Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 14
L ífssaga Ingimars H. Ingimarssonar er ævintýri líkust – og á köflum eins og æsilegasta njósna- og spennusaga. Í sögu Ingimars skiptast á skin og skúrir, stórir sigrar og sárir ósigrar – jafnt í einka- lífi og starfi. Sjálfa fæðingu hans bar að með dramatískum hætti og átti það eftir að lita samskipti hans og móður hans næstu ára- tugi. Þegar móðir hans varð ólétt að honum var hún í hjónabandi með öðrum manni en föður hans og uppskar reiði og útskúfun fyrir. „Þessir atburðir höfðu líka alla tíð djúp- stæð áhrif á samband hennar við mig. Þetta var sem skuggi yfir okkar sambandi og er sárt að hugsa til þess að þetta þurfti að fara svona.“ Hann lýsir því í bókinni hvernig móð- ir hans bað hann fyrirgefningar þegar hún lá banaleguna en þá var hann í þungri drykkju og ekki tilbúinn til að takast á við þetta: „Í millitíðinni hafði ég reynt að drekka þetta burt, en það gekk auðvitað ekki, enda aðeins flótti frá vandamálinu. En ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég hafði rekið mig illa á í félagi við Bakkus.“ Umsvifamikill arkitekt enn í námi Ingimar ólst upp í Reykjavík eftirstríðsár- anna en var þegar í æsku haldinn mikilli at- hafnaþrá. Sem barn að aldri framleiddi hann og seldi drullusokka á reiðhjól, í mennta- skóla stundaði hann gjaldeyrisviðskipti og þegar hann hélt utan til Braunschweig í Þýskalandi í arkitektanám fór lítið fyrir hefð- bundinni skólagöngu, hann var farinn að lesa utanskóla eftir nokkra mánuði og starfaði á sama tíma við fagið, bæði undir handleiðslu annarra og eins á eigin vegum. Hann kom sér upp vinnuaðstöðu heima og leitaði svo uppi auðar lóðir í borginni. „Ég gat teiknað húsin sem áttu að rísa á þessum lóðum, hvort sem það voru íbúðir, skrifstofur eða verslanir, og vissi allt um fermetraverð, leiguverð og annan kostnað. Ég þekkti orðið skipulags- sviðið í borginni og gat gert alla kostnað- arútreikninga. Fyrir vikið var ég fær um að kynna allsherjaráætlanir sem gengu út á að fjárfestar gátu á frekar stuttum tíma fengið til baka allt sitt og gott betur.“ Síðan seldi hann tryggingafélögum hugmyndirnar. Drullusokkar og flugeldhús Ingimar varð einn fyrsti arkitektinn í Evrópu til að teikna í tölvu og byggði fljótt upp stóra teiknistofu í Reykjavík. En þrátt fyrir að vera umsvifamikill húsameistari þá var lífið eng- inn dans á rósum eins og hann lýsir í bók- inni; hjónabandið beið skipbrot, hann játaði sig sigraðan fyrir Bakkusi – eftir harða glímu – og átti í deilum við SAS eftir að hafa unnið með þeim um víða veröld við hönnun og upp- setningu flugeldhúsa. Kvöldið sem Berlínarmúrinn hrundi hafði Ingimar fengið nóg af deilum, ákvað að söðla um og halda á vit ævintýranna í Austur-Evr- ópu. Bréfasprengjur og horfnir menn Leið hans lá vítt og breitt um þessi nýfrjálsu ríki þar sem veruleikinn var annar en hann átti að venjast; menn hurfu af yfirborði jarðar, fengu bréfasprengjur, voru handteknir fyrir að að stela ríkiseignum, einkaþotur opnuð- ust í mikilli hæð og svo mætti lengi telja. Á einum stað segir Ingimar í bók þeirra Þor- finns: „Þetta var ekki síðasti maðurinn í mínu viðskiptaumhverfi sem týndi lífi. Hvert var ég eiginlega kominn?“ Óvænt tækifæri Dramatískustu viðburðirnir þar eystra áttu sér hins vegar stað í Leníngrad, síðar St. Pétursborg. Þangað kom Ingimar í leit að tækifærum en fyrst á dagskrá var að setja á stofn pizza-keðju eins og hann hafði gert í Austur-Berlín. En þegar hungursneyð og al- menn örbirgð ríkja í borg er tómt mál að tala um að opna veitingastaði. Á hinn bóginn kom í ljós að það var engin leið að hringja til út- landa úr borginni nema hvað tvær línur voru frá Hótel Astoria. Þarna sá Ingimar tækifæri og tók að leggja drög að stofnun símafyritæk- is. Til greina kom að sigla skemmtiferðaskipi til Pétursborgar frá Bandaríkjunum þar sem sett yrði upp fjarskiptamiðstöð en niðurstað- an varð sú að kaupa tvo farsímagáma sem höfðu skilað sínu hlutverki í Flóabardaga hin- um fyrri en þeim hafði verið varpað niður í eyðimörkina í Kúveit. Til þess að stofna síma- félag þurfti leyfi frá fyrirtækjaskrá Péturs- borgar. Ingimar var kominn í gott samband við borgaryfirvöld, hafði meira að segja farið með sjálfan borgarstjórann í sögulega ferð til Englands sem hann lýsir í bókinni. Örlagavaldur Einn af aðstoðarmönnum Sobtsjaks borgar- stjóra hafði alltaf virkað fremur kuldalegur á Ingimar. „Hann brosti sjaldan og gaf ekki færi á kæruleysislegu „small-talk“, sem gjarnan er fyrsta skrefið í kynnum manna. Þessi maður virtist því sannkallaður bjú- rókrati og ef hann sagði eitthvað á þessum fundum þá var það beint eftir bókinni og flokkslínunni.