á tilfinningum eða rang- færslum. Því miður er það svo að bankinn veit ekki einu sinni hver skuldastaða þjóðarinnar er í raun og veru, og ef hann veit það hefur hann ekki fengið sig til að viður- kenna það. Í riti sínu „Hvað skuld- ar þjóðin“, sem kom út í febrúar 2011, hélt bankinn því ranglega fram, vikum fyrir kosningar um Icesave, að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum væri betri en hún í raun og veru var. Seðlabank- inn sagði að skuldastaðan gagn- vart útlöndum væri um 23% af landsframleiðslu á meðan raun- in var fjórum sinnum verri. Á grundvelli þessa mats hafa rang- ar, og afdrifaríkar, ákvarðanir verið teknar og nægir þar að nefna útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna. Efnislítil klæði Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúr- snúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Hvað varðar fullyrðingar bankans og skýrslur eru þær jafn efnislitlar og klæði keisarans í ævintýri H.C. Ander- sen. Í tillögum að nýrri stjórnar-skrá eru fimm greinar um náttúru, umhverfi og dýravernd. Þær eru meðal helstu nýjunga í drögunum og þær greinar sem hvað mest hafa verið gagnrýnd- ar. Málefnalegasta gagnrýnin hefur komið frá Láru Magnúsar- dóttur sagnfræðingi en í grein í Fréttablaðinu („Mannréttindi og mannamál“ 4. október) og lengri grein á heimasíðu Rannsókna- seturs HÍ á Norðurlandi vestra setur hún m.a. fram og rökstyð- ur áhugaverða gagnrýni á þess- ar hugmyndir. Ég er sammála Láru um að náttúrunni verði ekki eignuð mannréttindi, en ég er ósammála því að réttinda- hugtakið geti ekki náð yfir nátt- úru og að orðalagið „Öllum ber að virða [náttúruna] og vernda“ í 33. gr. sé hæpið. Náttúra, réttur og skyldur Hvað eru réttindi? Hugtakið um réttindi vísar ævinlega til þriggja þátta: (a) handhafa, þ.e. þess sem hefur réttinn, (b) inntaks, þ.e. þess sem rétturinn nær yfir, og (c) þess sem rétturinn beinist að. Ef við tökum tjáningarfrelsi á Íslandi sem dæmi, þá eru handhafar þess allir íslenskir borgarar, inntakið er möguleikinn á að tjá sig og réttur- inn beinist einkum gegn ríkisvald- inu. Þetta þýðir að ríkisvaldinu ber skylda til að hindra ekki borgar- ana í að tjá sig. Einnig má spyrja hvernig rétturinn sé til kominn, þ.e. hver sé grundvöllur réttarins. Grundvöllur réttar getur t.d. verið samningur, loforð eða siðferðilegar skuldbindingar. Sé mannréttindahugtakið skilið pólitískum skilningi þá er grund- völlurinn samningur borgaranna sín á milli. Þar sem náttúran getur ekki verið aðili að slíkum samn- ingi getur hún ekki verið hand- hafi mannréttinda. Af þessu leiðir þó ekki að mannréttindi séu nátt- úrunni óviðkomandi því inntak mannréttinda getur hæglega varð- að náttúruna, eins og virðist vera hugsunin í 33. gr. tillagna stjórn- lagaráðs. Í öðru lagi getur handhafi rétt- inda útvíkkað það svið sem rétt- indin ná til. Gera má greinarmun á því að hafa skyldu við eitthvað og að hafa skyldu gagnvart einhverju. Ef ég lofa að passa hund nágranna míns, þá tek ég á mig margvíslegar skyldur gagnvart hundinum, jafn- vel þótt grundvöllur þeirra skyldna sé loforð sem ég geri við nágranna minn en ekki hundinn. Á hundur- inn rétt á því að fá að éta? Ég held að hann eigi það, og sem meira er, hann á rétt á því að ég gefi honum að éta. Það er ekkert dularfullt við slíkan rétt dýrs. Það er hins vegar ekki víst að slíkan rétt megi víkka út til jurta, vistkerfa eða dauðra hluta. Hvar mörkin liggja veit ég ekki, en mér virðist að hundur geti haft slíkan rétt. Það dregur varla nokkur í efa að „náttúra Íslands [sé] undir- staða lífs í landinu“ (33. gr.). Því er ekki óeðlilegt að í stjórnskipun- arlögum lofum við hvert öðru að „virða [náttúruna] og vernda“ eins og segir í næstu setningu. Ef við gerum þetta, þá höfum við skyld- ur gagnvart náttúrunni og þar með höfum við veitt náttúrunni rétt. Rétturinn er að vísu afleiddur rétt- ur, þ.e. réttur sem fólk hefur veitt náttúrunni með skynsamlegu lof- orði um að hlúa að þessari forsendu mannlegs lífs. Göfgi Lára gerir athyglisverðan saman- burð á íslenskum útgáfum Mann- réttindayfirlýsingarinnar og enskri, franskri og danskri. Í ljós kemur að í íslensku útgáfunum er verulegur losarabragur á orðalagi. Lára skoð- ar sérstaklega það sem á ensku er kallað „dignity“ en er ýmist þýtt sem „virðing“, „göfgi“ eða „mann- sæmandi“. Þennan losarabrag rekur hún, réttilega að mínu viti, til skorts á íslenskri heimspekilegri hefð. Þetta er bagalegt þar sem „dignity“ er grundvallarhugtak í allri umfjöll- un um mannréttindi. Meðal heimspekinga eru að minnsta kosti tvær ólíkar hefðir sem leggja ólíkan skilningi í hug- takið „dignity“. Annars vegar er hefð sem rekja má til þýska heim- spekingsins Immanuels Kant, en samkvæmt honum er „dignity“ – sem hann kallar „Würde“ – bundið skynsemisverum eins og mönnum. Hins vegar er aristótelísk hefð en samkvæmt henni er litið svo á að heimurinn geymi margs konar „ani- mal dignity“ – margs konar dýrs- lega göfgi – sem verðskuldi virðingu (e. respect). Sú sérstaka göfgi sem einkennir menn er tengd mannlegri skynsemi í aristótelísku hefðinni, en innan þeirrar hefðar er ekki litið á dýrseðlið sem andstætt skynsem- inni heldur sem einn þátt hennar. Ef göfgi getur verið uppspretta réttar, þá leyfir hin aristótelíska hefð að dýr hafi sjálfstæðan rétt þótt sá réttur geti ekki verið mannréttindi. Frelsi og mörk Mannréttindakaflinn hefst á grein- um um frelsi borgaranna. Það er eðlilegt því um leið og borgararnir afsala sér réttindum til ríkisvalds, þá er mikilvægt að afmarka vald- svið ríkisvaldsins og árétta frelsi hvers einstaklings. En mannlegt líf er náttúrulegt líf og líf í nátt- úru þótt sjálf hugmyndin um nátt- úru vilji týnast í heimi sem er und- irlagður af menningu og tæknilegu skipulagi. Ég hef orðað það svo að við séum stundum slegin náttúru- blindu (Náttúra, vald og verðmæti, kafli 2). Þess vegna er einnig mikil- vægt að við sem þjóð – bæði borg- arar hins íslenska ríkis og ríkisvald- ið sjálft – setjum okkur mörk sem virða náttúrulegar kringumstæður mannsins á jörðinni. Náttúra í nýrri stjórnarskrá Margir kunningjar mínir hafa spurt mig hvernig ég hyggist svara spurningu nr. 3 um þjóðkirkj- una í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október. Þegar ég segist ætla að svara spurningunni jákvætt heimta þeir rökstuðning – hvernig það geti samræmst lífsviðhorfum frjálslynd- is og umburðarlyndis? Og nú langar mig til að deila svarinu með lesend- um Fréttablaðsins. Segja má að kirkjan hafi átt sam- leið með þjóðinni í meira en þús- und ár. Oft hefur kirkjan átt bágt á þessu tímabili og oft hefur hún fjar- lægst þjóð sína. En um síðir hefur hún ævinlega nálgast þjóðina á ný – fylgt henni. Kirkjan hefur tekið margvíslegum breytingum, en í megindráttum hefur hún samt fylgt þjóðinni. Æðstu embættismenn kirkjunnar – voru um aldir sam- þykktir af Alþingi – og voru í reynd þjóðarleiðtogar. Þegar samfélagið ákvað að gerast lögformlega kristið árið 999 eða þar um bil, þá byggði sú ákvörðun þegar á hefðum um trúfrelsi og umburð- arlyndi. Hér höfðu heiðnir norræn- ir höfðingjar stjórnað landnámi og samfélagsgerð með kristnum mæðr- um – og verkafólki. Til að halda frið hefur fólki af ólíkum uppruna og trúarlegum bakgrunni lærst að lifa saman. Þegar svo þjóðin varð lög- formlega kristin þá bundu menn meira að segja umburðarlyndi gagn- vart heiðnum trúarbrögðum í lög. Kirkjan og talsmenn hennar hafa ævinlega lagt áherslu á að þjóna þjóðinni allri – það felst líka í hug- takinu þjóðkirkja. Þjóðkirkjan sinn- ir líka margvíslegu samfélagslegu hlutverki gagnvart börnum, gömlu fólki og sjúklingum. Þegar áföll ríða yfir eða þörf knýr á samúð og sam- stöðu. Þjóðkirkjan spyr ekki um afstöðu einstaklinga þegar hún þjónar sjúk- um eða gömlum eða öðrum sem þurfa á henni að halda. Kirkjurnar eru samkomustaðir allrar þjóðar- innar, helgistaðir og tónleikahallir sem standa opnar öllum almenningi hvar sem hann kann að standa í trú- arefnum. Það er af þessum ástæðum sem maður getur verið vafagemsi í trú- málum en jafnframt vinur þjóð- kirkjunnar. Vegna þess að menn- ingarlegar ástæður hníga til þess. Það er ekki svo margt sem er sam- einandi fyrir okkur sem þjóð, en þjóðkirkjan með mikinn meirihluta þjóðar innanstokks er þó meðal þess. Enda þjónar hún öllum þjóð- félagsþegnum sem þurfa og vilja. Ég játa að svar mitt einkennist af ákveðinni íhaldssemi gagnvart gildum – gildisíhaldssemi. Engu að síður er auðvelt að rökstyðja að ákvæði um þjóðkirkju eigi heima í stjórnarskrá. Tökum öll þátt í kosn- ingunum á laugardaginn. Já – ÞjóðkirkjaNýju fötin keisarans Ný stjórnarskrá Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og stjórnarmaður í Nátt- úruverndarsamtökum Íslands Ný stjórnarskrá Óskar Guðmundsson rithöfundur Gjaldmiðlar Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúrsnúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 53 0 43 Tenerife Sumarið 2013 Parque Santiago *** Frá kr. 87.500 í 7 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 99.500 á mann. Sértilboð 22. maí í 7 nætur með 15.000 króna bókunarafslætti. Sala hafin!– tilboð á fyrstu 300 sætunum. Bókaðu núna og trygg ðu þér hagstæt t verð. 15.000 k r. afsláttur á mann !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.