Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.11.2012, Qupperneq 26
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid. is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Við flytjum þér góðar fréttir UMFERÐARMÁL Dagbjört H. Kristinsdóttir Slysavarnarfélaginu Landsbjörg Vilborg Magnúsdóttir Sjóvá Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bíl- unum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferð- inni? Hvernig aukum við sýnileika vegfar- enda? Þar koma endurskinsmerki til sög- unnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Þeir sem bera endurskinsmerki sjást fyrr heldur en þeir sem ekki hafa endur- skin. Ökumaður sér vegfaranda með end- urskinsmerki úr 120-130 m fjarlægð en ef viðkomandi er ekki með endurskin þá sjást gangandi vegfarendur ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Ökumaður sem ekur á 60 km hraða þarf um það bil 37 metra til að stöðva bílinn ef undirlagið er þurrt. Þess vegna er mikilvægt að vegfar- endur sjáist sem allra fyrst í myrkrinu. Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Gott er að hafa þau fremst á báðum ermum, hang- andi úr hliðarvösum, framan og aftan á úlpu, á skóm, neðarlega á buxnaskálmum eða á bakpokum og skólatöskum. Mikil- vægt er að merkin séu heil, órispuð og hrein. Umferð annarra en gangandi vegfar- enda hefur aukist á síðustu árum. Hjól- reiðamenn eru á ferðinni allt árið og hið sama gildir um hlaupara og reiðmenn. Þessir einstaklingar verða líka að huga að eigin öryggi og eru endurskinsmerki góð leið til þess. Endurskinsmerki er hægt að fá úr hinum ýmsu efnum, stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að ökumenn séu með endurskinsvesti í bílum sem gott er að grípa í til dæmis ef þarf að skipta um dekk þar sem lýsing er ekki mikil. Áður en farið er í göngu með hundinn eða í reiðtúr þá er gott að huga að því að setja endurskin á dýrin. Til eru endur- skinsmerkjaborðar sem smellt er utan um hófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og við viljum að þau sjáist í umferðinni. Til að þau noti endurskins- merki þurfum við fullorðna fólkið líka að nota endurskinsmerki. Hugum að öryggi okkar og barnanna, notum endurskin við allar aðstæður og sjáumst í umferðinni. Sjáumst! ➜ Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjar- lægð frá öllum hliðum. Fréttnæm grein Forval Vinstri grænna fer fram í Reykjavík um helgina. Fimm þingmenn sækjast þar eftir fyrsta sætunum í kjördæmunum tveimur. Við slíkar aðstæður stíga miðlægar stofnanir flokksins yfirleitt varlega til jarðar, engum má hossa umfram annan. Í því ljósi er fréttamat ritstjóra heimasíðu flokks- ins, vg.is, nokkuð sérkennilegt, en í dag, þremur dögum fyrir for- val, birtist þar frétt um að Katrín hefði skrifað grein í Fréttablaðið og greinin var endursögð. Þetta er ekki daglegt brauð á síðunni, því síðasta frétt af svipuðum toga var unnin upp úr ræðu Ögmundar Jónasson 17. október. Nú er að sjá hvort greinar hinna frambjóðendanna kalla líka á fréttaskrif á heimasíðu flokksins. Tryggur bandamaður En, að Ögmundi. Kunnugir segja að fátt hefði getað hjálpað honum meira í bar- áttu hans fyrir efsta sætinu í Kraganum en skrif Björns Bjarna sonar gegn honum. Ögmund- ur hélt ræðu á mótmæla- fundi gegn árásum Ísraelsmanna á Palestínu og Björn hefur farið hamförum í gagnrýni sinni á Ögmund. Hvað er eðlilegt? En, að Birni. Hann hefur sérkennilega skilgreiningu á því hvað eðlilegt getur talist ef marka má orð hans um Ögmund. „Eðlilegt er að skoða andstöðu Ögmundar innan- ríkisráðherra við forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu í ljósi þátttöku hans í mót- mælaaðgerðum við bandaríska sendiráðið.