Fréttablaðið - 22.11.2012, Side 58

Fréttablaðið - 22.11.2012, Side 58
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 50 Hrollvekjan The Possesion eftir danska leikstjórann Ole Bornedal verður frumsýnd í kvikmynda- húsum annað kvöld. Bornedal vakti fyrst athygli með spennu- myndinni Nattevagten frá árinu 1994. Sú mynd hlaut frábæra dóma og aðsókn en var síðar endurgerð í Hollywood með þeim Ewan McGregor og Patriciu Arquette í aðalhlutverkum og farnaðist þá verr í kvikmynda- húsum Kvikmyndin segir frá Clyde Brenek sem er nýskilinn við eiginkonu sína, Stephanie, og eiga þau saman tvær unglings- dætur; Emily og Hönnuh. Þegar stúlkurnar heimsækja föður sinn á nýju heimili hans í fyrsta sinn, detta þau inn á garðsölu í nágrenninu. Þar finnur Emily gamlan kistil sem hún heillast af og ákveður Clyde að kaupa hann handa dóttur sinni. Við nánari athugun virðist ómögulegt að opna kistilinn, en Emily tekst það að lokum og í kjölfarið byrja óútskýranlegir og hræðilegir hlutir að henda stúlk- una og fólkið í kringum hana. Leikarinn Jeffrey Dean Morgan fer með hlutverk Clydes Brenek og leikur Kyra Sedgwick fyrrverandi eiginkonu hans, Stephanie. Natasha Calis og Madison Davenport fara með hlutverk systranna Emily og Hönnuh Brenek. Með önnur hlutverk fara Grant Daven- port og reggítónlistarmaðurinn Matisyahu. Kvikmyndin hefur fengið mis- jafna dóma. Kvikmyndagagnrýn- andinn Roger Ebert gefur The Possesion næstum fullt hús stiga og segir hana vera frábæra hroll- vekju. „The Exorcist hefur verið fyrirmynd fjölda kvikmynda, og þessi [The Possesion] er ein af þeim bestu,“ sagði Ebert um myndina. Aðrir gagnrýnendur fara ekki jafn lofsamlegum orðum um myndina og segja hand ritið klisjukennt og fyrirsjáanlegt. The Possesion fær 39 prósentu- stig í einkunn frá gagnrýnendum á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 52 prósentustig frá áhorfend- um. ára er Natasha Calis, sem fer með hlutverk Emily Brenek. í einkunn fær myndin á kvikmyndavefnum Rotten- tomatoes.com. 13 39% Barist við illan anda The Possession er ný mynd eft ir Ole Bornedal. Illur andi tekur yfi r líkama ungrar stúlku. Gagnrýnandinn Roger Ebert gefur myndinni nánast fullt hús stiga. Handrit The Possession er innblásið af dularfullum kistli sem gekk kaupum og sölum á sölusíðunni eBay. com. Kistillinn var sagður hýsa „dybbuk“ sem sam- kvæmt þjóðsögum Gyðinga er illur andi sem fastur er í þessum heimi. Eigandi kistilsins, Jason Haxton, bauðst til þess að senda framleiðanda The Possession, Sam Raimi, kistilinn til að nota í myndinni en sá afþakkaði boðið. „Ég vildi ekkert með þennan kistil hafa. Ég er dauðhræddur við hlutinn. Ég hafði aldrei heyrt talað um dybbuk í samkunduhúsinu, en þekkti söguna um The Exorcist vel. Þegar ég kynnti mér frekar þjóðsögur Gyðinga fékk ég hroll inn að beini,“ sagði Raimi í við- tali við Entertainment Weekly. Jeffrey Dean Morgan, aðalleikari myndarinnar, sagðist ekki geta hugsað sér að handleika hinn raun- verulega kistil. „Á meðan ég vann rannsóknarvinnuna fór ég að finna fyrir mikilli hræðslu. Kærasta mín bað mig um að halda mig fjarri kistlinum.