Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 8

Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 8
N B. Sendi kr. 45 og jafna það næst ef Guð lofar. Kr. Jóh.“ Svo segir í niðurlagi skilagreinar til Star, sem Kr. Jóhannesson sendir frá Eyrarbakka 15. október árið 1903. Skilagreinin er meðal ýmissa gagna sem komið hafa í ljós innan úr veggjum og gólfum hins sögufræga húss Kirkjuhvols við Kirkjutorg 4 í Reykjavík. Fasteignafélagið Þórsgarður, sem nýverið keypti húsnæðið, vinnur að endurbótum. Næsta vor er fyrirhugað að tilbúnar verði í því allt að tuttugu hótelíbúðir. Meira leigu- húsnæði mun sjá um rekstur þeirra. Jón Sveinsson trésmiður hóf byggingu Kirkjuhvols árið 1899 og lauk henni árið 1901. Húsið er í hjarta Reykjavíkur, sunnan Dómkirkjunnar og skáhalt á Alþingis- húsið. Hið veglega hús var fyrsta íbúðarhús Reykjavíkur þar sem komið var fyrir mið- stöðvarhitun. Alþýðulestarfélag Reykjavík- ur opnaði þar lessal árið 1901 og starfrækti í nokkur ár. Á þriðja áratug liðinnar aldar komst Kirkjuhvoll í eigu bræðranna Herlufs og Arreboe Clausen. Þá var húsið lengi í eigu athafnamannanna Silla og Valda. Ýmis skrifstofu- og verslunarstarfsemi hefur verið í húsinu í gegnum árin en á jarðhæð þess nú eru Pelsinn og Vínbarinn. Við hina gagngeru endurnýjun innviða hússins kemur ýmislegt í ljós, fleira en fyrr- nefnd skilagrein sem getur meðal annars um greiðslu læknisvottorðs, sem kostaði 10 krónur, og annarra kostnaðarliða, meðal annars endurgreiðslu til Gísla Gíslasonar. Úr einum veggnum komu Stjórnartíðindi ársins 1905. Þar er fremst auglýsing frá nýstofnuðu Stjórnarráði Íslands þar sem H. Hafstein, ráðherra Íslands, auglýsir kosningu til Alþingis vegna láts Páls Briem, alþingismanns Akureyrarkaupstaðar. „Því þarf,“ eins og segir þar, „að efna til kosn- inga til Alþingis vegna hins látna þing- manns.“ Neðar á síðunni auglýsir Hannes ráð- herra að frá 23. mars 1905 skuli úr gildi fallnar auglýsingar Stjórnarráðsins frá fyrra ári um sóttkvíar Norðurísafjarðarsýslu (skrifað svo) og Ísafjarðarkaupstaðar vegna mislinga. Önnur auglýsing vekur einnig athygli en laust er þetta herrans ár til um- sóknar Stokkseyrarprestakall og tekið fram að prestsekkjan njóti eftirlauna af brauðinu, krónur 181 og 58 aurar. Fleira kom úr gólfum og veggjum en sandur sem notaður hefur verið til einangr- unar, þar á meðal passamynd karlmanns tekin á stofu Jóns Sæmundssonar. Þess utan er ýmislegt sem vitnar um rekstur í húsinu og þjónustu sem veitt var. Meðal þess eru vörunótur frá Silla og Valda, rúðu- strikuð bókhaldsblöð, þýskur innkaupa- listi, vörulisti yfir íþróttavörur og umslag til Árna Sighvatssonar frá Rexo í Chicago, „The Lively Magazine of Photography.“ Tvær nótur eru einnig stílaðar á sama Árna Sighvatsson frá Verzlun Jes Simsen, báðar frá árinu 1930. Á Árna eru einnig stíluð Stjórnartíðindi ársins 1929. Þeir sem í hús- inu bjuggu eða störfuðu nýttu sér þjónustu Björnsbakarís. Um það vitna nótur frá árinu 1927. Þótt Vínbarinn sé rekinn um þessar mundir á jarðhæð hins merka húss voru menn öðru vísi þenkjandi þar á þriðja tug liðinnar aldar. Um það vitnar blaðið Templar frá árinu 1930 sem Brynleifur Tobiasson rit- stýrði. Á forsíðu þess er rætt um þingsálykt- unartillögu um áfengisvarnir en stúkufrétt- ir eru inni í blaðinu, innlendar sem erlendar. Þar kemur meðal annars fram að Stór- stúkuþingið verði haldið í júní og að reglan hafi orðið 50 ára í Noregi. Auk auglýsinga á baksíðu eru bindindisfréttir á baksíðunni. Þess utan kom í ljós Stjórnarskrá og frum- varp til aukalaga fyrir undirstúkur undir lögsögu Stórstúku Íslands – gefin út af Stór- stúku Íslands og prentuð í prentsmiðjunni Gutenberg 1924. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  KirKjuhvoll uNNið að eNdurNýjuN og breytiNgum Gögnin koma innan úr veggjum og gólfum hússins Skilagrein frá árinu 1903 og Stjórnartíðindi frá 1905 eru meðal gagna sem komið hafa í ljós við endurnýjun hins sögfræga húss. Bindindisblöð Stórstúkunnar hafa leynst ofan við Vínbarinn. Opnaðar verða hótelíbúðir í húsinu næsta sumar. Ýmsir pappírar sem vitna um starfsemi í Kirkjuhvoli komu innan úr veggjum og gólfi hússins. Unnið er að endurbótum en ráðgert er að opna þar allt að tuttugu hótelíbúðir næsta sumar. Þeir sem í húsinu bjuggu eða störfuðu nýttu sér þjónustu Björns- bakarís. Um það vitna nótur frá árinu 1927. Íbúar Holtsbúðar fluttir á Vífilsstaði Allir íbúar hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar í Garðabæ hafa verið fluttir þaðan á Vífils- staðaspítala. Aðbúnaður á heimilinu þótti ófullnægjandi og var gagnrýndur í skýrslu Landlæknisembættisins, eins og Fréttatíminn greindi frá fyrr á þessu ári. Holtsbúð stendur nú auð. Gert er ráð fyrir því að nýtt hjúkr- unarheimili verði tekið í notkun í Sjálands- hverfi árið 2013. Fram kom í viðtali við Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, í Frétta- blaðinu, að samningur hefði verið gerður við Garðabæ um afnot af Vífilsstöðum þangað til. Íbúarnir sem fluttust frá Holtsbúð eru 39, allt eldra fólk sem margt þarf mikillar hjúkrunar við. Í nýja hjúkrunarheimilinu í Sjálandshverfi verður rými fyrir 60 heimilismenn. - jh Byggingarkostnaður hækkar Byggingarkostnaður hækkaði lítillega í nóvember eða sem nemur um 0,2 prósent frá fyrri mánuði. Verð á innlendu efni lækkaði um 1,3 prósent en verð á innfluttu efni hækkaði um 2,5 prósent. Vinnuhluti vísi- tölunnar sem og verð fyrir vélar, flutning og orkunotkun stóð í stað milli mánaða, að því er Hagstofan greinir frá. Byggingarvísitalan hefur hækkað um 10,7 prósent undanfarna 12 mánuði. Hækkunin skýrist helst af mikilli hækkun vinnuliðar vísitölunnar. Í kjölfar kjarasamninganna á almennum vinnumark- aði fyrr á árinu hefur vinnuliðurinn hækkað um tæp 20 prósent undanfarna 12 mánuði. Á sama tíma hefur innlent efni hækkað um 8 prósent og innflutt um 7 prósent. - jh Gengi krónunnar veikist Gengi krónunnar hefur veikst að undanförnu. Það veiktist töluvert á þriðjudaginn og kostaði evran þá rétt rúmar 160 krónur. Veikingin gekk þó að hluta til baka. Veikingin hélt áfram á miðvikudag og kostaði Bandaríkjadoll- ar þá tæpar 119 krónur, evran rúmlega 159,5 krónur og pundið rúmlega 185 krónur. Í lok október kostaði dollarinn rúmlega 112 krónur. Skýringin er, að mati Greiningar Íslandsbanka, líklega einna helst árstíðabundin sveifla í gjaldeyrisflæði til og frá landinu, nú þegar innflæði gjaldeyris vegna ferðamanna fjarar út samhliða því sem útflæði eykst vegna jólaverslunar. - jh Taktu stjórnina með Tímon tímaskráningarkerfi www.timon.is VILTU VITA Í HVAÐ TÍMINN FER? FÍ T O N / S ÍA Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús! Eldhúsdagatalið 2012 Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is 8 fréttir Helgin 25.-27. nóvember 2011
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.