Fréttablaðið - 17.01.2013, Side 30
KYNNING − AUGLÝSINGNýir bílar FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s. 512-5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Hugmyndabílar eru skrautfjaðrir bíla-framleiðenda og því nýta þeir tæki-færið t i l að frumsýna
bílana á stórum bílasýning-
um sem vekja mikla athygli.
Ein slík er alþjóðlega bílasýn-
ingin í Detroit sem stend-
ur nú yfir en hún verður
opnuð almenningi hinn 19.
janúar. Hér fyrir neðan gefur
að líta nokkra hugmyndabíla
sem sýndir hafa verið á bíla-
sýningum síðustu mánuði um
allan heim. Þeir eru eins mis jafnir
og þeir eru margir en eiga það sameiginlegt að
vera æði óvenjulegir.
Ný framtíðarsýn
Fáir hugmyndabílar komast óbreyttir á framleiðslulínu
bílaframleiðenda enda eru flestir þeirra bæði yfirdrifnir í tæknilegu
tilliti og ævintýralegir útlits. Þrátt fyrir það eru hugmyndabílar
boðberar nýrra tíma þar sem fjöldaframleiddir bílar eru oft og tíðum
byggðir á þeim.
Þessi netti rafbíll frá Nissan, Nissan New Mobility, var
kynntur á CEATEC-sýningunni í Japan í október. Á
sýningunni var verið að kynna það nýjasta í raf- og
tækniiðnaði.
Hann er æði sportlegur Peugeot Onyx hugmyndabíllinn
sem kynntur var á bílasýningu í París í september síðast-
liðnum.
„Fun-Vii“ er heitið á þessum sérstaka hugmyndabíl frá
Toyota sem var til sýnis á Los Angeles bílasýningunni í
nóvember. Ytra byrði bílsins þjónar tilgangi skjás sem
birt getur myndir og skilaboð. Innréttingu bílsins er
einnig hægt að breyta eftir skapi ökumannsins.
Toyota kynnti Corolla Furia hugmyndabílinn á alþjóð-
legu bílasýningunni í Detroit í vikunni.
Mercedes-Benz Ener-G-Force hugmyndabíllinn var kynntur
til leiks á Los Angeles bílasýningunni sem haldin var í
nóvember síðastliðnum.
Hugmyndabíllinn Citroën Survolt var sýndur á alþjóðlegu
bílasýningunni í Sao Paulo í Brasilíu í október á síðasta ári.
Mik lar brey tingar hafa orðið á staðalbúnaði bif-reiða undanfarin ár og
þróunin er ör. Aukabúnaður sem
áður var í boði hjá dýrari bílum
er nokkrum árum síðar oft orðinn
staðal búnaður í ódýrari bílum.
Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Bí lgreinasambandsins,
segir breyting arnar í raun hafa
verið gríðar lega miklar og staðal-
búnaðinn hafa margfaldast frá
1990. „Á þeim tíma voru rafmagns-
rúður orðnar staðalbúnaður, sem
þótti mikil bylting. Í dag er auð-
vitað staðalbúnaður misríkulegur
milli bíla tegunda en segja má að
þegar kemur að staðalbúnaði leggi
bílaframleiðendur mesta áherslu
á öryggis búnað, eldsneytiseyðslu
og mengunar þáttinn auk þess sem
snýr að afþreyingu. Þannig skipt-
ir miklu máli hjá þeim að öryggis-
búnaðurinn fái fimm stjörnur, að
bíllinn eyði sem minnstu af elds-
neyti og að hann losi sem minnst
af óæskilegum efnum út í um-
hverfið. Þetta er keppikefli allra
bíla framleiðenda í dag.“
Ha n n se g i r A BS -hem l a-
læsinguna, sem kom fram árið
1984, hafa verið mikla byltingu
sem leiddi af sér fækkun slysa. Nú
séu öryggispúðar komnir nánast
allan hringinn í flesta bíla. „Einnig
má nefna hemlajöfnun sem vinnur
að því að rétta bílinn af svo hann
skriki ekki til. Síðan eru skynjar-
ar komnir í marga bíla sem meðal
annars láta bílinn bremsa sé hann
að klessa á. Nálægðarskynjarar eru
einnig orðnir algengir.“
Özur segir erfitt að spá fyrir um
framtíðina. Hann sér þó fyrir sér
staðalbúnað sem taki völdin af bíl-
stjóranum þegar við á, til dæmis ef
hann er að keyra á annan bíl sem
hann sér ekki. „Einnig má nefna
stöðugleikakerfið sem í dag er ekki
komið í alla bíla. Það hefur sýnt sig
að kerfið hefur fækkað banaslys-
um í Evrópu og Evrópusamband-
ið vill sjá það sem staðalbúnað í
öllum bílum innan skamms. Ann-
ars er vont að spá um framhald-
ið. Þegar ABS kom á sjónarsviðið
fannst manni það stórkostlegt en
nú þykir það sjálfsagt. Nú er verið
að prófa bíla sem þarfnast ekki
bílstjóra þannig að hver veit hvað
framtíðin ber í skauti sér.“
Ör þróun í
staðalbúnaði
Mikil þróun hefur orðið á staðalbúnaði bifreiða síðustu ár. Framleiðendur
leggja mesta áherslu á öryggisbúnað, mengunarþáttinn og eldsneytiseyðslu
auk þess sem snýr að afþreyingu.
