Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 26

Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 26
B ótox og fylliefni. Nýjasta nýtt í þeim heimi er að nota bótox og fylliefni til að „yngja upp“ hendur, á appelsínuhúðina og jafnvel til að hjálpa fólki sem gnístir tönnum. Bótoxi er meira að segja sprautað í handarkrika til að sporna gegn svitamyndun þar. Með fylliefnum má til dæm- is hækka augabrúnir, minnka hrukkur á hálsi, lyfta munn- vikum, jafna gagnaugu, draga úr kónganefjum, móta kjálka, minnka bauga undir augum, mýkja harða hökudrætti og þá er aðeins búið að nefna andlit- ið. Þetta er allt tíundað í banda- ríska tímaritinu New Beauty, tvö hundruð síðna tímariti með fegr- unarráðum – og auglýsingum og kynningum bandarískra lýta- lækna aukalega. En hvað gera íslenskar konur? Vilja þær bótox? Stöðugt fleiri í bótox á Íslandi „Já, við finnum vaxandi áhuga hér á landi; á bótoxi, fylliefnum og fegrunaraðgerðum almennt, rétt eins og annars staðar í heiminum,“ segir Ágúst Birgis- son, lýtalæknir í Dómus Medica. Hann hefur mikla reynslu af lýta- og fegrunaraðgerðum, lærði skurðlækningar í Bandaríkjun- um og bæklunarskurðlækningar og lýtalækningar í Noregi. „Botox er ekki fylliefni,“ seg- ir Ágúst og leiðréttir útbreidd- an misskilning. „Bótox lamar vöðva svo ekki sé hægt að mynda hrukkur. Þannig að bótox sest á taugavöðvamótin og hindrar boð til hans og vöðvinn virkar ekki. Bótox er því sett þar sem ein- staklingur vill koma í veg fyrir að hrukkur myndist, eins og til dæmis í enni.“ Og hann kannast vel við að bótox sé notað við mikilli svita- myndun. „Eitt til tvö prósent Íslendinga eiga við að stríða gríðarlega svitamyndun í hand- arkrika. Þá er hægt að sprauta bótoxi í þá og lama taugarnar þannig að fólk hættir að mynda svita þar,“ segir hann. „Ég hef gert dálítið af þessu og það virkar þræl- vel. Eini gallinn er að þetta er dýrt og hið opinbera tekur ekki lengur þátt í að niðurgreiða aðgerðirnar vegna sparnaðar.“ Vill ekki daðurslaust andlit Ágúst segir mikilvægt að fólk verði ekki svipbrigðalaust við bótox-notk- un. „Fólk á að halda sínum jákvæðu einkennum, geta lyft augabrúnum og daðrað og það allt,“ segir hann í léttum tóni. „Í stórum skömmt- um getur bótox verið hættulegt. Þetta er eitt öflugasta eitur sem við þekkjum og því ekki hættulaust. En í þessum skömmtum sem við lýtalæknar notum í fegrunarskyni er lítil hætta á ferðum. Það geta þó greinst staðbundin einkenni; svo sem blæðing og jafnvel verkir á svæðinu þar sem bótoxið er sett.“ Já, hann segir bótox ekki aðeins notað í fegrunarskyni heldur einnig í lækningaskyni. „Það er til dæmis notað til að lama stóra vöðva hjá spastískum börnum og þeim sem eldri eru. Þá nota læknar miklu stærri skammta.“ Spurður hversu gamlar konur, og enn sem komið er einstaka karlar, séu þegar leitað er til hans, segir hann það misjafnt. „Svona eftir 35 ára aldur og uppúr þó helst.“ Bótox lamar en fylliefnin laga Ágúst bendir á að á meðan bótox lami séu fylliefni notuð til að lyfta húðinni. „Þessi efni eru oft notuð saman. Bótox er notað til að fyrir- byggja hrukkur, en þegar hrukkan er komin grípum við til fylliefnis til að fylla upp í hana.“ Hann segir mis- jafnt hve lengi efnin endast. Yfirleitt sé endingin um sex til átta mánuðir. „Stundum lengur.