Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 32
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32
Oft er rætt um nauðsyn
þess að byggja lífeyris-
kerfi þjóða á þremur meg-
instoðum. Hér á landi
hefur einmitt verið farin
slík leið í öllum meginat-
riðum og á erlendum vett-
vangi er Ísland tekið sem
dæmi um vel heppnaða
uppbyggingu.
Lífeyrissjóðir, almanna-
tryggingar og frjáls sparn-
aður mynda þessar þrjár
meginstoðir. Hver þeirra hefur
sérstöku hlutverki að gegna. Engin
ein stoðanna nær þeim markmið-
um sem stefnt er að en séu þær
allar til staðar má byggja öflugt
lífeyriskerfi sem nær til allra.
Meginmarkmiðið er að tryggja
öllum viðunandi ellilífeyri auk þess
sem lífeyriskerfin þurfa að veita
áfallatryggingar vegna örorku og
ótímabærs fráfalls. Hversu öflug
lífeyriskerfi geta verið fer fyrst
og fremst eftir efnahag hverrar
þjóðar og hvort framsýni og fyrir-
hyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf
sem er undirstaða góðs efnahags
hlýtur því ávallt að verða megin-
forsenda öflugs lífeyriskerfis.
Framfærsla lífeyrisþega
Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu
samspili stoðanna þriggja er að
annast að stærstum hluta fram-
færslu lífeyrisþega. Hér á landi
hafa verið að byggjast upp sterkir
lífeyrissjóðir sem nú þegar standa
undir 58% af lífeyrisgreiðslum á
móti almannatryggingum
og þetta hlutfall fer hækk-
andi.
Afar mikilvægt er að
byggja upp lífeyrissjóðina
vegna þess að útgreiðslur
úr þeim byggja að meiri-
hluta til á fjármagns-
tekjum. Sé það vanrækt hjá
þjóð með þann metnað í líf-
eyrismálum sem við höfum
á Íslandi má ætla að skatt-
lagning á laun þyrfti í fram-
tíðinni að nema yfir 25% til þess að
fjármagna lífeyrisgreiðslur með
samtíma skattgreiðslum.
Hlutverk almannatrygginganna
er að tryggja tiltekið lágmark líf-
eyris. Þar sem myndun lífeyris-
réttinda í lífeyrissjóðum byggir á
iðgjöldum af launum verða alltaf
einhverjir einstaklingar sem ekki
ná að afla sér ásættanlegra lífeyr-
isréttinda. Það verður alltaf drjúg-
ur hópur sem af einhverjum ástæð-
um stendur utan vinnumarkaðar,
tímabundið eða alfarið. Því verður
alltaf þörf á greiðslum úr almanna-
tryggingum en það gildir líka að
geta samfélagsins til þess að standa
undir myndarlegu lágmarki lífeyr-
is fer eftir því hversu vel hefur tek-
ist til við uppbyggingu lífeyrissjóð-
anna.
Traust eignastaða
Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er
að byggja upp eignastöðu. Langflest
heimili vilja byggja upp trausta
eignastöðu óháð lífeyrisréttind-
um. Að vissu leyti draga lífeyris-
sparnaður og almannatryggingar
úr þörfinni fyrir sparnað og eigna-
myndun heimilanna. Traust eigna-
staða skapar engu að síður mikið
öryggi á allri lífsleiðinni og mögu-
leika til að verjast áföllum sem á
geta dunið og hafa ekkert með líf-
eyristryggingar að gera.
Stærsti hluti frjálsrar eigna-
myndunar hjá heimilunum í land-
inu er í íbúðarhúsnæði en flestum
okkar þykir eftirsóknarvert að eign-
ast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru
svo ýmis konar almennur sparnaður
og eignarhlutir í fyrir tækjum. Hinn
frjálsi sparnaður og eignamyndun
gefur fólki aukinn sveigjanleika og
valmöguleika þegar líður á ævina.
Margir nýta eignalega stöðu sína til
að koma sér vel fyrir í ellinni með
kaupum á viðeigandi húsnæði.
Allar þrjár stoðirnar þurfa að
vinna vel saman til að skapa heild
þar sem búið er að lífeyris þegum
með sóma og af metnaði. Sífelld
þörf er á umræðu um lífeyris mál til
þess að vega og meta árangur þess
fyrirkomulags sem við höfum valið.
Breytingar þurfa að vera yfirvegað-
ar og treysta lífeyriskerfið til lengri
tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki
skipta miklu máli.
Þriggja stoða lífeyriskerfi
LÍFEYRISSJÓÐIR
Vilhjálmur
Egilsson
framkvæmdastjóri SA
➜ Allar þrjár stoðirnar
þurfa að vinna vel saman til
að skapa eina heild þar sem
búið er að lífeyrisþegum
með sóma.