„Segja má að þegar kemur að staðalbúnaði leggi bílaframleiðendur mesta áherslu
á öryggisbúnað, eldsneytiseyðslu og mengunarþáttinn,“ segir Özur Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. MYND/GVA
Fyrst ber að nefna nýtt myndavélakerfi í JX35 frá japanska fram-
leiðandanum Infiniti. Kerfið sýnir 360 gráðu mynd á skjá inni í
bílnum af því sem er í kringum hann. Þá bremsar bíllinn sjálfkrafa
ef hlutur kemur of nálægt þegar bakkað er.
Chevrolet kynnir nýjung í loftpúðum sem eru á milli farþega-
sætanna. Þeir koma í veg fyrir að fólk slasist þegar það kastast til og
skellur á hvert öðru í árekstri.
Í Ford Escape er hægt að opna skott bílsins án þess að nota hend-
urnar. Viðkomandi verður reyndar að hafa lykil bílsins á sér en þarf
aðeins að sparka með fæti undir afturstuðarann og skottið opnast
upp á gátt. Til að loka skottinu er aftur sparkað undir stuðarann.
Þetta kemur sér einkar vel þegar fangið er fullt af vörum. Svipaðan
búnað er einnig að finna í SL-Glass hardtop roadster frá Mercedes-
Benz.
Í Cadillac XTS lúxusbílnum er ný tækni sem varar bílstjórann við
ýmsum hættum í umhverfinu með titringi í bílstjórasætinu. Ef bíll-
inn fer yfir á rangan vegarhelming titrar sætið. Þegar verið er að
bakka og bíllinn er nálægt því að klessa á titrar sætið þeim megin
sem hættan er.
Í Nissan Altima er að finna tækni sem aðstoðar ökumenn við
að skrifa textaskilaboð með tengingu snjallsíma við bílinn. Kerfið
les upp skilaboð og hægt er að gefa raddskipanir um samþykki
eða breytingar. Í stýrinu eru flýtitakkar sem hægt er að nota til að
senda stöðluð SMS eins og „mér seinkar“ eða „er að keyra, get ekki
talað“. Tæknin er hugsuð í öryggisskyni svo að ökumaður þurfi ekki
að vera að handfjatla síma meðan hann keyrir og truflast því síður
við aksturinn.
Nýjasta tækni 2013
Á Ford Escape er nóg að sparka með öðrum fæti undir stuðarann og skottið opnast.
BÍLALEIKIR Á NETINU
Á netinu er hægt, í þar til
gerðum tölvuleikjum, að búa til
sinn eigin bíl, breyta honum og
bæta við óendanlegum fjölda
aukahluta. Flestir leikjanna
byggja á því að sá sem spilar
fær mót af bíl í hendurnar og
ýmsa möguleika til breytinga.
Til dæmis er hægt að breyta lit
bílsins eða setja á hann mynstur;
eldglæringar og fleira. Mismun-
andi felgur, vindskeiðar, grill og
húdd eru í boði. Litur á ljósum
og gleri er einnig breytanlegur
og býður upp á skemmtilega
möguleika.
Hægt er að velja milli ýmissa
leikja og breyta mismunandi
tegundum bíla. Síður þar sem
meðal annars má finna slíka leiki
á eru www.gamepilot.com og
www.keygames.com. Með því
að slá inn „car games“ á leitarvél
Google má svo finna fleiri síður
sem hýsa sambærilega leiki. Á
þessum síðum er einnig að finna
margs konar kappakstursleiki í
ýmsu formi; spyrnuleiki, rallýleiki
eða æsandi eltingaleiki þar sem
löggubíll reynir að ná bófabíl
ásamt fleiri áhugaverðum bíla-
leikjum.