Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 80

Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 80
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið Frakkar hrífast af Auði Bók Auðar Övu, Rigning í nóvember, hefur fengið mjög góð viðbrögð í Frakklandi síðan hún kom þar út í ágúst. Yfir sextíu þúsund eintök eru seld, auk þess sem bókin hefur fengið góða dóma í stórblöðunum Le Monde og Libération og í tísku- blaðinu Elle. „Í þessari skáldsögu um konu sem lendir óvænt í móðurhlut- verkinu smellur allt saman,“ segir gagnrýnandi Le Monde. Í dómi Elle segir: „Það er jafn sjaldgæft og að vinna stóra pottinn í Lottóinu að falla tvisvar marflatur fyrir sama höfundi. Sú er þó raunin með Auði Övu Ólafsdóttur.“ Afleggjari Auðar Övu kom út hjá Zulma í Frakk- landi fyrir tveimur árum við mjög góðar undirtektir. Lært af mistökunum? Til þess eru vítin að varast þau kynni einhverjum að verða að orði við þá upprifjun sem boðið er upp á í Lögbergi HÍ í hádeginu í dag á opnum fundi Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála. Yfirskrift fundarins er: Getum við breytt stjórnmálunum til hins betra? Hvaða lærdóm má draga af átökum fyrri ára í stjórnmálum? Á fundinum ræðir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi rit- stjóri Morgunblaðsins, við gesti um nýútkomna bók sína, „Sjálf- stæðisflokkurinn– Átök og upp- gjör“. Umræðustjóri er Ragnheiður Elín Árnadóttir, stjórn- málafræðingur og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. - fb, óká VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Hjá okkur finnur þú allt til alls og færð meira fyrir peninginn Opið frá 11 - 20 alla daga Engihjalla og Granda 1 Þjálfari Serbíu tók þátt í varnar- leiknum frá hliðarlínunni 2 Náði David Beckham að breyta Bandaríkjunum? 3 Meistaramörkin: Chelsea komst ekki áfram– hvað sögðu sérfræðingarnir? 4 Liðin sem komust ekki í 16-liða úrslit misstu af 500 milljónum kr. 5 Meiðsli Lionels Messi eru ekki alvarleg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.