Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.01.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 17.01.2013, Qupperneq 50
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Kvikmyndin Django Unchained er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er sú nýjasta frá leikstjóranum Quentin Tarant- ino, en hann skrifar einnig handrit- ið. Tarantino endurnýjar hér sam- starf sitt við leikarana Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. Django Unchained gerist í suð- urríkjum Bandaríkjanna tveim- ur árum fyrir borgarastríðið og segir frá vináttu þrælsins Django og þýska hausaveiðarans og fyrr- verandi tannlæknisins King Schultz. Tannlæknirinn hefur uppi á Django í von um að hann aðstoði sig við leitina að eftirlýstum glæpa- mönnum sem kallast Brittle-bræð- ur. Django hafði áður orðið fyrir barðinu á þeim bræðrum og þekkir þá því í sjón, nokkuð sem Schultz gerir ekki. Schultz kaupir Django með því loforði að hann muni öðl- ast frelsi þegar Brittle-bræðurnir eru allir. Þegar Django hefur öðl- ast frelsi sitt slæst hann í för með Schultz með því skilyrði að þegar vetri lýkur munu þeir hætta hausa- veiðunum um stund og hafa uppi á eiginkonu Djangos sem seld var í þrældóm til alræmds þrælahaldara að nafni Calvin J. Candie. Það er Jamie Foxx sem fer með hlutverk Django og austurríski leikarinn Christoph Waltz fer með hlutverk King Schultz. Kerry Wash- ington fer með hlutverk hinnar þýskumælandi eiginkonu Django, Broomhildu von Shaft og með önnur hlutverk fara leikararnir Samuel L. Jackson og Leonardo DiCaprio. Leikstjórn og handritsskrif voru í höndum Quentins Tarantino sem talaði um myndina fyrst í viðtali við The Daily Telegraph árið 2007. „Mig langar að búa til kvikmynd- ir sem gera hræðilega sögu Banda- ríkjanna að umfjöllunarefni sínu, en mig langar að gera þær í anda spagettívestranna. Ég vil gera mynd sem fellur inn í ákveðna kvik- myndagrein en tekur um leið á öllu því sem Bandaríkin hafa ekki tekist á við vegna skammar,“ sagði Tar- antino. Myndin hefur fengið góða dóma meðal gagnrýnenda og á vef síðunni Rottentomatoes.com hlýtur hún 89 prósent í einkunn frá gagnrýn- endum og 94 prósent frá hinum almenna áhorfanda. Á vefsíðunni Imdb.com fær hún 8,9 í einkunn og má því ætla að Tarantino muni sem fyrr ekki svíkja aðdáendur sína. - sm Spagettívestri sem fj allar um erfi ða sögu Bandaríkjanna Nýjasta kvikmynd Quentins Tarantino, Django Unchained, er frumsýnd annað kvöld. Myndin skartar þeim Christoph Waltz og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. Hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og áhorfenda. 5 tilnefningar til Golden Globe- verðlaunanna 5 tilnefningar til Óskarsverð- launanna 3. kvikmyndin sem ber titil þar sem „unchained“ er skeytt aftan við nafn höfuðpersónunnar. Leikararnir Ólafur Darri og María Birta fara með aðalhlut- verkin í nýrri íslenskri mynd, XL, sem frumsýnd verður á morgun. Myndin er í leikstjórn Marteins Þórissonar og fjallar um fyrrverandi fjölskyldumann, Leif Sigurðsson, sem hefur misst allt niðrum sig. Áfengisþorsti hans og óstýrilæti gera það að verkum að hann nær illa að sinna starfi sínu sem þingmaður og er að lokum skikkaður í meðferð af vini sínum sem er forsætisráð- herra Íslands og leikinn af Þor- steini Bachmann. Áður en Leifur heldur í með- ferðina ákveður hann þó að halda eitt svakalegt lokapartí þar sem ýmis leyndarmál koma í ljós og samband Leifs við tvítuga vin- konu dóttur hans meðal þess sem rifjað er upp. Gerard Butler snýr svo aftur á hvíta tjaldið um helgina í myndinni Chasing Mavericks. Þar skellir hann sér í blautbúninginn og leikur brim- brettasnillinginn Frosty Hesson. Hesson þessi er lærimeistari hins unga Jay Moriarity, sem ætlar sér að komast í fremstu raðir brimbrettakappa. Það er Jonny Weston sem fer með hlutverk Jay. Talað er um að í myndinni sé að finna mögnuðustu brimbrettasen- ur sem hafa nokkru sinni verið kvikmyndaðar og þó að þeir But- ler og Weston séu eflaust liprir á brettinu var ákveðið að fá nokkra af allra bestu brimbretta köppum heims til aðstoða í nokkrum senum. - trs Leyndarmál og brim- brettasnilld í bíó Auk Django verða tvær myndir frumsýndar um helgina, þar af er önnur rammíslensk. ÓLÍKLEG VINÁTTA Christoph Waltz og Jamie Foxx fara með aðalhlutverkin í nýrri mynd leikstjórans Quentins Tarantino. Leikstjórinn Guillermo del Toro vill fá leikkonuna Emmu Stone til að fara með hlutverk í nýrri kvik- mynd eftir sig. Kvikmyndin er hrollvekja sem ber titilinn Crim- son Peak. Del Toro samdi handritið að Crimson Peak skömmu eftir að hann hafði lokið við gerð Pan’s Labyrinth. Hann lýsir mynd- inni sem gotneskri ástarsögu í anda Brontë-systra. „Sagan ger- ist um aldamótin og er gotnesk ástarsaga með draugum. Hug- takið „gotnesk ástarsaga“ á ekki við stíl Barböru Cartland heldur meira í ætt við Brontë. Dökk, stormasöm og vindblásin,“ skrif- aði del Toro á heimasíðu sinni. Emmu Stone má sjá í glæpa- myndinni Gangster Squad sem verður frumsýnd hér á landi á næstu dögum. Ræðir við del Toro RÆÐIR VIÐ DEL TORO Emma Stone á í viðræðum við leikstjórann Guillermo del Toro. NORDICPHOTOS/GETTY BRIMBRETTATÖFFARAR Gerard Butler og Jonny Weston taka sig vel út í blaut- búningnum í myndinni Chasing Mavericks sem býr yfir nokkrum flottustu brimbretta senum kvikmyndasögunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.