Fréttablaðið - 22.11.2012, Side 62

Fréttablaðið - 22.11.2012, Side 62
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54 Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sig- hvatsson hefur tryggt sér réttinn á nýrri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur, Kulda, sem kom út fyrir helgi. Kuldi er sjálfstæður tryllir í anda bókar Yrsu, Ég man þig, sem Sigurjón hefur þegar keypt réttinn á og fer myndin í tökur á næsta ári. „Kuldi sýnir enn á ný að Yrsa er einstakur höfundur sem hefur tök á lesand- anum frá upphafi til enda,“ segir Sigurjón. „Það andrúmsloft og þær persónur sem hún skapar í bókum sínum henta þar að auki vel kvikmyndaforminu, þar sem sögurnar eru afar myndrænar og persónurnar lifandi. Að mínu mati er Kuldi ef eitthvað er enn sterk- ari og áhrifameiri bók en Ég man þig og Afar myndrænar og lifandi persónur Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á Kulda, nýrri glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur. ÁNÆGÐUR Sigurjón Sighvatsson er ánægður með að hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn á Kulda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Söngkonan Britney Spears er sögð vera hætt við að ganga í það heil- aga með unnusta sínum, Jason Trawick. Ástæðan er síendur tekin rifrildi milli þeirra. Samkvæmt Radaronline.com átti brúðkaupið að fara fram í lok desember en eftir röð rifrilda hefur parið snögglega hætt við þau áform. „Þau sögðu vinum sínum að brúðkaupinu yrði frestað. Brit- ney finnst Jason ekki skemmti- legur lengur og finnst hann haga sér meira eins og foreldri en ást- maður,“ hafði vefsíðan eftir heim- ildarmanni sínum. Hætt við brúðkaupið HÆTT VIÐ Britney Spears er sögð hafa hætt við brúðkaup þeirra Jasons Trawick. Til stendur að setja upp á Broad- way leikrit byggt á bók Nikki Sixx, bassaleikara Mötley Crüe, The Heroin Diaries: A Year in the Life of a Shattered Rock Star. Þetta staðfesti hinn 53 ára Sixx á Twitter- og Facebook-síðum sínum. „Verkefnið er komið frek- ar langt á veg. Vonandi kemur leikritið á fjalirnar seint árið 2013 eða snemma 2014,“ skrifaði hann. Bókin er byggð á dagbókar- færslum Sixx frá árunum 1986 til 1987, eða um svipað leyti og plat- an Girls, Girls, Girls kom út. Sixx lést næstum vegna of stórs heróín- skammts árið 1987. Heróíndagbók á Broadway LEIKRIT Á LEIÐINNI Leikrit byggt á reynslu Nikki Sixx er væntanlegt á Broadway. Ofurtöffarinn og kyntröllið Johnny Depp var ekki lengi að gráta eigin- konu sína Vanessu Paradis þegar þau skildu í júní. Hann var fljót- lega orðaður við hina tvíkyn- hneigðu mótleikkonu sína, Amber Heard, og virðist samband þeirra standa sterkum fótum. Heimildir herma að hann sé meira að segja búinn að játa henni ást sína. Marg- ir vilja meina að þau hafi verið byrjuð að slá sér upp áður en hann skildi við Paradis og að hún sé í raun ástæða skilnaðarins. Heldur áfram eft ir Paradis staðfestir að Yrsa er rithöfundur á heims- mælikvarða.“ Yrsa, sem er á upplestrarferð um Þýska- land, segist himinlifandi með að Sigurjón skuli hafa keypt réttinn á Kulda. Bókin geti ekki verið í betri höndum en hjá honum. Sigurjón hefur framleitt hátt í fimm- tíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðal- lega sem sjálfstæður framleiðandi í Holly- wood. Kvikmynd hans Wild at Heart í leikstjórn Davids Lynch hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma. Meðal leikara sem hann hefur unnið með eru Harrison Ford, Robert DeNiro, Jeff Bridges, Tim Robbins, Nicholas Cage, Natalie Portman og Toby Maguire. -fb

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.