“ Ágúst segir bótox dýrt. „Já, gall- inn við efnið er hversu dýrt er að nota það og þess vegna getur fólk yfirleitt ekki notað bótox á sex mánaða fresti,“ segir hann. „Það má jafnvel segja að verðið komi í veg fyrir að fólk geti notað efnin að staðaldri.“ Hvert skipti kosti um og yfir 55 þúsund krónum. Greint var frá í DV í mars að Fertug kona segir að hún óttist ekki að eldast þótt hún láti sprauta fylliefnum í andlit sitt til að fela hrukkur. Hún hefur tvisvar farið og segir það sárt og útlitið ekki gott rétt á meðan, enda blæði úr hverri stungu. Marin í nokkra daga á eftir, en ofsalega sátt við árangurinn. Hún segir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttir frá. „Ég vil eldast fallega“ FYRIR EFTIR FYRIR EFTIR FYRIR EFTIR FYRIR EFTIR FYRIR EFTIR Hér er vandræðastjarnan, Lindsay Lohan, fyrir fimm árum og svo í dag. Mikið var talað um þegar ungstirnið Hillary Duff „skipti um“ tennur. Madonna hefur breyst í tímanna rás. Hér er hún fyrir 23 árum og svo nú. Svo gullfalleg en var þó ekki sátt. Lara Flynn Boyle fyrr og nú. Myndir/gettyimages Nicole Kidman árið 1996 og nú. Bótox, fylliefni og lýtaaðgerðir er meðal þess mest umtalaðasta þegar Hollywood-stjörnur ber á góma. Hvað kom fyrir Nicole Kidman, Löru-Flynn Boyle, Cher, Madonnu samkvæmt slúðurmiðlum? Hvað notuðu J.Lo og Heather Locklear? Kvikmyndastjörnurnar þurfa ekki einu sinni að vera á fimmtugs- og sextugsaldri í leit að því sem gerir að þær virðast yngri. Þær yngri leita líka að staðlaðri fegurð. Hvaða stökkbreyting hefur orðið á Lindsay Lohan, Ashlee Simpson og Hillary Duff? Sagt er bótox og fylliefni. Já, og auðvitað bara almennar lýta- aðgerðir í tilfellum sumra þeirra. En einhverjir myndu vilja halda því fram að þær heyri til öfgahóps þegar fegrunaraðgerðir eru annars vegar. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur á Heilsustöðinni í Kópavogi, segir útlitsdýrkun mjög þekkt vandamál. Helst virðist sem allir þurfi að vera steyptir í sama mótið í Hollywood. „Þekkt er að tískufyrirmyndir sem þessar geta haft skaðleg áhrif.“ Þá getur sókn í fegrun- araðgerðir orðið fíkn. „Það er með þessa fíkn eins og aðrar að fólk er gjarnan í afneitun og réttlætir aðgerðirnar fyrir sjálfu sér. Tilfinning mín er sú að hjá þessum stjörnum séu bótox og fylliefni ekki lengur feimnnismál,“ segir hún. „Það boðar ekki gott líti ungar stúlkur sem eru óánægðar með sig á fegrunaraðgerðir sem sjálfsagðan hlut og útlitið það sem þurfi að breyta til að bæta lífið. En sé sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin í molum eru fegrunaraðgerðir ekki lausnin. Þá þarf að vinna að rótum vandans en ekki laga útlitseinkenni.“ - gag M argar konur sem vilja bæta útlit sitt velja að sprauta fylli- efnum undir húð sína. Hyal- uronic er eitt þessara efna. Íslensk kona um fertugt lýsir því þegar hún lá á bekk erlends snyrtifræðings sem bar deyfiefni á húðina áður en hún stakk allt andlit hennar út með örmjórri nál á heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu. „Stungurnar eru svo ógeðslega vondar. Þetta eru um hundrað þéttar stungur. Tilfinn- ingin er þó ekki lík tattúveringu því nálastung- ur tattúveringar eru í húðina en þessu efni