“ Þetta kallar á skýringar. Það eru ekki allir svo „eðlilegir“ að geta tengt þetta tvennt saman, eins og Björn. kolbeinn@frettabladid.is R íkisstjórnin fer fram með sérkennilegum og fullkomlega ábyrgðarlausum hætti gagnvart lífeyrissjóðunum í landinu. Það gerist með kröfum um að þeir geri þrennt; taki þátt í að afskrifa lán, jafnvel þótt þeir telji sig geta innheimt þau, falli frá lánsveðum sem sett hafa verið til tryggingar lánum frá sjóðunum og taki þátt í að fjármagna stór- verkefni á vegum stjórnvalda. Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að ríkisstjórnin íhugaði að setja lög til að þvinga sjóðina til að gera eins og henni finnst að þeir eigi að gera. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, hafði í alveg grímulausum hótunum við þá í frétt á forsíðu blaðsins. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa mikið kvartað undan því að lífeyrissjóðirnir „geri ekki sitt“ til að leysa úr skuldavanda afmarkaðs hóps landsmanna og „taka þátt í endurreisninni“ með því að lána í stórverkefni. Eins og svo oft áður taka stjórn- málamennirnir kolrangan pól í hæðina og eru í raun að leggja til að langtímahagsmunum mikils meirihluta þjóðarinnar sé fórnað í þágu sérhagsmuna lítils hóps og pólitískra markmiða til skamms tíma. Stjórnarliðið talar um lífeyrissjóðina eins og þeir séu í hópi vondu fjármagnseigendanna, sem sjálfsagt er að pína til hins ýtrasta. Við skulum aðeins rifja upp hverjir eiga lífeyrissjóðina. Það er fólkið í landinu, hver einasti launamaður. Samkvæmt nýjustu tölum frá sjóðunum áttu 312.351 sjóðfélagar lífeyrisréttindi hjá þeim í ársbyrjun. Af þeim eru 253.769 með gilt heimilisfang á Íslandi, eða um 80% af skráðum íbúum landsins. Þetta eru fjármagnseigendurnir í þessu tilviki. Við treystum öll á lífeyrissjóðina að tryggja afkomu okkar og fjölskyldu okkar þegar við verðum orðin gömul eða ef við veikj- umst eða slösumst og getum ekki unnið fyrir okkur. Á stjórnendum lífeyrissjóðanna hvílir sú skylda að ávaxta fé sjóðfélaganna til þess að þeir geti staðið undir lífeyrisgreiðslum. Sérstaklega er tekið fram í lögum um sjóðina að þeim sé ekki heimilt að inna nein önnur framlög af hendi en lífeyri. Jafnframt er féð í sjóðunum eign sjóðfélaganna og sem slíkt verndað af eignar- réttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Þeim er ekki heimilt að gefa þessar eignir eftir og þeim er ekki heimilt að fjármagna opinberar fjárfestingar sem skila lakari ávöxtun en fæst annars staðar. Þessi laga- og stjórnarskrárákvæði eru sett af góðri ástæðu; til að vernda fé fólks fyrir óskammfeilnum puttum skammsýnna stjórnmálamanna. Þeir hafa líka aðrar leiðir til að fjármagna sín pólitísku markmið. Ef stjórnmálamenn vilja hjálpa fólki sem hefur fengið lánað veð í eign ættingja – og í þeim hópi eru vissulega margir í erfiðleikum – er hreinlegra og heiðarlegra að hækka bara skattana til að eiga fyrir aðstoð við þennan hóp. Áðurnefndar hótanir stjórnarliðsins í garð lífeyrissjóðanna eru ekki það eina. Það má líka nefna sérstaka skattlagningu á sjóðina og tal einstakra ráðherra og þingmanna um að bezt væri að taka hér upp gegnumstreymiskerfi lífeyris í stað sjóðsöfnunarkerfisins, sem Íslendingar eru víða um heim öfundaðir af. Þetta allt saman- lagt bendir sterklega til að í núverandi stjórnarmeirihluta séu fáir sem botna nokkuð í því hvernig lífeyriskerfið virkar eða til hvers það er; að tryggja langtímahagsmuni okkar allra. Hótanir stjórnarliðsins í garð lífeyrissjóða: 253.769 vondir fjármagnseigendur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.