Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 18
18 20. október 2012 LAUGARDAGUR
Fréttablaðið á hrós skilið fyrir viðamikla umfjöllun um mál-
efni geðsjúkra undanfarna viku.
Umfjöllunin hefur tekið til þess
sem vel er gert innan heilbrigðis-
kerfisins og ekki síður þess sem
þarf að bæta. Og það er heilmargt.
Í síðustu tveimur fréttaskýringum
hefur umfjöllunin snúist um gagn-
rýni á þjónustu sveitarfélaga og á
sú gagnrýni að einhverju leyti rétt
á sér. En Reykjavíkurborg er vel-
ferðarborg og mig langar að koma
á framfæri nokkrum jákvæðum
fréttum af þróun velferðarþjón-
ustu í Reykjavík. Þjónustan hefur
tekið stakkaskiptum síðastliðin ár
og mest hefur hún breyst þar sem
sjónarmið notenda hafa ráðið mestu
um þróunina.
32 íbúðir verða að 64 plássum
Á árunum 2008 til 2010 opnaði vel-
ferðarsvið Reykjavíkurborgar í
samvinnu við velferðarráðuneytið
átta búsetukjarna í borginni. Í maí
2010 færðist ábyrgð á þjónustu við
geðfatlaða til borgarinnar og tók
þá velferðarsvið við fimm búsetu-
kjörnum og einu sambýli sem ríkið
bar áður ábyrgð á. Frá þeim tíma
hefur velferðarsvið byggt upp og
þróað starfsemina með valdefl-
ingu og virka þátttöku að leiðar-
ljósi. Þjónustuúrræðum ríkisins
var breytt m.a. í markviss endur-
hæfingarheimili, við höfum opnað
tvo nýja búsetukjarna og annar
þeirra er fyrir íbúa með geðfötl-
un og vímuefnavanda. Í dag er
ánægjulegt að margir íbúanna í
þessum búsetukjörnum hafi náð
svo góðu valdi á lífi sínu að þeir
bíða eftir að hefja búsetu í leigu-
íbúðum úti í samfélaginu, með
stuðningi. Með því eiga fleiri þess
kost að nýta búsetukjarnana, fólk-
ið sem Fréttablaðið gagnrýndi að
hefði beðið allt of lengi á legudeild-
um geðdeildanna. Þróunin er því öll
til bóta. Síðastliðið vor samþykktu
velferðarráð og borgarráð kaup á
32 einstaklingsíbúðum í mismun-
andi hverfum borgarinnar. Þessi
áætlun er í framkvæmd og verður
unnið að henni næstu tvö ár. Með
þessum 32 íbúðakaupum skapast
jafnmörg rými í búsetukjörnum og
því samtals ný úrræði fyrir allt að
64 Reykvíkinga.
Í leit að eigin farsæld
Reykjavíkurborg hefur sannarlega
verið í fararbroddi með að þróa
mismunandi húsnæðis- og búsetu-
form þar sem þjónustuþörf íbúanna
er betur mætt. Það er mikilvægt
svo unnt sé að styðja þá til virkr-
ar þátttöku í samfélaginu á eigin
forsendum. Uppbyggingin hefur
ekki bara verið í steinsteypu, held-
ur þarf þjónusta við íbúa að vera
þannig að hún skili raunveruleg-
um árangri. Þjónusta sem byggir
á valdeflingu, notendasamráði og
hjálp til sjálfshjálpar. Allt er lagt
í sölurnar til að styðja viðkomandi
á hans forsendum, í hans aðstæð-
um. Áhersla er lögð á margvíslega
þátttöku í samfélaginu og fjölbreytt
verkefni. Við viljum styðja íbúa
í leit að eigin farsæld. Velferðar-
svið hefur gert þjónustusamninga
við félaga- og hagsmunasamtök á
borð við Geðhjálp, Hugarafl, Hlut-
verkasetur, Geysi og Rauða Kross
Íslands til þess að tryggja fjöl-
breytni í þjónustu við geðfatlaða.
Heildarsýn á athafnir daglegs lífs
er höfð að leiðarljósi um leið og
skilvirkni þjónustu er tryggð. Fjöl-
breytt fræðsla hefur verið í boði
fyrir íbúa og starfsfólk, geðfatl-
aðir fræða starfsfólk og starfsfólk
fræðir geðfatlaða. Við einfaldlega
leitum að og nýtum styrkleika allra
með lausnamiðaðri nálgun. Hjá
Reykjavíkurborg viljum við ein-
faldlega veita fjölbreytta og metn-
aðarfulla þjónustu.