“ ➜ Kistillinn sem hræddi alla ANDSETIN The Possession segir frá ungri stúlku sem er andsetin. Myndin þykir minna um margt á The Exorcist. Bradley Cooper, Jennifer Law- rence og Robert De Niro fara með aðalhlutverkin í gaman- myndinni Silver Linings Play- book. Myndin fjallar um Pat Sol- atano, leikinn af Cooper, sem er með allt niður um sig í líf- inu. Hann er lagður inn á stofn- un fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að stríða og eftir átta mánuði þar flytur hann aftur heim í foreldrahús. Hugsanir hans eru þó margar hverjar helst til klikkaðar og þegar hann kynn- ist Tiffany, sem er jafnvel klikk- aðri en hann, myndast flókið en sérstakt samband þeirra á milli. Fjölskyldumyndin Here Comes the Boom fjallar um líffræði- kennarann Scott Voss, leikinn af Kevin James. Voss er annt um starf sitt og nemendur og þegar skólinn sem hann kennir við stendur frammi fyrir mikl- um niðurskurði ákveður hann að taka til hendinni. Hann skráir sig í fjölda UFC-bardaga í þeirri von að ná að safna nægum peningum til að bjarga skólanum. Önnur teiknimyndin um hrein- dýrastrákinn Niko kemur einnig í bíó um helgina. Að þessu sinni lendir hann í fjörugum ævintýr- um á milli þess sem hann verst hættunni frá Hvítu úlfynjunni sem telur sig eiga harma að hefna gegn honum. Bíó Paradís frumsýnir mynd- ina Safety Not Guaranteed í kvöld. Hún fjallar um þrjá blaðamenn sem komast í samband við mann sem telur sig hafa fundið lykil- inn á bak við tímaflakk. Hann býður þeim með sér í mikla ævintýraferð. - trs Léttar frumsýningar í bíóhúsum landsins Fengist við geðraskanir, niðurskurð og tímafl akk á spaugilegan hátt auk þess sem hreindýrastrákurinn Nikó snýr aft ur í sinni annarri teiknimynd. LÉTTGEGGJUÐ Bradley Cooper og Jennifer Lawrence leika léttklikkaða einstaklinga í gamanmyndinni Silver Linings Playbook. Svartir sunnudagar nefnist dag- skrárliður í Bíói Paradís sem fram fer öll sunnudagskvöld. Aðstand- endur Svartra sunnudaga eru Hug- leikur Dagsson, Sjón og Sigurjón Kjartansson og hafa þeir staðið fyrir sýningum á myndum sem falla undir költ-flokkinn. Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur verið fenginn til liðs við þá félaga og mun hann standa fyrir sérstöku Todd Brown- ing kvöldi næstkomandi sunnudag. Þá verða sýndar tvær myndir í leik- stjórn Browning; Dracula frá 1931 og Freaks frá 1932. Páll Óskar mun einnig halda stuttan fyrirlestur um Browning, sem var gerður útlæg- ur úr Hollywood eftir gerð hinnar umdeildu kvikmyndar Freaks. Freaks var byggð á smásögu eftir Tod Robbins sem bar titilinn Spurs og kom út árið 1923. Browning, sem hafði starfað í nokkur ár hjá farandsirkus, fékk fólk með raun- verulega fötlun til að leika í mynd- inni í stað leikara. Þetta vakti hörð viðbrögð meðal almennings og var myndin meðal annars bönn- uð á Englandi í þrjátíu ár. Eftir að Freaks kom út átti Browning í erfið- leikum með að finna vinnu og leið fer- ill hans undir lok skömmu síðar. Sýningar hefjast klukk- an 20 í Bíói Paradís. Svartir dagar í Bíói Paradís ÚTGÁFUBOÐ! Verið hjartanlega velkomin að fagna með okkur útgáfu Hvítfeld – fjölskyldusögu eftir Kristínu Eiríksdóttur í Bókabúð Máls og menningar 22. nóvember kl. 17.00. LÉTTAR VEITINGAR OG UPPLESTUR VIÐUNDRIN Kvikmyndin Freaks verður sýnd á Svörtum sunnudegi í Bíó Paradís. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.