Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Side 2

Fréttatíminn - 25.11.2011, Side 2
Kristinn Þ. Geirsson, aðstoðarfor- stjóri Nýherja, segir að Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur landsliðs- markverði hafi verið boðið að taka við starfi deildarstjóra hagdeildar Nýherja þar sem hann væri á leið í fæðingarorlof. Deildarstjórinn, sem er kona, hafi sett þau skilyrði vegna aðstæðna sinna að Guðný Jenný yrði þá að setja handbolt- ann á hilluna, annars missti hún af áætlanagerð fyrirtækisins og gæti ekki gert þær að ári. „Við vildum bjóða henni starfið og leyfa henni að velja, frekar en að bjóða henni það ekki.“ Kristinn seg- ir að Guðný Jenný hafi sagt deildar- stjóranum að hún vildi ekki bakka út úr landsliðinu. „Þar af leiðandi rennur henni starfið úr greipum.“ HSÍ hefði frekar mælt með starfinu Kristinn segir að síðar hafi skýrst að ekki yrðu næg verkefni á nýju ári í bókhaldinu og eftir yfir- legu hafi verið ákveðið að segja Guðnýju Jen- nýju upp. „Við vildum undirbúa hana [fyrir uppsögn á nýju ári], en hún kaus þá að hætta strax og við borguðum henni uppsagnarfrestinn.“ Kristinn bendir á að Nýherji sé einn af styrktaraðilum kvenna- landsliðsins í handbolta. Hann hafi setið fund með Árna Þór og Einari Þorvarðarsyni frá HSÍ vegna upp- sagnarinnar. „Einar sagði nú með- al annars við mig að ef hann hefði vitað að þetta væru valkostirnir fyrir hana hefði hann hvatt hana til að taka starfið.“ - gag Bæjarfulltrúar hækka í launum Níu milljónir í að fella ráðhúsaspir Tæpar níu milljónir króna kostar að fella aspir við Ráð- húsið í Reykjavík og planta nýjum trjám í staðinn. Þetta kemur fram í svari garðyrkjustjóra borgarinnar við fyrirspurn borgarfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðis- flokks í borgarráði. Efniskostnaður er áætlaður frá 800 þúsundum króna upp í eina milljón króna. Þá er kostn- aður við undirbúning og hönnun tvær milljónir króna, en sá kostnaður nær einnig til annarra svæða borgarinnar. „Það er eins og þessi meirihluti skilji ekki mikilvægi þess að forgangsraða skattfé almennings. Það er eins og hann haldi að [borgin] sé dótakassi hans,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Hún skilji að það þurfi á endanum að skipta um þessi tré en á meðan borgin berjist í bökkum við að reka grunnþjónustu sé það ekki réttlætanlegt. „Þetta er eitt dæmi um það hvað meirihlutinn er ófókuseraður.“ - gag  atvinna afdrifarík landsliðsferð Nýherji rak markvörð sem vildi á heimsmeistaramót Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur var boðin stöðuhækkun eftir fjögurra ára starf hjá Nýherja en aðeins gegn því að hætta í landsliðinu í handbolta. Það vildi hún ekki. Henni var sagt upp störfum. Framkvæmdastjóri og formaður landsliðsnefndar kvenna vilja ekki tjá sig, hagsmunir sambandsins eru miklir. Nýherji er einn bakhjarla kvennalandsliðsins í handbolta Vildu leyfa Guðnýju Jennýju að velja á milli starfsins og boltans Aðstoðarforstjóri Nýherja segir að Einar Þorvarðarson, fyrrum landsliðshetjan og markvörður, hefði hvatt markvörð kvennalands- liðsins til að gefa liðið upp á bátinn hefði hann vitað að annars missti hún vinnuna. M arkverði kvennalands-liðsins í handbolta, Guð-nýju Jennýju Ásmunds- dóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Hún hafði unnið í fjögur ár hjá Nýherja og var boðin stöðuhækk- un í nýrri deild gegn því að hætta í landsliðinu. Hún kaus landsliðið og var stuttu síðar sagt upp störfum í gömlu deildinni. Guðný Jenný vildi ekki tjá sig um málið. Það vildi Einar Þor- varðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ, ekki heldur gera og vísaði á formann landsliðsnefndar kvenna, þar sem auð- veldara væri fyrir að hann tjái sig um þetta mál. Formaðurinn hefði verið á fundi sambands- ins og Nýherja í kjölfar uppsagnarinnar. „Ég þarf að vinna með svo mörgum fyrirtækjum og samstarfsaðilum, því hagsmunir sam- bandsins eru miklir líka.“ Spurður hvort sam- bandið geti ekki staðið með Guð- nýju Jennýju, svarar hann „Jú, jú, við stóðum með henni og fórum með henni á fund. Við gerðum það.“ Árni Þór Árnason er formaður landslið- snefndar kvenna og hann svaraði spurður um hvernig sambandið hefði tekið á málinu: „Ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það. Ég sé ekki að það sé hægt að leysa þetta í dagblöðum og fjölmiðlum.