Fréttablaðið - 07.12.2012, Side 66

Fréttablaðið - 07.12.2012, Side 66
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46 Gleði og glaumur á herrafatasýningu Hin árlega herrafatasýning Kormáks og Skjaldar fór fram með pompi og prakt í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldið. Glæsimenni sýndu nýjasta nýtt í herratískunni og gáfu áhorfendum hugmyndir um hverju skal klæðast yfi r hátíðarnar. Skemmtiatriðin létu heldur ekki á sér standa en meðal annars tróðu þeir Unnsteinn og Þórður úr Retro Stefson upp við góðar undirtektir en sá hinn síðarnefni er starfsmaður herrafataverslunarinnar. SIRKUSATRIÐI Þessir tveir létu ljós sitt skína á sviðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BROSMILD Ásrún Magnúsdóttir og Atli Bollason. FLOTT Unnur Elísabet og Gunnar. GAMAN Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason. SKEMMTU SÉR Gotti og Guðmundur. BROSANDI Marta og Járngerður. VINKONUR Anna Finnbogadóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Steinunn Hrólfsdóttir. Uppboð á búningum Michaels Jackson fór fram í Beverly Hills á sunnudag. Söngkonan Lady Gaga keypti fimmtíu og fimm hluti á uppboðinu. Ekki er vitað hvaða hluti Lady Gaga keypti en hún tjáði sig um kaupin á Twitter-síðu sinni. „Hlutirnir sem ég keypti verða skrásettir og varðveittir sem virðingarvottur við Michael Jackson, hugrekki hans og aðdá- endur hans um allan heim,“ ritaði söngkonan. Um 626 millj- ónir króna söfnuðust á uppboð- inu og mun hluti þeirrar upp- hæðar renna til góðgerðarmála. Vottar Jackson virðingu sína VOTTAR VIRÐINGU Lady Gaga keypti hluti sem voru í eigu Michaels Jackson á uppboði. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.