Nýlega kynnti starfshóp-
ur undir forystu Skúla
Helgasonar, alþingis-
manns og varaformanns
menntamálanefndar, til-
lögur sínar um sam-
þættingu menntunar og
atvinnu. Verulegum hluta
skýrslunnar er beint að
framhaldsskólanum á
Íslandi. Í upphafi vekur
athygli að framhaldsskól-
inn átti engan fulltrúa í
þessum starfshópi ef frá
er talinn einn starfandi skóla-
meistari einkarekins framhalds-
skóla. Umfjöllun um grunnskóla
og framhaldsskóla einkennist af
því að horft er á skólastigin utan
frá og starfshópurinn virðist
hvorki hafa átt beinar samræður
við starfsfólk skólanna né samtök
kennara og skólastjórnenda sem
gerst þekkja þær aðstæður sem
skólastarfinu eru búnar. Ekkert
er stuðst við rannsóknir á skóla-
starfi né heldur vitnað í skýrslur
um skólastarf og skólahald.
Hér verður sjónum fyrst og
fremst beint að því hvernig
skýrslan snertir veruleikann í
starfi íslenskra framhaldsskóla
sem berjast nú í bökkum enn eitt
árið og veruleika stjórnvalda sem
fjórum árum eftir setningu nýrra
framhaldsskólalaga sjá ekki til
lands um framkvæmd þeirra.
Umfjöllun skýrsluhöfunda um
málefni eins og brottfall, skil
grunn- og framhaldsskóla og fram-
halds- og háskóla, stöðu verk- og
tæknimenntunar og lengd náms-
tíma til stúdentsprófs og annarra
lokaprófa er síðan efni í fleiri
greinar.
Menntastefnan og vandamálin
Greining hópsins á meginþáttum
og markmiðum í almennri mennta-
stefnu á Íslandi er kunnugleg
útlistun atriða sem flest eru þegar
hluti opinberrar menntastefnu.
Áhyggjuefnum sem reifuð eru í
skýrslunni deila kennarar sann-
arlega með skýrsluhöfundum. Má
þar nefna hátt hlutfall einstaklinga
sem aðeins hefur lokið grunnskóla-
menntun, mikið atvinnuleysi ungs
fólks með litla menntun, brott-
hvarf úr námi, skort á leiðsögn
og ráðgjöf um náms- og starfsval
og skort á verk- og tækni-
menntuðu fólki. Raun-
ar má líka benda á að um
flest þessara mála hefur
Ísland fyrir löngu sett sér
markmið með samstarfs-
þjóðum á Evrópuvettvangi
en lítið orðið um fram-
kvæmd eða efndir og mega
þar bæði alþingismenn og
ríkisstjórnir undan farin
10-15 ár spyrja að ábyrgð
sinni.
Skautað yfir veruleikann
Á meðan unnið var að skýrslunni
sem hér er til umræðu var frum-
varp til fjárlaga fyrir árið 2013
lagt fram á Alþingi. Í því er ekki
gert ráð fyrir neinu fé til að koma
framhaldsskólalögunum frá 2008
í framkvæmd og áformaðar fjár-
veitingar framhaldsskólanna
munu ekki duga mörgum þeirra til
þess að ná endum saman í rekstri
sínum. Á sama tíma var unnið að
úrvinnslu samkomulags mennta-
og menningarmálaráðherra við
framhaldsskólakennara og stjórn-
endur í framhaldsskólum sem
gert var vorið 2011 um faglega og
kjaralega endurskoðun í tengslum
við framhaldsskólalögin. Það hafði
mikil og neikvæð áhrif á þá vinnu
að hvorki reyndist til heildar-
áætlun um innleiðingu laganna,
sem taka eiga gildi að fullu 2015,
né heldur hafði ríkisvaldið búið
sig fjárhagslega undir kostnað af
væntanlegu samkomulagi.
Því vekur fullyrðing skýrslu-
höfunda á bls. 4 furðu en hún er
svohljóðandi: Fyrir liggur áætlun
um fulla innleiðingu laganna til
ársins 2015. Þá verða allir skólar
komnir með námsbrautir byggðar
á hinni nýju námskrá. Allir náms-
áfangar og námsbrautir verða skil-
greindar á hæfniþrep og aðgengi-
legar í námskrárgrunni á netinu.“
Því er svo við þetta að bæta að um
2 milljarðar króna sem áætlaðir
voru til innleiðingar nýju fram-
haldsskólalaganna hurfu í hít
hrunsins og rekstur framhalds-
skóla hefur verið skorinn niður ár
hvert síðan – í raun miklu meira en
stjórnvöld hafa viljað vera láta þar
sem nemendum hefur sífellt fjölg-
að en umfjöllun um fjármál fram-
haldsskóla við fjárlagagerðina ár
hvert ekki tekið til þess veruleika.