Samfélagsleg þátttaka hefur
tvöfaldast
Sá metnaður sem Velferðarsvið
leggur í þróun þjónustu við geð-
fatlaða birtist m.a. í úttektum og
könnunum. Þar hefur komið fram
að þjónusta við geðfatlaða hefur
náð markmiðum sínum er varð-
ar notendasamráð og valdeflingu,
íbúar fá góðan stuðning og hvatn-
ingu til samfélagslegrar þátttöku
og eins má nefna að með breyttri
þjónustustefnu velferðarsviðs frá
árinu 2008 hefur samfélagsþátt-
taka íbúa tvöfaldast.
Svokölluð vettvangsgeðteymi og
samfélagsgeðteymi, sem Frétta-
blaðið fjallaði um, eru samstarfs-
verkefni borgarinnar og Land-
spítala. Reykjavíkurborg er alltaf
reiðubúin í þróun þjónustu við íbúa,
sé það markmið skýrt að það auki
lífsgæði fólks. Á tímum aðhalds og
ábyrgrar fjármálastjórnar er ekki
síður mikilvægt að vita að fækkun
innlagna og legudaga sem rekja
má til nýrrar nálgunar með því að
styðja við fólk heima hjá sér, sparar
verulega fjármuni.
Sveitarfélög bera öll félagslega
ábyrgð
Að lokum. Útgjöld til velferðar-
mála eru a.m.k. tvöfalt hærri hjá
Reykjavíkurborg en öðrum sveit-
arfélögum. Við erum samt ekki
að ofþjónusta íbúa, langt í frá, og
mörgum verkefnum þurfum við að
sinna betur. Nefni ég þar sérstak-
lega þjónustu við fatlaða íbúa borg-
arinnar. En markviss þróun þjón-
ustunnar m.a. við geðfatlaða, gerir
að verkum að íbúar nágranna-
sveitarfélaga hafa í auknum mæli
sóst eftir búsetu í borginni. Þessa
þróun þarf að viðurkenna. Það er
nauðsynlegt að Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga viðurkenni að félags-
leg ábyrgð sumra sveitarfélaga er
ríkari en annarra og færi fjármagn
milli sveitarfélaga eftir félagslegri
ábyrgð þeirra. Ef fjármagninu er
stýrt á þann veg verður það von-
andi til þess að önnur sveitarfélög
axli betur sína félagslegu ábyrgð.
Auðvitað eigum við að tryggja
félagslega fjölbreytni alls staðar.
Gleymum því ekki að geðsjúkdóm-
ar spyrja hvorki um stétt né stöðu,
hvað þá póstnúmer.
Það er nauðsynlegt að Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga viðurkenni að félagsleg
ábyrgð sumra sveitarfélaga er ríkari en
annarra …
Sigurður Pálsson skrifar grein í Fréttablaðið 18. október þar
sem hann sakar mig um rang-
færslur, áróðursfrasa og að vaða
reyk í Silfri Egils síðastliðinn
sunnudag. Stór orð, en engin rök.
Það er rétt hjá Sigurði að það
hefur komið fram að það fyrir-
komulag að ein kirkjudeild njóti
stuðnings ríkisins umfram aðrar
er tæknilega ekki talið brot gegn
Mannréttindasáttmála Evrópu í
sjálfu sér. Það á sér reyndar sögu-
legar skýringar sem rekja má til
þess þegar sáttmálinn var gerð-
ur, þá var beitt hálfgerðu „neit-
unarvaldi“ gegn þessu sjálfsagða
ákvæði. Það eru hins vegar gerð-
ar mjög strangar kröfur um fyr-
irkomulagið og allar líkur eru á
að íslenska ríkiskirkjan sé brot á
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Vonandi verður fyrsta skrefið
stigið til að afnema þetta óláns
fyrirkomulag í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um tillögur stjórn-
lagaráðs. Ef ekki, þá er sjálfgef-
ið að senda þetta til Evrópu til
umfjöllunar.
Oftast er reyndar vísað til
úrskurðar Mannréttindadóm-
stóls Evrópu í máli Darby gegn
sænska ríkinu (nr. 11581/85). Þar
er sænska ríkið sýknað á þeim
forsendum að borgarar þar geti
lækkað skatta sína með því að
segja sig úr trúfélögum. Þetta er
ekki þannig hér á landi, ég borga
nákvæmlega sömu skatta, hvort
sem ég er í þjóðkirkjunni eða utan
trúfélaga. Þannig staðfestir þessi
úrskurður Mannréttindadóm-
stólsins í raun að fyrirkomulagið
hér á Íslandi brjóti gegn Mann-
réttindasáttmála Evrópu.
