Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 72
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Hrósið …
... fær Tristran Arnar
Beck, níu ára strákur í
Reykjanesbæ, sem bjargaði
heimili ömmu sinnar um
síðustu helgi þegar eldur í
kamínu fór úr böndunum.
Mugison á toppinn
Mugison fór beint á topp Tónlist-
ans, lista Félags hljómplötuútgef-
enda yfir mest seldu diska lands-
ins, í síðustu viku. Haglél, diskur
Mugisons, er sá fyrsti sem hann
gefur út með íslenskum textum
og var hans beðið með mikilli
eftirvæntingu. Mugison skaut
frumraun Of Monsters and Men,
My Head Is an Animal, ref fyrir
rass en sá diskur hafði verið eina
viku í toppsætinu. Of Monters
and Men er þó enn með mest
spilaða lagið í íslensku útvarpi
því áttundu vikuna í röð er lag
þeirra Little Talks á toppi Laga-
listans.-óhþ
Hönnun við höfnina
Hönnunargalleríið Netagerðin
Work & Shop var opnað í gær,
fimmtudag, við Nýlendugötu 14.
Sjö konur eru þar með vinnustof-
ur sem nú eru opnar þannig að
fólk getur keypt milliðalaust af
þeim. Úrvalið er fjölbreytt: textíl-
vörur, skartgripir, ljósmyndir og
hlutir fyrir heimilið.
Konurnar á bak við Netagerðina
eru Bryndís Bolladóttir textíl-
hönnuður, Anna María Sigur-
jónsdóttir ljósmyndari, Sigga
Heimis iðnhönnuður, Helga
Guðrún Vilmundardóttir og Árný
Þórarinsdóttir sem starfa undir
nafninu Stáss, Olga Hrafnsdóttir
og Elísabet Jónsdóttir sem starfa
undir nafninu Volki. Húsið hefur
undanfarin ár verið kallað Libo-
rius-húsið en nafnið Netagerðin
er dregið af því að þar var í
fjöldamörg ár Netagerð Reykdals
Jónssonar.
Nick Cave-veisla í
Hörpu
Kvikmyndaveisla til heiðurs Nick
Cave and the Bad Seeds hefst í
Hörpu á mánudag. Þrjár heim-
ildarmyndir um Cave og félaga
munu þá rúlla daglangt frá
klukkan 10 til 18 í Flóa-salnum
á jarðhæð Hörpu í eina viku.
Myndirnar eru hluti af heimild-
armyndaröð í fjórtán hlutum um
þessa mögnuðu hljómsveit og
eru eftir enska listafólkið Jane
Pollard og Iain Forsyth. Sýning-
arnar eru hluti af ráðstefnunni
You are in control, en þar eru í
kastljósinu nýjustu straumar og
stefnur í hinum skapandi og list-
ræna hluta stafræna heimsins.
Pollard og Forsyth eru einmitt
gestir ráðstefnunnar.
arionbanki.is – 444 7000
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
A
R
I 5
66
90
1
0/
11
„Enga verðtryggingu,
takk.“
Hvað skiptir þig máli?
Nú getur þú tekið óverðtryggt íbúðalán til 25 eða 40 ára
með föstum 6,45% vöxtum til fimm ára.
Kynntu þér málið á arionbanki.is.
Tinna Björk Baldvinsdóttir, 38 ára.