“ Árni Þór vill meina að ekki passi að tjá sig um málið. Ekki náðist í lands- liðsþjálfarann, Ágúst Jóhannsson. Árni svarar góðlátlega spurður hvort hann vilji ekki tjá sig um málið vegna fjárhagslegra hags- muna sambandsins að spurningin sé „nastý“ [kvikindisleg]: „Það er mjög erfitt að segja til um hvað samtök geta beitt sér. Allir okkar leikmenn á Íslandi eru í vinnu einhvers staðar og þurfa að njóta skilnings og stuðnings. [...] En þetta er ekki mál sem ég get tjáð mig um og vil ekki.“ Guðný er markvörður í landslið- inu og hefur spilað fimmtán leiki með því. Landsliðið tekur þátt í Heimsmeistaramóti kvenna í hand- bolta í Brasilíu, sem hefst í byrjun desember. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Spurning hvort Nýherji hefði getað fundið betri lausn en að reka landsliðsmarkvörðinn? VR kaus Nýherja meðal fjörutíu fyrir- tækja til fyrirmyndar 2011. Ljósmynd/Hari Guðný Jenný Ás- mundsdóttir ákvað að vera heldur í landsliðinu í handbolta en að þiggja stöðu- hækkun. Hún missti fyrra starf sitt fyrir vikið. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Laun þeirra sem starfa í nefndum, ráðum og stjórnum hjá Hafnarfjarð- arbæ verða hækkuð um 4,25 prósent aftur til 1. júní, um 3,5 prósent 1. mars og 3,25 prósent ári síðar. Full- trúar á föstum mánaðarlaunum fá eingreiðslu í desember og febrúar. Hafnarfjarðarbær er meðal sveitar- félaga sem hafa átt erfitt með að ná endum saman. „Þetta er nú ekki stór hluti af rekstri bæjarins. Við ráðum við að greiða kjarasamningsbundnar hækkanir við allt okkar starfs- fólk og þetta mun ekki breyta því eða raska á nokkurn hátt,“ segir Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri. Laun þessa hóps hafi verið lækkuð um 10 prósent í kjölfar hrunsins og fryst. Sanngjarnt sé að almenna kjarasamningshækkunin nái líka til þessa hóps. - gag Guðmundur Rúnar Árnason. Jólin kosta 38 þúsund á mann Jólaverslunin í ár mun vaxa um 2,5 prósent að nafnvirði frá síðasta ári, samkvæmt spá Rannsóknarseturs verslunarinnar. Samkvæmt henni verður jólaverslun í ár um það bil 13,5 milljarðar króna sem er aukning um 1,5 milljarð króna frá síðustu jólum. Vegna verðlagsáhrifa mun veltan hins vegar dragast saman um 2 prósent að raunvirði. Þrátt fyrir sam- drátt er óhætt að tala um hægfara bata jólaverslunar, segir Greining Íslandsbanka, en á síðasta ári dróst velta jólaverslunar saman um 3 prósent að raunvirði og um 4 prósent árið 2009. Árið 2008, fyrstu jólin eftir hrun, dróst veltan hinsvegar saman um tæp 20 prósent að raunvirði. Áætlað er að hver maður verji um það bil 38 þúsund krónum í innkaup sem tengjast jólunum. - jh Haraldur F. Gíslason furðar sig á aðbúnaði leikskóla- kennara í Reykjavík. Mynd/Hari  leikskólaMál forMaður félags leikskólakennara spyr uM öryggi barna á leikskóluM borgarinnar Úldinn fiskur í leikskólum Reykjavíkur? „Hvaða fiskur er í Reykjavík,“ er yfir- skrift bréfs Haraldar F. Gíslasonar, formanns Félags leikskólakennara, til Jóns Gnarr borgarstjóra þar sem hann bendir á bága stöðu leikskóla- kennara Reykjavíkur. Bréfið var ritað 24. október. Í því stendur að á fundum um landið hafi hann heyrt og undrast að leikskólakennarar í borg- inni segi að þeir fái ekki að undirbúa sig fyrir kennsluna. Hvergi á landinu sé staðan slík. Fari starfsmaður frá til undirbúnings verði annar að koma í staðinn. Við Fréttatímann segir hann að á því virðist vera misbrestur. „Ég velti því fyrir mér hvort borgarfulltrúar vilji hafa það á sam- viskunni að öryggi barna sé teflt í hættu,“ segir hann. Í bréfinu stendur að leikskóladeild með 23 börnum og einungis tvo starfsmenn geti ekki gætt lágmarksöryggis barna, hvað þá sinnt faglegri kennslu. „Er verið að bíða eftir því að alvarlegt slys verði á vakt undirmannaðrar deildar? Þegar deildir eru undirmannaðar verður að senda börn heim sem því nemur.“ Haraldur spyr í bréfinu hvort rétt sé að aðeins megi ráða í 40 prósenta afleysingar veikist starfsmaður leik- skóla til lengri tíma. Haraldur biður borgarstjóra um að láta fiskinn ekki úldna meira. Hann segir við Frétta- tímann að einu viðbrögðin sem við bréfinu séu símtal frá Oddnýju Sturludóttur og póstur frá Evu Ein- arsdóttur borgarfulltrúum. Eva segir ástandið í leikskólunum ekki eins alvarlegt og Haraldur vilji meina. Í nýrri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að leikskólar geti betur mætt því þegar starfsfólk veikist til langs tíma svo mannekla komi ekki niður á faglega starfi þeirra. Gefðu gjöf sem gleður, gjöf sem kítlar bragðlaukana Gjafakort á Nítjánda veitingastað er alveg tilvalið í jólapakkann 2 fréttir Helgin 25.-27. nóvember 2011
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.