Hæstiréttur Íslands komst svo
að þeirri niðurstöðu 2007 að það
bryti ekki í bága við mannrétt-
indi Ásatrúarfélaga að fá lægri
greiðslur en þjóðkirkjan. Undar-
leg niðurstaða, en snýst aðeins um
greiðslur og tekur ekki á misrétti
gagnvart þeim sem standa utan
trúfélaga.
Dómurinn sem Sigurður vísar
til (Kokkinakis gegn grísk-
um stjórnvöldum) er svo hreint
afbragð. Þetta er mál Grikkja sem
var ítrekað dæmdur í fangelsi og
til hárra sekta á fyrri hluta síð-
ustu aldar fyrir að skipta um trú!
Það eru umburðarlyndir „ferða-
félagar“ sem kirkjan velur sér.
Enn betra, niðurstaða réttar-
ins í máli Kokkinakis – fyrir utan
skaðabætur sem gríska ríkið
þurfti að greiða honum:
1. Holds by six votes to three
that there has been a breach of
Article 9 (art. 9);
Þá heldur Sigurður því fram að
þjóðkirkjan sé ekki ríkisrekin en
færir ekki önnur rök fyrir því en
að það sé skilningur ríkisvaldsins
og þjóðkirkjunnar. Engar upplýs-
ingar færir Sigurður fram um
hvað hann hafi fyrir sér í því að
þetta sé skilningur ríkisvaldsins.
Og þó svo væri, þá kemst hann
ekki fram hjá því að rekstur kirkj-
unnar er greiddur úr sameiginleg-
um sjóðum.
Þá kemur þessi bábilja um að
sóknargjöldin séu félagsgjöld.
Enn færir Sigurður engin rök
fyrir sinni fullyrðingu, hann bara
fullyrðir.
Skoðum aðeins rökin sem ég hef
fyrir minni skoðun, ég færi nefni-
lega rök fyrir mínum skoðunum.
Þetta eru ekki félagsgjöld vegna
þess að (a) kirkjan ákveður gjöld-
in ekki eins og félög sem rekin
eru af félagsgjöldum, (b) kirkjan
innheimtir gjöldin ekki og (c) við
greiðum öll jafnmikið til kirkj-
unnar, hvort sem við erum innan
eða utan trúfélaga. Vill ríkiskirkj-
an standa við stóru orðin um að
þetta séu félagsgjöld? Gjörið svo
vel. Innheimtið þetta sjálf, eins
og önnur félög. Látið verkin tala
ef þið meinið eitthvað með þessu
tali.
Þar fyrir utan má nefna (d) að
prestar staðfesta meira að segja
þennan skilning minn þegar þeir
kvarta undan því að greiðslur til
kirkjunnar lækki þegar meðlim-
um hennar fækkar. Það breyt-
ir engu um þetta að kirkjurnar
séu reknar fyrir þennan almenna
skatt eða að söfnuðir þeirra beri
ábyrgð á fjárhagnum. Þetta er
skattur á alla, ég get ekki losnað
við að greiða hann.
Hitt er svo þetta tal um jarðir
kirkjunnar. Ríkið yfirtók þessar
jarðir 1907 og níutíu árum seinna
var gert undarlegt samkomu-
lag. Þessu var stillt upp þannig
að ríkið væri að greiða kirkjunni
arð fyrir jarðirnar. Þetta stenst
heldur ekki skoðun. Engin til-
raun var gerð til að meta verð-
mæti jarðanna, ekkert samhengi
er því milli greiðslna og hugsan-
legra verðmæta. Ekki var skoð-
að hvernig kirkjan eignaðist við-
komandi jarðir. Enda virðast ekki
liggja neinar upplýsingar fyrir
um hvaða jarðir þetta voru. Og
til að kóróna vitleysuna þá halda
prestar áfram að hirða hlunnindi
af jörðunum. En þetta er jú aftur
greitt úr, nema hvað, ríkissjóði.
Sigurður færir reyndar engin
rök fyrir því að þetta sé ekki rík-
isrekstur. Enda vandséð hvaðan
þau rök ættu að koma.
Niðurlag greinar Sigurðar er
að biðja um röklega umræðu. Já,
endilega Sigurður, komdu með rök
en ekki upphrópanir og stimpla.
Flökkusagan
endurtekin
Geðfatlaðir í Reykjavík þróa
þjónustu borgarinnar
Þann 23. ágúst sl. var lögð fram ný eigendastefna á stjórn-
arfundi Orkuveitu Reykjavík-
ur (OR). Í lið 3.4 er fjallað um
kjarnastarfsemi OR en hún felst
í „rekstri vatnsveitu, hitaveitu,
rafveitu og fráveitu, sölu og
framleiðslu á rafmagni og heitu
og köldu vatni“. Einnig er tiltek-
ið að OR geti „nýtt þekkingu þess
í öðrum veiturekstri, s.s. rekstri
gagnaveitu, enda þjóni hann
markmiðum eigenda og þátttak-
an hljóti samþykki þeirra“.
