Fréttablaðið - 07.12.2012, Side 61

Fréttablaðið - 07.12.2012, Side 61
FÖSTUDAGUR 7. desember 2012 | MENNING | 41 Gierdu nefnist samísk listasýn- ing sem opnuð var í Norræna húsinu í gær. Dag Wernø Holter, norski sendiherrann á Íslandi, opnaði sýninguna við hátíðlega athöfn. Nafn sýningarinnar má þýða sem samhengi eða hring sem er einnig miðlægt tákn í samískri menningu. Gierdu-hreyfingar í samíska listaheiminum vísa til kraftsins og fjölbreytninnar í þessari list. Gierdu var sýnd á sextán stöðum í Norður-Noregi á árunum 2009 til 2011 og er nú á ferðalagi á norðurslóðum 2012- 2013: um Rússland, Svíþjóð, Finnland og Ísland. Á sýningunni eru verk frá RiddoDuottarMuseat-safninu í Karasjok í Noregi. Samkvæmt tilkynningu frá Norræna húsinu á safnið eitt af áhugaverðustu söfnunum af samískri samtíma- list á Norðurlöndunum. Sýningin verður opin til 6. janúar. Samísk listasýning Opnuð í Norræna húsinu í dag HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 07. DESEMBER Sýningar 19.00 Sýning Bjarkar Guðnadóttur, Snert, opnar í Slippnum hárgreiðslu- stofu, Skólavörðustíg 25a. Upplestur 12.10 Yrsa Sigurðardóttir og Ingibjörg Reynisdóttir lesa úr bókum sínum í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Boðið verður upp á te, kaffi og brauð. 17.00 Ritlistahópur Kópavogs efnir til upplesturs á kaffi Retro, Hamraborg 3. Sex höfundar lesa úr verkum sínum. Kvikmyndir 15.00 Heimildarmyndin John Lennon/ Plastic Ono Band verður sýnd í Kamesi Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15. Myndin fjallar um gerð samnefndrar plötu sem var fyrsta raunverulega sólóplata Lennons. Uppákomur 12.34 Fjölbreytt menningardagskrá er í boði á Jóladagatali Norræna hússins. Uppákomur hvers dags eru gestum huldar þar til gluggi dagatalsins verður opnaður í upphafi atburðarins. Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði dagatalið í ár. Tónlist 22.00 Dúkkulísurnar halda 30 ára afmælistónleika á Græna Hattinum, Akureyri. Góðir gestir koma einnig fram á tónleikunum. Miðaverð er kr. 2.000. 22.00 Bræðurnir Óskar og Ómar Guð- jónssynir, ásamt hljómsveit Óskars og Ife Tolentonu, halda tónleika á Blús- kjallaranum Neskaupsstað. 23.00 Hljómsveit Hússeins leikur á Ob- La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. Leiðsögn 12.00 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Þórunnar Elísabetar Sveins- dóttur, Lauslega farið með staðreyndir – sumt neglt og annað saumað fast, og sýningu Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur, Hinumegin. Báðar sýningarnar standa nú yfir í Hafnarborg og er aðgangur ókeypis. 12.00 Árdís Olgeirsdóttir fræðslufulltrúi sér um leiðsögn um sýninguna Fimm áratugir í grafískri hönnum í Hönnunar- safni Íslands. Þar má sjá verk grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is SAMÍSK HÖNNUN Eftir að hafa flakkað um Norður-Noreg er sýn- ingin nú komin á ferða- lag um norðurslóðir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.