Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2012, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.11.2012, Qupperneq 20
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 20 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða! Miðasala í fullum gangi Einnvinsælastigamanleikurallra tíma! Ódýrara og skemmtilegra er að hræra í laufabrauðsuppskrift og skreyta laufabrauð heima heldur en að kaupa þau tilbúin út í búð. Gerð laufabrauðs er órjúfanleg íslensk jólahefð sem á upp- runa sinn í hráefnisskorti hér á landi fyrr á öldum. Laufabrauðið þekkist jafnframt hvergi annars staðar í heiminum en á Íslandi. Margar uppskriftir eru til af íslensku laufabrauði og eiga margar fjölskyldur sínar eigin uppskriftir og hefðir í þessum efnum. Hugrún Ívarsdóttir starfrækir Laufabrauðssetur á Akureyri. Þar er laufabrauðinu veittur mikilvægur sess og arfleifð þess gerð skil. Þá hefur Hugrún hannað ýmsan varning með laufabrauðs mynstrin í huga. „Ástæðan fyrir því að ég held að þessi hefð hafi lifað en ekki dáið út eins og margar hefðir gera, er að laufabrauðs- gerð sameinar fjölskylduna, brúar kynslóðabil og er fjölskylduuppákoma,“ segir Hugrún. „Þú hittir engan Íslending sem veit ekki hvað laufabrauð er.“ „Vegna skorts á mjöli var farið að fletja deigið svo þunnt út svo allir fengju eitthvað,“ segir Hugrún. „Skreytingunni var ætlað að bæta upp hversu lítilfjör- legt brauðið er. Þannig verður til listgrein út frá laufa- brauðinu.“ Séu tilbúin laufabrauð keypt út úr búð getur verð á hverja köku farið í rúmlega 100 krónur. Sé deigið keypt tilbúið kostar hver kaka tæpar 100 krónur en séu laufa- brauðin gerð heima frá grunni þarf hver kaka ekki að kosta meira en 60 krónur. birgirh@frettabladid.is Alíslensk jólahefð sem kostar lítið Laufabrauðsgerð er alíslensk hefð og órjúfanlegur þáttur í jólaundirbúningi þjóðarinnar. Ódýrt getur verið að gera laufabrauðin heima frá grunni auk þess sem samverustundir fjölskyldunnar eru ómetanlegar. MYNSTUR Laufabrauðin geta verið hin mestu listaverk. Samverustundir með fjölskyldunni þar sem laufabrauð er skorið út þykir mörgum ómissandi hluti af undirbúningi jólanna. MYND/HEIÐA.IS ÓB braut lög með fullyrðingum sínum um söfnun vildarpunkta með notkun ÓB-lykils- ins. Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu í kjölfar kvörtunar Skeljungs vegna upplýsinga sem fram koma í auglýs- ingu ÓB. Hún hefur nú verið bönnuð. Fram kemur á vef Neytendastofu að í auglýsingunni sagði að notendur ÓB-lykils- ins fengju 6.000 krónur á ári í formi vildar- punkta ef verð á bensínlítra væri 10 aurum ódýrara hjá samkeppnisaðila. Kvörtun Skeljungs sneri í fyrsta lagi að því að rangt væri að auglýsa að vildar- punktar væru ígildi íslenskra króna. Í öðru lagi að það væri villandi að bera saman kosti ÓB lykils við almennt dæluverð þeirrar bensínsstöðvar sem bjóði lægsta bensínverðið án þess að tiltaka kosti afsláttarkerfis síðarnefndu stöðvarinnar. Fyrirtækið fór fram á að Neytendastofa beitti stjórnvaldssekt á samkeppnisaðilann. Olís, eigandi ÓB, hafnaði alfarið kröfum Skeljungs og óskaði eftir því að Neytenda- stofa vísaði málinu frá. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ÓB hefði brotið lög með fullyrðingum sínum og bannaði auglýsinguna í kjölfarið. Hins vegar var ekki fallist á síðari kröfu Skeljungs þar sem ekki var talið að um vill- andi samanburð væri að ræða. SAMKEPPNI Neytendastofa bannar auglýsingu ÓB OLÍUVERSLUN ÍSLANDS Skeljungur kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsinga Olíuverslunar Íslands, sem rekur bæði Olís og ÓB. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nú þegar vetrarríki er um allt land er nauðsynlegt að huga að öryggis- búnaði heimilisbílsins. Hjólbarð- arnir eru eitt mikilvægasta öryggis- tæki bílsins og nauðsynlegt að þau séu í góðu ásigkomulagi. Þegar ekið er í snjó vill snjórinn festast í mynstri dekkjanna. Vetrardekk eru sérstaklega skorin og mynstruð til þess að ná hámarks veggripi í vetrarfærð og því er nauðsynlegt að hreinsa þau reglulega. Það má einfaldlega gera með því að spreyja tjöruleysi á hjólbarðana. Tjöruleysi má til dæmis kaupa á næstu bensínstöð. GÓÐ HÚSRÁÐ Tjöruleysir á dekkin áttu notendur ÓB-lykilsins að fá á ári í formi vildar- punkta ef verð á bensínlítrann væri ódýrara en hjá samkeppnis- aðila. 6.000 kr. 10 aurum Laufabrauð húsfreyjunnar af www.laufabraud.is 750 g hveiti 250 g hrísmjöl 2 msk. sykur 2 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 50 g smjör/smjörlíki 7 dl heit mjólk Mjólkin er hituð með smjörinu að suðu (má ekki sjóða), þurrefnunum blandað saman og því næst mjólkinni, hnoðað. Kökurnar steiktar í olíu eða tólg og pressaðar með sléttu loki eða bretti meðan þær eru sjóðheitar. Þessa uppskrift er auðvelt að fletja út en kökurnar vilja límast saman þegar þær eru brotnar til að skera í þær með hníf. Minna mál er að skreyta kökurnar ef notuð eru þar til gerð laufabrauðs- járn. Hlutfall Íslend inga sem skera og/eða steikja laufa brauð fyrir jólin er 30% 70% Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.