Það voru mistök að skilgreina
ekki rekstur gagnaveitu sem
hluta af kjarnastarfsemi OR.
Mikilvægustu búsetuskilyrði
nútímans eru aðgangur að heitu
og köldu vatni, rafmagni, fráveitu
og síðast en ekki síst aðgangur að
ljósleiðarakerfi fyrir m.a. inter-
netsamband, sjónvarpsútsending-
ar og talsíma.
Sýnt hefur verið með rann-
sóknum að aðgangur að öflug-
um gagnaflutningum í gegnum
ljósleiðara eykur hagsæld á við-
komandi svæði. Þessu til stuðn-
ings má benda á rit sem FTTH
Council í Bandaríkjunum gefur
út varðandi kosti þess að leggja
ljósleiðara og þá sérstaklega kafl-
ann „FTTH and Economic Deve-
lopment“. Hægt er að nálgast ritið
á slóðinni www.05.is/ljos_gogn/
ftthprimer2011.pdf og á heima-
síðu FTTH Council.
Styr hefur staðið um Gagna-
veitu Reykjavíkur (GR) allt frá
stofnun hennar. Lagt hefur verið
til á ýmsum tímum að GR yrði
seld. Þetta væri misráðið og hefur
undirritaður áður gagnrýnt hug-
myndir um sölu GR (sjá www.05.
is/netmal/gagnaveitar.htm).
Rekstur OR hefur verið þungur
eftir hrun og eignir verið seldar
til að grynnka á skuldum. Aldrei
hefur þó komið til umræðu að
selja vatnsveitu, hitaveitu, frá-
veitu eða rafveitu. Að sama skapi
væri fráleitt að selja GR vegna
skammtímaerfiðleika í rekstri
OR.
Ég vil hvetja til þess að kjarna-
starfsemi OR verði skilgreind
upp á nýtt og rekstri gagnaveitu
verði bætt við kjarnastarfsemi
fyrirtækisins. Það er mikilvægt
að GR verði að fullu í eigu OR og
þar með í eigu þeirra sveitarfé-
laga sem standa að OR, íbúum og
fyrirtækjum til hagsældar.
Um Gagnaveitu Reykjavíkur
Eftir andmæli stjórnlagaráðs-fulltrúa gegn fullyrðingum
mínum, m.a. í Kastljósi um áhrif
tillagna stjórnlagaráðs á stöðu
íbúa utan höfuðborgarsvæðisins
við ákvarðanatöku á vegum ríkis-
ins, hef ég yfirfarið útreikninga
mína.
Í ljós kemur að ég hef ofreiknað
mögulegan fjölda kjördæmakjör-
inna fulltrúa landsbyggðarinn-
ar á Alþingi. Ég hef sagt að þeir
gætu orðið allt að 14-15. Réttara
er að segja að fulltrúar frá núver-
andi kjördæmum, NV, NA og SU,
munu ekki geta orðið fleiri en 10
miðað við kjörskrá frá 2009. Þeir
eru núna 29.
Fjölda þeirra þarf að reikna
út fyrir hverjar kosningar þegar
kjörskrá liggur fyrir – og hann fer
m.a. eftir því hvað kjördæmamörk
landsbyggðarkjördæma teygja sig
nálægt höfuðborgarsvæðinu.
Þetta leiðréttist hér með.
Leiðrétting
Trúmál
Valgarður
Guðjónsson
hugbúnaðar-
sérfræðingur
Ný stjórnarskrá
Haukur
Arnþórsson
stjórnsýslufræðingur
Fjarskipti
Ingólfur Bruun
hugmyndasmiður
Fjarskiptafélags
Öræfinga
Heilbrigðismál
Björk
Vilhelmsdóttir
borgarfulltrúi og
formaður velferðarráðs
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2013
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir hér með eftir umsóknum
frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða rökstuddum
ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið
2013.
Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur. Væntanlegir umsækjendur eru
beðnir að haga umsóknum í samræmi við reglur um bæjarlista-
mann sem liggja frammi á bæjarskrifstofum Seltjarnarness að
Austurströnd 2, en þær er einnig að finna á heimasíðu bæjarins
www.seltjarnarnes.is
Umsóknum og/eða ábendingum skal skila á bæjarskrifstofur
Seltjarnarness merktum: ,,Bæjarlistamaður 2013“ fyrir
25. nóvember nk.
Menningarnefnd Seltjarnarness
S E L T J A R N A R N E S B Æ R
Menningarnefnd