Fréttablaðið - 20.10.2012, Page 43
KYNNING − AUGLÝSING Úlpur & yfirhafnir20. OKTÓBER 2012 LAUGARDAGUR 3
El lingsen býður upp á mikið úrval af úlpum í öllum verð- og gæða-
flokkum fyrir börn og full-
orðna. Ellingsen þjónaði í
marga áratugi útgerðum
landsins en frá árinu 2006
hefur vægi útivistarvara
aukist mikið hjá verslun-
inni. Þeirra á meðal eru
hlýjar og vandaðar úlpur
og hefur úrvalið af þeim
aldrei verið meira en í
vetur. Bjarni Guðjóns-
son, verslunarstjóri Ell-
ingsen við Fiskislóð,
segir verslunina bjóða
upp á heildstætt úrval
úlpna fyrir alla aldurhópa.
„Ellingsen er mjög sam-
keppnishæft í bæði verði og
gæðum en það fer nefnilega
ekki alltaf saman. Við bjóð-
um upp á margar tegundir af
úlpum fyrir börn og fullorðna,
allt frá leikskólabörnum yfir í þá
sem stunda „alvöru“ útivist.“
Barnaúlpur á góðu verði
Fyrir yngstu börnin selur versl-
unin mest úlpur frá Didriksons
sem er sænskt gæðamerki sem
hefur notið mikilla vinsælda hér-
lendis undanfarin ár. „Úlpurnar
frá Didriksons eru frábær kostur
fyrir börnin, bæði til að nota í leik-
skólanum og heima fyrir. Það sem
skiptir mestu máli þegar úlpa er
valin á börn er að hún sé bæði hlý
og vatnsheld og þá eiginleika hafa
úlpurnar frá Didriksons. Þær eru
einnig á mjög góðu verði og það
skiptir miklu máli í dag enda er
verðvitund neytenda orðin mikil.
Í haust hófum við einnig sölu á
úlpum frá Skogstad, en þar er um
að ræða norska gæðavöru á flottu
verði. Fyrst og fremst höfum við
haft þá stefnu undanfarin ár að
bjóða upp á gott úrval í mismun-
andi verðf lokkum sem henta
hverjum og einum.“
Fjölbreytt úrval fyrir fullorðna
Fullorðna fólkið hefur líka úr nógu
að velja í Ellingsen. Bjarni segir
úlpur fyrir karlmenn og konur
eðlilega vera notaðar í fjölbreytt-
ari tilgangi en hjá yngstu kyn-
slóðinni og því sé úrvalið töluvert
meira og verðflokkarnir fleiri. Þar
eru viðskiptavinir yfirleitt að leita
að hlýjum og vatnsheldum flíkum
og aftur skiptir verðið máli. „For-
eldrar hafa í mörg ár keypt Di-
driksons-úlpur á börnin sín og
tekið eftir því hvað þær endast
vel. Nú sjáum við sama fólk kaupa
í meiri mæli úlpur frá Didriksons
á sjálft sig enda mikið úrval til á
bæði kynin.“ Veruleg aukning
hefur verið í sölu á Nike og Col-
umbia sem eru aðeins dýrari en
um leið mikil gæðavara. „Toppur-
inn í úlpu flóru Ellingsen eru síðan
úlpur frá Bergans og Mountain
Hardware. Þær eru fyrir þá allra
hörðustu í útivistinni og þá sem
eru í björgunarsveitum. Þetta eru
virkilega góð merki og gæðin eru
framúrskarandi. Þær eru dýrari
en hin vörumerkin enda um topp-
vöru að ræða þar sem mikið er lagt
upp úr vatns- og vindheldni.“
Rúmgóð verslun
Auk úrvals af góðum og ódýrum
úlpum felst sérstaða Ellings-
en ekki síður í bjartri og rúm-
góðri verslun sem gaman er að
heimsækja. „Viðskiptavinum
okkar finnst gaman að koma
hingað og fjölskyldur mæta
hingað yfirleitt saman. Hér er
líka mikið úrval af alls kyns
öðrum útivistarvörum fyrir
börn, unglinga og fullorðna og
auðvelt að gleyma sér í verslun-
inni. Við höfum líka á að skipa úr-
vals starfsfólki sem býr yfir mik-
illi þekkingu og er sérfræðingar á
sínu sviði. Úlpusérfræðingarnir
okkar aðstoða til dæmis viðskipta-
vini við að velja úlpur við hæfi, allt
frá leikskólaúlpu til úlpu fyrir fjall-
gönguna og allt þar á milli.“ Allar
nánari upplýsingar má finna á
glæsilegri heimasíðu Ellingsen,
www.ellingsen.is.
Gaman að heimsækja Ellingsen
Úlpur fyrir fjölskylduna fást í Ellingsen í öllum verðflokkum. Verslunin hefur lagt áherslu á sanngjarna verðlagningu og góða
þjónustu. Verslunin við Fiskislóð er sérstaklega björt og skemmtileg heim að sækja. Ellingsen er einnig með verslun við
Tryggvabraut 1-3 á Akureyri.
Sýnishorn af glæsilegu úrvali Ellingsen: frá vinstri, Didriksons-kvenmannsúlpa, Skogstad-barnaúlpa og Mountain Hardwear-úlpa fyrir
karlmann.
„Ellingsen er mjög samkeppnishæft í bæði verði og gæðum en það fer nefnilega ekki alltaf saman,“ segir Bjarni Guðjónsson, verslunarstjóri hjá Ellingsen. MYND/STEFÁN