Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 24

Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 24
Skrítnasti maturinn ... Þeir sem halda að heiman með allar sínar kenjar í farteskinu, ekki síst hvað mat varðar, fara venjulega á mis við mikið í menningu annarra og ættu kannski frekar að sitja heima í sófa með sinn íslenska velling – og láta nægja að fara út í heim með lestri góðrar ferðabókar. Því fylgir lítil hætta fyrir bragðlaukana. Eitt það ánægjulega við að uppgötva fjar- lægar deildir jarðar er að borða mat sem er tilreiddur á nýstárlegan hátt, þar sem hráefnið er annað en við eigum að venjast og siðirnir framandi. Það kemur kannski engum á óvart að einhverjar ánægjulegustu matarferðalög mín voru þær tvær heimsóknir sem ég hef farið í til Japan – þar voru allar máltíðir veislur. Ekki fjalla ég um þær ferðir í Án vegabréfs, ekki frekar en heimsóknina í sláturhúsið í Ástralíu þar sem mér var skenktur rassvöðvi af nauti á stærð við ruslatunnulok. Hinsvegar fór Sri Lankíski matsveinninn á veiðibátnum Soldáninum af Maldíveyjum meistaralega með fiskréttina sem við drógum upp úr Indlands- hafinu og hann matreiddi daglega á margvís- lega vísu. Hjá okkar góðu grönnum Færeying- um þótti mér grindhvalurinn lystargóður, vel þurrkaður, en skerpukjötið hinsvegar ólystug fæða – en lét mig hafa það eins og ferðalang- inum ber. Indland hefur lengi verið minn eftirlætis viðkomustaður og þar hef ég tamið mér að borða einungis grænmetisrétti eins og þorri hindúa. Forvitnilegt er að uppgötva hvað maturinn er mismunandi frá einu héraðinu til annars, og allsstaðar ljúffengur. Ætli skrýtn- asta matinn hafi ég ekki fengið í ævintýra- borginni Udaipur í Rajasthan þar í landi, þegar ég lét eftir mér eitt kvöld eftir nokkurra vikna einsemdarflakk með myndavélina, að borða á lúxushóteli sem fólk kannast við úr James Bond-kvikmyndinni Octopussy. Þar pantaði ég mér tandoori-kjúkling – og vissulega var hann rauður og ofnbakaður eftir kúnstarinnar reglum; en þarna sannfærðist ég um að á Ind- landi borðar maður ekki kjöt. Óvæntasti ferðafélaginn ... Ég hef verið það lánsamur að ferðast stund- um með góðum vinum og mínum nánustu – Ingibjörg kona mín fór með mér niður í koldimmar og ógnvekjandi námur í Bólivíu og við ráfuðum saman milli beinagrinda í Nazcaeyðimörkinni og henni tókst að draga mig upp í tvö 4.000 metra há fjallaskörð á Inkastígnum, sama daginn. Síðan hef ég ekki gengið á fjöll ... Annar góður ferðafélagi er Þorsteinn Joð vinur minn en við veiddum saman í paradís þeirri sem kennd er við Maldíveyjar og flugum líka saman á norður- pólinn. Í fullkominn sjálfhverfni verð ég samt að segja, eftir að hafa legið síðustu misserin yfir ítarlegum ferðadagbókum mínum og filmum úr ferðum, að óvæntasti ferðafélaginn er ég sjálfur – því ferðalangurinn sem er einn á ferð, og ferðast ekki í neinum lúxus, hefur skilningarvitin betur opinn en sá sem ferðast með öðrum og hann kemst að hinu og þessu sem sá sem fer um með vinum fer á mis við. Það kom mér ánægjulega á óvart að hitta þennan ferðalang aftur. Komst í hann krappastan í ... Ungum var mér kennt að á ferðalögum beri manni að fara varlega. Svo lærði ég að vera „street-smart“ eins og það heitir upp á ensku, og gildi góðs undirbúnings sannar sig sífellt. En á ferðalögum lendir maður í ýmsu skrýtnu og stundum nálgast hættur, þá skiptir máli að geta sveigt af leið þeirra. Á leið á fjölmennustu samkomu allra tíma, Kumb Mela trúarhátíðina á Indlandi fyrir tíu árum, stefndi í að við ferðafélagi minn yrðum nóttinni að bráð í Bihar-fylki, þar sem dakóítar reika um í myrkrinu. Þeir eru eins og Morrinn hjá múmínálfunum – engin vill lenda í þeim. Við sluppum um borð í lest sem var eins og tunna full af kryddsíld. Ári áður var ég að kynna mér byggingu Þriggja gljúfra-stíflunnar í Yangtze-fljóti í Kína og hafði einhvernvegin auðnast að ráfa baka til með myndavélarnar inn á stífluvegg- inn við rennslissífluna við Sandouping rétt þar hjá. Þar kom ég síðan aftan að þungvopn- uðum vörðum með vélbyssur – þeir voru svo hissa að sjá mig koma af stífluveggnum að þegar ég lék kjána – sem ég kannski er – þá leyfðu þeir mér að hverfa út í þokuna. En raunverulegt óhapp, það var í Varanasi, hinni helgu borg Indverja. Þar ók rikksjó þung- hlaðinn járnstöngum inn í síðuna á mér og rifbraut mig – ökumanninum gat ekki verið meira sama. Mest utan alfararleiðar ... Því er nú fljótsvarað, norðurpóllinn. Þangað koma ekki margir. Og skal ekki undra. Þar er kalt, og hvítt. En það var gaman að koma þangað ... þótt ég hefði ekki viljað ganga á pólinn eins og Haraldur Örn sem ég var að sækja. Dreymir um að heimsækja ... Þeir eru margir viðkomustaðirnir sem ég læt mig dreyma um, af mismunandi ástæðum. Nýja Sjáland er einn – þar vildi ég gjarnan kasta fyrir silung, rétt eins og í Argentínu, og dætur mínar langar til að svífa í línum yfir laufþykkni Costa Rica. Ég væri til í að gera það með þeim. Þá er Afríka eina heimsálfan sem ég á eftir að kanna og ljósmynda í – ein- hvern dagin ... En mest langar mig líklega til að feta mig milli kirkna og listasafna á Ítalíu og rannsaka hvert og eitt einasta málverk Caravaggios sem þar er að finna. Án vegabréfs – Ferðasögur Í bókinni eru 11 ferðasögur og 140 ljósmyndir, prent- aðar í dúótón. Á heimshornaflakki Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnarverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undan- farna áratugi hefur Einar Falur Ingólfs- son elt uppi þessa staði: Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í septem- ber 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröll- auknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sam- einast eilífum undrum og hann fetar sig djúpt niður í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stór- skemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs. Einar Falur deilir hér með lesendum Fréttatímans nokkrum minningar- brotum frá heims- hornaflakki sínu. Ljós- myndir/Einar Falur Ingólfsson Í birtingu 24. janúar árið 2001 söfnuðust um 30 milljónir manna saman við ármót ánna Jamuna og Ganges á Indlandi; þetta var fjölmennasta samkoma allra tíma, mikilvægasta trúarhátíð hindúa í 144 ár. Einar Falur var í þvögunni og lýsir hátíðinni auk ævintýralegs ferðalagsins á hana. Einar Falur fær kynningu í verklagi námumanna djúpt í iðrum fjallsins Cerro Rico á hásléttu Bólivíu. Í fjallinu voru ríkustu silfurnámur sögunnar og í því létust milljónir manna meðan Spánverjar réðu, en í dag streða þar bláfátækir fjallabúar. 24 ferðasögur Helgin 25.-27. nóvember 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.