Fréttablaðið - 20.10.2012, Page 110

Fréttablaðið - 20.10.2012, Page 110
20. október 2012 LAUGARDAGUR78 Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinn- ar vissu af bónorðinu og biðu bak- sviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. hallfridur@frettabladid.is „Þetta var svo ekta við. Að trúlof- ast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sig- tryggi Magnasyni, þann 5. októ- ber. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýning- unni We Saw Monsters í leikhús- inu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berl- ínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur- Berlín þegar það var í raun í aust- urhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upp- lifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sig- ríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á svið- ið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sig- tryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við alt- ari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni PERSÓNAN Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina. SVANDÍS DÓRA EINARSDÓTTIR „Við ætlum að sýna upprennandi ljósmyndara bæði frá Íslandi og hvaðanæva úr heiminum,“ segir ljósmyndarinn Aníta Eldjárn. Hún opnar vefsíðuna Reykjavík- nights.com í dag ásamt æskuvin- konu sinni, förðunarfræðingnum og stílistanum Ragnheiði Guð- mundsdóttur. Á heimasíðunni verða birtar myndir af viðburðum, götutísku, borgarlífinu og viðtöl við áhuga- vert og skapandi fólk. „Síðan er á ensku svo þetta er einnig hugsað fyrir útlendinga,“ segir Aníta. Fyrsti ljósmyndarinn til að sýna verk sín er hinn norski David Nikolaisen. „Hann er mjög hæfileikaríkur. Þetta er stráka- tískuþáttur sem er svolítið öðru- vísi og kynlausari en Íslendingar þekkja,“ segir Aníta. Hún bætir við að sami stíllinn sé mikið ráð- andi í íslenskri ljósmyndun og að þetta sé vettvangur til að kynna nýja stíla. Fyrsta viðtalið verður við fyrir- sætuna Kolfinnu Kristófersdótt- ur sem hefur náð gífurlega langt í tískuheiminum að undanförnu. „Við forvitnuðumst um þennan bransa, hvað henni finnst um hann og hennar líf,“ segir Ragnheiður. Vinkonurnar eiga að baki langt samstarf og munu birta mynda- þætti á vefsíðunni sem þær vinna. „Við höfum verið í svona dúlleríi að mála hvor aðra og taka mynd- ir síðan við vorum litlar,“ segir Ragnheiður. Opnun Reykjavík Nights verð- ur fagnað á Dolly í kvöld og hefst gleðin klukkan níu. „Ég verð að taka myndir sem enda að lokum á síðunni,“ segir Aníta sem hefur verið dugleg við að mynda bæjar- lífið að undanförnu. - hþt Opna vef um lífið í Reykjavík REYKJAVÍK NIGHTS Aníta Eldjárn og Ragnheiður Guðmundsdóttir opna vefsíðuna reykjaviknights.com. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVANDÍS DÓRA EINARSDÓTTIR: GAMAN AÐ EIGA BLÓÐUGT HRINGABOX Trúlofuðust á sviði um- kringd blóði og útlimum VILTU GIFTAST MÉR? Dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir stilla sér upp alblóðugar með hinu nýtrú- lofaða pari sitjandi í hinni svokölluðu Paradís. Andri Haraldsson Starf: Nemandi við Háteigsskóla. Aldur: 15 ára. Foreldrar: Haraldur Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður og Sóley Benna Stefánsdóttir, grafískur hönnuður. Búseta: 101. Stjörnumerki: Naut. Andri og hópurinn Félagsfíklarnir skipulögðu góðgerðaball til styrktar Kvennaathvarfinu í vikunni. „Ég fæ hlutverk í sjö þáttum af tólf,“ segir leikarinn Darri Ing- ólfsson sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Last Resort sem framleiddir eru fyrir ABC- sjónvarpsstöðina. Ákveðið var að framleiða tólf þátta þáttaröð eftir að svonefndur „pilot“-þáttur sló í gegn. Darri fer með hlutverk Robert Mitchell sem á í ástarsambandi við Kylie Sinclair sem leikin er af Autumn Reeser. Reeser hefur áður leikið í Entourage og The O.C. Darri segir hlutverk sitt lítið en að hann komi eitthvað meira við sögu í síðustu tveimur þáttum þátta- raðarinnar. „Við tókum upp þátt þrjú og fimm í ágúst og svo fer ég aftur til Havaí í lok mánaðarins til að taka upp síðustu fjóra þætt- ina. Það tekur að jafnaði viku að skjóta hvern þátt en ég flýg heim til Los Angeles þess á milli þar sem umboðsmennirnir mínir vilja að ég geti mætt í áheyrnarprufur.“ Gagnrýnendur hafa gefið þátt- unum góða dóma en Darri segir viðtökur almennings ráða því hvort fleiri þáttaraðir verði fram- leiddar. Tökur á þáttunum fara fram á Havaí á sama stað og lögreglu- þættirnir Hawaii Five-0 voru teknir upp. Að sögn Darra er lífið á tökustað ágætt enda er margt hægt að finna sér til dundurs á Havaí. „Fólkið sem ég vinn með er allt yndislegt og við búum á mjög fínu hóteli í Waikiki. Ég hef eignast marga góða vini í gegn- um vinnuna og hér er ýmislegt hægt að gera til að slappa af eftir vinnu.“ Inntur eftir því hvað taki við næst segir Darri það óráðið að svo stöddu. „Ég er kominn með nýjan umboðsmann sem þykir mjög góður og það er mjög spennandi að sjá hvað gerist næst.“ - sm Leikur í sjö þáttum á Havaí FLEIRI ÞÆTTIR Darri Ingólfsson fékk áfram- haldandi hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Last Resort.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.