Námsaðstæður í framhaldsskólum
eru nú verri en fyrir setningu lag-
anna margumræddu þar sem skól-
arnir hafa tilneyddir fjölgað nem-
endum óhóflega í námshópum,
skorið niður stoðþjónustu og dreg-
ið úr námsframboði – allt vegna
niðurskurðar. Í fjárlagafrumvarpi
fyrir árið 2013 kemur fram að upp-
safnaðar aðhaldsaðgerðir í fram-
haldsskólakerfinu árin 2009-2013
eru rúmir 4 milljarðar.
Fjölbreyttur framhaldsskóli
Aðferð skýrsluhöfunda er í megin-
atriðum sú að tilgreina ýmis
kunnugleg vandamál sem þeir
telja óleyst og beina því síðan til
ýmissa aðila að leysa þau en án
þess að gera grein fyrir forsendum
sem skapa þarf s.s. um mannafla
og sérfræðiþekkingu, aðstæður,
námsgögn og annan búnað. Nær öll
þessi atriði eru beintengd fjármun-
um og því ámælisvert að í skýrsl-
unni skuli alvarleg fjárhagsstaða
framhaldsskólanna alveg hunsuð
og vart nokkurs staðar getið um
hlutverk og þýðingu kennara í
endursköpun íslensks framhalds-
skóla. Framhaldsskólarnir sjálfir
eru þrátt fyrir erfiðar aðstæður í
sífelldri þróun og hafa á að skipa
því fólki sem er í bestri aðstöðu
til þess að meta og koma til fram-
kvæmda nauðsynlegum breyting-
um á námi og skólastarfi.
Með þessu er í engu skorast
undan því að endurskoða gildandi
skipulag, velta fyrir sér leiðum til
þess að kveikja og viðhalda náms-
áhuga og færa skólastarfið nær
veruleika ungs fólks á 21. öld.
Ekki er heldur litið fram hjá nauð-
syn þess að tengja saman skóla
og atvinnulíf eða skólann og sam-
félagið í víðari skilningi. Að lokum
má spyrja hvers vegna vinna
starfshópsins og afurðir hans eru
ekki unnar í beinum tengslum við
framkvæmd nýrra laga um skóla-
starf og menntastefnu sem ætla
verður að þeir flokkar sem starfa
saman í ríkisstjórn standi saman
um.
Menntamálaskýrsla úr tengsl um
við veruleika skólastarfs
MENNTUN
Elna Katrín
Jónsdóttir
framhaldsskóla-
kennari
➜ Framhaldsskólarnir eru
þrátt fyrir erfi ðar aðstæður í
sífelldri þróun.
Geimóperan erunOpinb er komin í búðir.
Þar segir Hugleikur Dagsson frá biblískum
heimsendi með tilheyrandi englum og
skrímslum. Bókin er tiltölulega frumleg
en stelur samt aðeins úr öðrum ævintýrum
eins og Stargate, Mars Attacks og Biblíunni.
Í TILEFNI ÚTGÁFUNNAR VERÐUR PUB QUIZ
MEÐ BIBLÍUÞEMA Á BAR 46 Í KVÖLD,
FIMMTUDAG, KL. 20.
Séra Hugleikur stjórnar spurningakeppni
um Jesú og Guð og svoleiðis.
Bjór á meðan birgðir endast
og góð tilboð á barnum.
AF NETINU
Svona fólk vil ég á þing
Ég ætla að kjósa umburðarlynt, víðsýnt og fordómalaust fólk, en sneiða
hjá dómhörðu, þröngsýnu og fordómafullu fólki.
Ég ætla að kjósa þá sem eru tilbúnir að vinna með öðrum vönduðum
þingmönnum að málum sem gera Ísland betra.
Ég ætla að kjósa þá sem munu styðja góð mál, sama úr hvaða flokki þau
koma, og mótmæla vondum málum, sama hvaðan þau koma.
Ég ætla að kjósa þá sem standa með sterkri Reykjavík, en láta ekki
undan þrýstingi kjördæmapotara sem hafa horn í síðu hennar.
Ég ætla að kjósa fólk sem er hugmyndafræðilega nógu sterkt á svellinu
til að geta metið ný og óvænt mál á forsendum einstaklingsfrelsis en
þarf ekki að reiða sig á gamlar kreddur.
Ég ætla að kjósa fólk sem hefur ástríðufullan áhuga á því að gera Ísland
betra og er ekki í stjórnmálum út af völdum og vegtyllum.
gislimarteinn.is
Gísli Marteinn Baldursson