Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 32
20. október 2012 LAUGARDAGUR32
JÖRÐIN
200 km
400 km
600 km
800 km
1.000 km
Lofthjúpur jarðar
Tunglið:
384.000 km
Fjarlægðin til tunglsins er misjöfn
en er að meðaltali um 384.000
kílómetrar. Það hefur ekki komið
í veg fyrir að menn hafi sótt í að
grannskoða staðinn. Eins og flestir
vita lentu menn fyrst 1969, en
þangað hefur ekki þótt neitt að
sækja frá árinu 1972. Meðalhita-
stig á tunglinu er 53 gráður.
Fallhlífarstökk:
1-4 km
Í hefðbundnum fallhlífarstökkum er
stokkið út í eins til fjögurra kílómetra
hæð.
Spútnik 1:
947 km
Sovétmenn unnu fyrstu lotuna í geimkapphlaup-
inu þegar þeir komu Spútnik 1 á braut um jörðu
árið 1957. Spútnik fór mest upp í 947 kílómetra
hæð áður en það lækkaði flugið aftur og hrapaði
til jarðar eftir þrjá mánuði.
Hubble:
568 km
Geimsjónaukinn Hubble hefur opnað jarðarbú-
um nýjar víddir allt frá því að honum var skotið
á loft upp árið 1990. Hann er á sporbaug um
jörðu, í um 568 kílómetra hæð yfir jörðu, efst
í lofthjúpnum. Á Stjörnufræðivefnum kemur
fram að í þeirri hæð er næstum því lofttæmi
og því ekkert sem truflar sýn hans út í geim.
Alþjóðlega geim-
stöðin:
400 km
Alþjóðlega geimstöðin, ISS, er rannsóknar-
stöð sem er í um 400 kílómetra hæð yfir
yfirborði jarðar. Fyrsta hluta þessarar sam-
eiginlegu stöðvar 15 ríkja var skotið á loft
árið 1998. Frá því að fyrstu geimfararnir
hófu þar störf árið 2000 hafa rúmlega 200
manns haft þar viðdvöl. Stöðin er á stærð
við reisulegt einbýlishús.
Júrí Gagarín í Vostok:
327 km
Sovétmaðurinn Júrí Gagarín var fyrsti maðurinn
sem fór á braut um jörðu. Það afrekaði hann árið
1961 þegar hann stýrði Vostok sem fór einn hring
um jörðina á tæpum tveimur tímum, en hann fór
hæst í 327 kílómetra hæð.
Lofthjúpur jarðar:
100 km
Lofthjúpur jarðar er að mestu úr nitri og súrefni. Að
því er fram kemur á Stjörnufræðivefnum eru engin
föst mörk á því hvar lofthjúpurinn endar en jafnan
er miðað við að það sé í 100 kílómetra hæð og ofan
við það tekur geimurinn við.
Metaför Baumgartners:
39 km
Austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner skrifaði sig í
sögubækurnar um síðustu helgi þegar hann stökk út
úr loftbelg í 39 kílómetra hæð, þar sem frostið getur
farið niður fyrir 50 gráður. Á leið sinni til jarðar fór hann
í gegnum hljóðmúrinn, á meira en 1.300 kílómetra
hraða, en sveif svo til jarðar í fallhlíf heill á húfi.
Millilandaflug:
12 km
Farþegaþotur fljúga jafnan í um 12 kílómetra hæð.
Lofthitinn í þeirri hæð er um 54 gráðu frost.
F
elix Baumgartner hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum sem atvinnuofurhugi.
Hann hefur meðal annars stokkið fram af Petronas-turnunum í Kúala Lúmpúr, Taipei
101-turninum og Jesú-styttunni sem stendur yfir Rio de Janeiro.
Baumgartner, sem er 43 ára gamall og fyrrum fallhlífahermaður, hyggst ganga að
eiga unnustu sína, fyrirsætuna Nicole Oetl, á næsta ári. Hann hefur snúið baki við
ofurhugalífinu, eftir um 2.600 stökk, og ætlar þess í stað að fljúga björgunarþyrlum.
Hátt, hátt upp í himininn
Ermarsundsflug Baumgartners:
9 km
Felix Baumgartner á mörg met á sinni ferilskrá. Hann
stökk til dæmis út úr flugvél í 9 kílómetra hæð árið 2003,
í sérútbúnum fluggalla, og sveif yfir Ermarsundið áður en
hann opnaði fallhlíf og sveif til jarðar.
Spútnik 2:
982 km
Árið 1957 urðu Sovétmenn fyrstir til að
skjóta lifandi dýri út í geim þegar þeir
sendu tíkina Laiku á braut um jörðu í
Spútnik 2. Laika greyið drapst sennilega
fljótlega eftir geimskotið en Spútnik 2 var
þó á braut um jörðu í rúma 100 daga áður
en farið hrapaði aftur til jarðar. Meðalfjar-
lægðin frá jörðu var 982 kílómetrar.
Ofurhuginn Felix Baumgartner skráði sig í sögubækurnar
um síðustu helgi þegar hann lét sig falla til jarðar úr loftbelg
í 39 kílómetra hæð. Þorgils Jónsson kynnti sér af þessu tilefni
hversu langt hin ýmsu manngerðu tæki hafa farið frá jörðu.