Fréttablaðið - 22.11.2012, Síða 38

Fréttablaðið - 22.11.2012, Síða 38
FÓLK|TÍSKA ■ TÍSKA Fræga fólkið skapar tísku á ýmsum sviðum. Oft birtast myndir af frægum stjörnum með lítil börn. Fólk tekur eftir hvaða tegundir þetta fólk hefur valið af barnakerrum eða -vögnum. Svo virðist sem hollensku Bugaboo-barnavagn- arnir og -kerrurnar séu efst á vinsældarlistanum. Þetta vörumerki hefur verið leiðandi undanfarin ár á þessu sviði og er enn. Bugaboo hefur þróað barnakerrur með þægindi og glæsileika að leiðarljósi. Elton John spókar sig um götur Los Angeles með barnið sitt í Bu- gaboo, það gerir einnig Rachel Zoe og Kate Hudson auk ann- arra. Á nýjustu vögnunum er litríkur skermur sem stjörnurn- ar virðast hafa fallið fyrir. Þá virðist MacLaren-regn- hlífarkerran ávallt vera vinsæl hvort sem er hjá þeim frægu eða hinum almenna borgara. Adam Sandler ekur barni sínu í þeirri víðfrægu kerru, en það gera líka Jessica Alba og Sarah Jessica Parker. EKIÐ UM MEÐ BUGABOO Stærðir 40 – 58 Mikið úrv al að kjólum og tunicum við öll tæ kifæri Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Vantar þig buxur? Hjá okkur færð þú vandaðar buxur í úrvali Stretchbuxur, gallabuxur, sparibuxur, vinnubuxur, kvartbuxur, ullarbuxur Góð snið Tvær síddir Stærðir 36-52 Verð frá 11.980 Grafíski hönnuðurinn Robert Van Spanje hefur búið til endurskinsmerki til að líma á föt. Form merkjanna eru af Íslandi og íslenskum dýrum og einstaklega þjóðleg að sjá. „Ég tók eftir því að Íslendingar virðast eiga frekar erfitt með að ganga með endurskinsmerki. Og þá sérstaklega fullorðnir. Ég fór að líta í kringum mig og sá að úrvalið var frekar lítið fyrir fullorðna. Hins vegar var úr nægu að velja fyrir börn,“ segir Robert. Efnið í endurskinmerkjunum er svart en svo er prentað á það með svörtu bleki til að fá mynstur og myndir. „Þannig eru þau svört þar til lýst er á þau, en þá koma í ljós ýmis mynstur og út- línur. Íslendingar eru mjög hrifnir af svarta litnum og mig langaði að búa til merki sem hentuðu bæði við svona fínni föt sem og önnur. Merkin falla mjög vel að dökkum og svörtum flíkum svo þau sjást varla, en um leið og ljós fellur á þau lýsa þau upp. Séu merkin límd á ljósa flík sjást formin hins vegar mjög vel, sem er einnig mjög flott.“ Töluverð þróunarvinna átti sér stað áður en Robert datt niður á það efni sem hann notar í merkin. „Eftir að ég fékk hugmyndina fór ég að leita að hentugu efni til að vinna merkin úr. Ég gekk hérna um bæinn í töluverðan tíma með alls kyns merki á jakkanum mínum til að prófa gæði hinna ýmsu efna og límsins sem límir þau við flík- ina. Á endanum datt ég niður á gæða- efni sem ég er mjög sáttur við, það tollir vel á flíkunum, er sveigjanlegt og skilur ekki eftir sig merki ef það er tekið af.“ Endurskinsmerkin er hægt að líma á fleira en flíkur og tilvalið að setja þau á bakpoka, hjól, barna- vagna, kerrur og fleira. Robert er að vonum ánægður með árangurinn enda hafa viðtökur verið mjög góðar. „Ég er mjög glaður með þetta, og er að vinna að nýjum merkjum sem eru svona íþróttakallar.“ ÞJÓÐLEG OG TÖFF ENDUR- SKINSMERKI SEM LÝSA VEL LJÓS Í MYRKRI Robert Van Spanje hefur hannað endurskinsmerki til að líma á fatnað. Honum þótti Íslendingar tregir til að ganga með endurskinsmerki í skammdeginu og vildi leggja sitt af mörkum til að breyta því. FLÖKTANDI FUGLAR Alls er hægt að velja um átta mis- munandi endur- skinsmerki. Hægt er að sjá þau á heima síðunni www. flatwhistle.com/. SMART HÖNNUN Íslensk dýr urðu inn- blástur fyrir hönnuðinn. MEIRA KEMUR Róbert er ánægður með merkin sín og er að vinna í nýjum. MYND/VILHELM FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.