Fréttablaðið - 07.12.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 07.12.2012, Síða 12
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 6 7 5 J LAB NUS DESEMBER Komdu við og kynntu þ r væntan og veglegan j lab nus sem fylgir llum n jum Hyundai b lum desember NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. www.hyundai.is Opnunartími Hyundai Kauptúni 1 Öll þjónusta Hyundai er opin frá kl. 07.45–18.00 alla virka daga og 10.00–16.00 á laugardögum. Þetta á við um sýningarsalinn, viðgerðarþjónustuna, varahlutaverslunina og söludeildir nýrra og notaðra Hyundai bíla. Í neyðartilfellum er hægt að nýta sér 24ra tíma neyðarþjónustu varahlutaverslunar. UPPLIFÐU N JA T MA MEÐ HYUNDAI TAKMARKAÐUR AKSTUR Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf. Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is HYUNDAI i30 BENSÍN EÐA DÍSIL Verð frá 3.290.000 kr. HYUNDAI ix35 BENSÍN EÐA DÍSIL Verð frá 5.890.000 kr. *Takmarkað magn Komdu við og kynntu þér vegleg an jólabónus * með nýjum bíl f rá okkur! JÓLABÓNU S SÝRLAND, AP Hillary Clinton, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittust á Írlandi í gær og ræddu ástandið í Sýrlandi ásamt Lakhtar Brahimi, friðarer- indreka Sameinuðu þjóðanna og Arababanda lagsins gagnvart Sýr- landi. Rússar og Bandaríkjamenn hafa til þessa verið á öndverðum meiði gagnvart Sýrlandi. Bandaríkja- menn hafa gagnrýnt Rússa fyrir að standa í vegi fyrir að Samein- uðu þjóðirnar gætu komið upp- reisnarmönnum og almenningi í Sýrlandi með einhverjum hætti til aðstoðar, en Rússar segja Banda- ríkjamenn á móti reyna að hlutast til um innanríkismál Sýrlendinga. Harðir bardagar geisa nú í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Uppreisnarmenn hafa náð æ fleiri hverfum á sitt vald og sækja hart að miðborginni. Stjórnarhernum tókst seint í sumar að hrekja uppreisnarmenn frá borginni fljótlega eftir að þeir höfðu náð henni að mestu á sitt vald. Styrkur uppreisnarmanna er hins vegar orðinn miklu meiri nú en þá, enda hafa þeir náð á sitt vald æ fleiri vopnum og herbúnaði frá stjórnarhernum, sem að sama skapi er orðinn veikari fyrir. Þá hafa uppreisnarmenn náð á sitt vald æ stærri svæðum annars staðar í landinu, einkum í austur- hlutanum. Faisal Miqdad, aðstoðarutan- ríkis ráðherra Sýrlands, vísaði algerlega á bug í gær vanga veltum í fjölmiðlum um að Bashar al Assad forseti væri að skipuleggja flótta sinn frá landinu. „Þetta er fynd- ið, hlægilegt. Ég fullvissa ykkur hundrað prósent um að Assad for- seti mun aldrei yfirgefa þetta land,“ var haft eftir honum í fréttum frá Reuters. Þá er einnig óttast að Assad muni láta beita efnavopnum gegn upp- reisnarmönnum og almenningi í landinu, en ekki hefur þó verið stað- fest hvort stjórnvöld búa yfir slík- um vopnum. Breska stjórnin undirbýr nú breytingu á vopnasölubanni til Sýrlands, sem myndi gera Bretum kleift að útvega uppreisnar mönnum vopn. Þá er bandaríska flugmóður- skipið Eisenhower komið að strönd- um Sýrlands þar sem það bíður átekta, en skipið er komið verulega til ára sinna og var á leið til við- gerða í Bandaríkjunum. - gb / þeb Funduðu um Sýrland Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu með erindreka SÞ um málefni Sýrlands í gær. Harðir bardagar geisa nú í Damaskus og uppreisnarmenn ná fleiri hverfum á sitt vald. Óttast er að stjórnvöld gætu beitt efnavopnum. CLINTON Í DUBLIN Hillary Clinton hélt líka erindi í háskólanum í Dublin á Írlandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.