Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 10

Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 10
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Jónas heiðursborgari Kópavogs  Fasteignir risaviðskipti í miðbænum Hriflu-villa Kára fór á 110 milljónir Heiðursorðuhafi í Val keypti glæsihýsi Kára Stefánssonar við Hávallagötu og borgaði rúmar hundrað milljónir í peningum fyrir. i ngólfur Friðjónsson, framkvæmda-stjóri löginnheimtu Frjálsa fjárfest-ingabankans, hefur fest kaup á hinu fræga húsi Hamragörðum sem stendur við Hávallagötu. Ingólfur, sem var sæmdur heiðursorðu íþróttafélagsins Vals árið 2008, greiddi 110 milljónir fyrir húsið í peningum. Samkvæmt kaup- samningi þarf núverandi eigandi, félagið Hávallagata 24, sem er aftur í eigu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, að aflétta 30 milljóna króna láni á eigninni fyrir lok janúar á næsta ári. Húsið hefur verið á sölu frá því í vor og hafa mörg tilboð borist í það. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst var þó aldrei inni í myndinni hjá Kára að selja fyrir lægri upphæð en Ingólfur borgar fyrir það. Ljóst er að ekki mun væsa um Ingólf við Hávallagötuna. Húsið er 329 fermetr- ar og sérlega reisulegt. Það er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1941. Upphaflega var húsið ætlað skólastjóra Samvinnuskólans. Sá var á þeim tíma sjálfur Jónas frá Hriflu og bjó hann í húsinu til dauðadags. Félag Kára keypti húsið af Elfari Aðalsteins- syni, syni Alla ríka á Eskifirði, árið 2002. Samkvæmt kaupsamningi mun Kári afhenda húsið í lok janúar á næsta ári – eða eftir rúma tvo mánuði. Þá mun hann væntanlega flytja með fjölskyldu sína upp í Fagraþing í Kópavogi þar sem hann hefur undanfarin ár staðið í byggingarframkvæmdum. Reyndar þótti yfirvöldum í Kóapvogi hann taka sér fulllangan tíma í verkið á tímabili og hótaði honum dagsektum. Ekki hefur þó aðgerðarleysi verið fyrir að fara hjá Kára í Kópavoginum að undanförnu því húsið, sem er rúmir 500 fermetrar, hefur flogið upp. Það er sérstakt í útliti og teiknað af Hlédísi Sveinsdóttur arkitekt, dóttur Sveins Eyjólfssonar fyrrverandi blaðaútgefanda. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Hávallagata 24 hefur hýst ekki ómerkari menn en Jónas frá Hriflu og Kára Stefánsson. Ingólfur Friðjónsson. Listasmiðja fyrir börn Börnum, 5-9 ára, verður boðið að spreyta sig á eigin listsköpun eftir að hafa skoðað valin verk á sýningunni Þá og nú í Lista- safni Íslands við Fríkirkjuveg næstkomandi sunnudag, 27, nóvember, í fylgd Ásgerðar Júlíusdóttur listfræðings. Nokkur verk á sýningunni verða skoðuð sérstaklega þar sem höfðað verður til ímyndunarafls barnanna og sögur sagðar. Að spjallinu loknu fer í gang listsmiðja þar sem börnin fá tækifæri til að skapa og túlka það sem fyrir augu bar. Foreldrum jafnt og yngri eða eldri systkinum er einnig velkomið að taka þátt. Sætafjöldi er takmarkaður en skráning fer fram í afgreiðslu safnsins við Fríkirkjuveg 7 og í síma 515 9600 til dagsins í dag, föstudags. - jh Rafrænar greiðslur hjá borginni Allir greiðsluseðlar frá Reykjavíkurborg verða sendir rafrænt í heimabanka frá og með næstu mánaðamótum og ekki prentaðir út fyrir aðra en einstaklinga sem náð hafa 67 ára aldri og fyrirtæki. Hægt er að óska eftir því sérstaklega að fá útprentaðan seðil í Rafrænni Reykjavík. Reykjavíkurborg hætti að senda út prent- aða greiðsluseðla vegna fasteignagjalda árið 2010. Hefur það sparað borginni um 280 þúsund heimsendingar á útprentuðum reikningum. Með breytingunni nú er gert ráð fyrir að um 200 þúsund greiðsluseðlar sparist til viðbótar. Sparnaður vegna þessa nemur 40-45 milljónum króna á ári. - jh Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að gera Jónas Ingimundarson píanóleikara að heiðursborgara Kópavogs. Með því vill bæjarstjórn sýna honum þakklæti fyrir ómetanlegt starf í þágu tónlistar, menningar og tónlistaruppeldis. Jónas hefur frá árinu 1994 starfað sem tón- listarráðunautur Kópavogs og var einn helsti hvatamaður þess að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs, var byggt. Þrír Kópavogsbúar hafa áður verið gerðir heiðursborgararar, hjónin Finnbogi Rútur Valdemarsson og Hulda Jakobsdóttir, fyrr- verandi bæjarstjórar, árið 1976 og Sigfús Halldórsson tónskáld árið 1994. Bæjarstjórn hyggst heiðra Jónas með móttöku í Salnum 4. desember. - jh  Dómsmál lögbannskraFa Horns á Dv Fallið frá lögbannskröfu á DV Fjárfestingafélagið Horn, sem er að fullu í eigu Landsbankans, hefur fallið frá lögbannskröfu á hendur DV. Þetta var ákveðið á mánudag, stuttu áður en taka átti málið til aðalmeðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Forsaga máls- ins er sú að Horn fékk lögbannskröfu á DV samþykkta til að koma í veg fyrir að blaðið birti fréttir upp úr fundargerðum Horns, sem DV hafði undir höndum, þar sem það gæti kostað félagið milljarða. Jafnframt vildu forsvarsmenn Horns fá gögnin afhent aftur en því var neitað. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir í samtali við Fréttatímann að þessi niðurstaða sé ánægjuleg en hann líti tilraun Horns til þöggunar alvarlegum augum. „Það er náttúrlega ekki eðlilegt að einhver pótintáti hjá Sýslumanni geti bara sí svona skellt lögbanni á okkur, þaggað niður í okkur og skaðað okkur fjárhagslega. Síðan draga menn bara mál til baka þegar þeim hentar,“ segir Reynir og bætir við að DV eigi eftir að ákveða hvort sóttar verða skaðabætur á hendur Horns vegna „þeirra búsifja sem blaðið varð fyrir vegna lögbanns- kröfunnar.“ Reynir Traustason, ritstjóri DV. Ljósmynd/Hari Það er nátt- úrlega ekki eðlilegt að ein- hver pótintáti hjá Sýslu- manni geti bara sí svona skellt lögbanni á okkur. Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Góðir posar á hagstæðum kjörum Þjónusta allan sólarhringinn Viðskiptavinir á landsbyggðinni fá senda posa sér að kostnaðarlausu Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina á www.borgun.is eða í síma 560 1600. Alltaf nóg að gera fyrir jólin! Lj ós m yn d/ va lu r. is 10 fréttir Helgin 25.-27. nóvember 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.