“ Þegar Ingimar kom á fund borgarstjóra til að leggja fram ýmis gögn til staðfestingar á stofnun á fyrsta einkasíma- fyrirtækinu í borginni – og öðru einkareknu símafélagi Rússlands – var borgarstjórinn ekki viðlátinn: „Eftir langa mæðu er okkur boðið inn til fundar, en þá er Sobtsjak ekki á staðnum heldur aðeins þessi lokaði og kaldi aðstoðar- maður hans. Hann situr þarna við endann á T-borði, kynnir sig sem yfirmann firmaskrár og segir að af þeim sökum hafi verið ákveðið að hann tæki þennan fund. Firmaskráin átti síðar eftir að verða mikill örlagavaldur í sam- bandi við gosverksmiðjuna, en það er önnur saga. Ég fer að segja þessum undirmanni Sobts- jaks frá því hvað við séum að gera í hinu nýstofnaða símafyrirtæki og í ljós kemur að hann er vel undirbúinn og veit allt um málið. Það er sama hvað ég tala um, hann veit allt um öll okkar verkefni. ... Fundurinn var fínn og stóð í ein þrjú korter. En þessi aðstoðar- borgarstjóri var mjög ákveðinn og endurtók sömu setninguna aftur og aftur: „Herra Ingimarsson: Þér verðið að gera yður grein fyrir því að þetta er ekki leyfi til að reka símafélag, þetta er bara leyfi til að stofna fyrirtækið.“ Ég lét fyrst sem ég heyrði það ekki, enda ætlaði ég ekkert endilega að reka fyrirtækið til langframa. En hann lagði á þetta höfuð- áherslu og á endanum sagði ég það ekkert vandamál. Svo kemur að því að við kveðjumst og þá fyrst kynnir þessi nýi undirmaður Sobtsjaks sig með nafni: „Ég heiti Pútín, Vladimír Pútín.““ Einkaspæjarar, hlerunarbúnaður, hótanir Eftir að Ingimar seldi símafyrirtækið Peter- Star, sem enn er starfandi í Rússlandi og hætti sem forstjóri þess, hitti hann í Reykja- vík mann sem hann þekkti frá gamalli tíð, Björgólf Guðmundsson. Björgólfur þá hafði fengið það verkefni að selja átöppunarverk- smiðju úr landi. Ingimar ákvað að skoða málið og varð niðurstaðan sú að hann ákvað að kaupa verksmiðjuna í samvinnu við bresk- an viðskiptafélaga sinn og flytja í austurveg. Ingimar var með rammasamning við borgar- stjórn Pétursborgar um atvinnustarfsemi í borginni. „Eitt af því sem þar var talið upp, í enskri þýðingu, var „food packing“ og gos- drykkjaframleiðsla féll svo sannarlega undir það.“ Ekki gekk áfallalaust að koma verk- smiðjunni í gang en reksturinn var farinn að ganga vel þegar Ingimar frétti til Íslands, þar sem hann var nýkominn úr uppskurði, að íslenskir starfsmenn verksmiðjunnar hefðu yfirtekið hana. Í hönd fóru dómsmál sem Ingimar vann öll, við sögu komu einkaspæj- arar, hlerunarbúnaður, hótanir – og firma- skrá Pétursborgar. Pútin, Vladimir Pútin Sagan sem varð að segja, saga athafnamannins Ingimars H. Ingimarssonar, kemur út fyrir jólin og er skrifuð af Þorfinni Ómarssyni. Ingimar er hvað frægastur fyrir að hafa verið viðskiptafélagi Björgólfsfeðga í bjórævintýrinu í Rússlandi sem endaði á þann veg að þeir hirtu bjórverksmiðjuna af Ingimar eftir því sem fram kemur í bókinni. Hér að neðan er brot úr sögunni sem kemur út í dag, föstudag. Ingimar og Þorfinnur hittust í fyrsta sinn á almannafæri á þriðjudag. Þorfinnur segir þá hafa hegðað sér eins og þeir væru í leynilegu ástarsambandi við vinnslu bókarinnar – hist í skjóli nætur heima hjá Ingimari enda um eldfimt efni að ræða. Ljósmynd/Hari Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Fjárfestu í sjóði til efri áranna Þú greiðir ekki fjármagnstekjuskatt fyrr en við sölu eigna í sjóði 50% afsláttur af söluþóknun sjóða fram til 16. desember Hagkvæm og fagleg eignastýring Hátt vægi ríkistryggðra eigna 14 sögubrot Helgin 25.-27. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.