er sprautað undir hana,“ segir hún segir hún með reynslu á báðum sviðum. „Snyrtifræðingurinn fyllti í áhyggjuhrukkur milli augna og blævæng – ef svo má segja – meðfram augum og um allt andlitið til að gefa upplyftingu. Eftir meðferðina þarf ég að drekka 10 glös af vatni á dag í 10 vikur. Ég má ekki fara í gufu eða annað þvíumlíkt því efnið dregur í sig vatn og þenst út,“ segir hún. „Þetta efni er ekki eins og Botox sem sprautað er í vöðva. Þetta efni frískar aðeins húðina,“ segir hún. „Ég grét úr sársauka þessa klukkustund sem meðferðin tók. Fimm mínútum eftir stungurnar var útlitið mitt hreint óhugnan- legt. Ég leit í spegil og sá hundrað stungur og blóðdropa út um allt andlit. Ég var rauð og flekkótt. Í kjölfarið kom mar undir augu og við kjálkabein, en það er mjög persónubundið hvar og hvort andlitið merst,“ segir hún aðeins nokkrum dögum eftir meðferðina. Enn má sjá votta fyrir mari á andliti hennar, sem hún þekur andlitsfarða. Hún segir að þetta sé í annað sinn sem hún fer í slíka fegrunarmeðferð. „Ég geri þetta af því að þetta fríkkar húðina og gerir mann frísklegri í skammdeginu. Efnið gefur húðinni ljóma og grynnkar hrukkur,“ segir hún og viðurkennir að hún myndi ekki segja hvaða vinkonu sem er frá ákvörðun sinni. „Ég segi aðeins þeim sem höndla að heyra það. Því miður eru sumar konur fullar af for- dómum gegn fegrunaraðgerðum. Hér á landi tala konur ekki um það fari þær í svona upp- lyftingu. Í Bandaríkjunum er þetta hins vegar mál málanna og hægt að kaupa bótox í versl- unarmiðstöðum,“ segir hún. „Það voru áhyggjuhrukkurnar milli augn- anna sem komu mér af stað. Mér finnst þetta áhugaverð leið til að líta betur út án þess að fara lengra inn á braut fegrunaraðgerða. Núna lít ég svo á að þetta sé eins og að fara í litun. Ég lita hárið þegar komin er rót og set í hrukk- ur þegar þær myndast. Þetta er nú mín leið til að laga útlitið þegar krem virka ekki lengur og hrukkur myndast.“ Hún segist þó ekki hlynnt því að afmá ellina. „Og ekki vil ég líta út eins og dúkka. Ég vil eldast, en fallega.“ Sækjast eftir því að vera steyptar í sama form Öfgabólgnar kvikmyndastjörnur óheppilegar fyrirmyndir ungra, óöruggra kvenna. Bótox og fylliefni verða æ vinsælli Bótox er ekki bara fyrir Hollywood-stjörnur. Efnið er notað svo fólk hætti að gnísta tönnum, sprautað í stífa vöðva spastískra til að lama þá og jú, einnig í enni og aðra staði til fegrunar. Lýtalæknar finna fyrir vaxandi áhuga landans á bótoxi og fylliefnum til að koma í veg fyrir hrukkur eða afmá. Ágúst Birgisson leiðir lesendur Fréttatímans í allan bótox- sannleikann. Hvað er hyaluronic? Ekki þarf að ofnæmisprófa hyaluronic áður en því er sprautað í húð, sem þykja góðar fréttir í heimi fegrunarað- gerða. Þá þarf ekki að bíða í átta vikur eftir niðurstöðu ofnæmisprófa áður en látið er til skarar skríða. Úlitinu breytt. Fertug kona vill vera frískleg í skammdeginu og hefur tvisvar farið í fylliefnameðferð. Myndin er sviðsett. Mynd/gettyimages www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á Tækifærisveislur Sush i Mexí kósk t Ítalsk t Smur brauðGala Aust urlen skt Spæn skt Brauð tertu r 26 fegrunaraðgerðir Helgin 25.-27. nóvember 2011
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.