Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 30

Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 30
Birna eignaðist barn fyrir fjórtán ára aldur  Mæðgurnar Birna og Íris Björg ætla saMan á elliheiMilið Mamma fatt- aði það á undan mér að ég væri ófrísk. Þá var ég komin fjóra eða fimm mánuði á leið. Hún sá þetta en ég vissi þetta ekki,“ segir Birna Björnsdóttir, með kaffibollann í hendi í íbúð sinni í Breiðholtinu þegar hún hverfur 37 ár aftur í tímann. Hún er nýflutt „í bæinn“ ofan af Akranesi. Flutti í febrúar. „Ég viðurkenni að núna er ég svolítið frjáls,“ segir hún og vísar til ábyrgðartilfinningarinnar sem fylgir barnauppeldi. „Börnin eru orðin fullorðin og ég hafði alltaf ákveðið að þá myndi ég gera það sem mig langaði mest til að gera. Mér fannst erfitt að taka stökkið og segja upp vinnunni sem ég hafði verið gegnt í tíu ár, leigja íbúð í Reykjavík og vinna á nýjum stað. Ég hugsaði: Annað hvort núna eða aldrei.“ Birna vinnur nú á heimili fyrir fjölfötluð börn. Fiktaði og varð ólétt „Það kom aldrei upp í hugann að ég gæti orðið ólétt,“ segir Birna sem eignaðist dóttur sína mánuði fyrir fjórtán ára afmælið sitt. „Við vorum bara að prufa. Unglingar fikta. Þannig mun það alltaf vera. Væri ég unglingur núna myndi ég fikta í einhverju öðru. Þeir gera eitt- hvað að sér, hvort sem þeir detta í´ða eða annað. Eins og svo margir hugsa: Þetta kemur ekki fyrir mig. Þetta var fikt og ég varð ólétt, ekki hinar,“ segir Birna, sem var ekki nema rétt orðin þrettán ára þá. „Mér finnst eins og við höfum verið fullorðnari þá. Við fórum út að vinna tólf ára. Nú fáum við ekki einu sinni tólf ára krakka til að passa litlu systkini sín,“ segir hún þegar talið berst að þroska hennar fyrir móðurhlutverkið. „Ég hafði sterkt bakland og veit að hefði ég ekki haft það hefði þetta aldrei gengið.“ Hún segir að foreldra sína hafi tekið óléttunni með stóískri ró. Þau hafi aldrei falið fregnina fyrir öðrum eða viljað að hún héldi sig til hlés og hún hafi ekki fundið fyrir fordóm- um í litla samfélaginu á Hólmavík. Aldrei hafi komið til greina að fara í fóstureyðingu, enda langt gengin. „Ég held hreinlega að ég hafi aldrei heyrt talað um fóstureyð- ingu á þessum tíma. Það var ekki talað um það. Ég held líka að hefði ég farið fram á slíkt hefðu mamma og pabbi sagt nei. Ég bjó til barn og því átti ég barnið,“ segir hún. Saman á elliheimilið Þær mæðgur segjast sjaldan velta því fyrir sér að aðeins fjórtán ár séu á milli þeirra. „Við grínumst þó með það að við verðum saman á elliheimilinu,“ segir Íris og þær mæðgur hlæja og Birna segir: „Já, ef ég bíð í smá tíma með það kemur hún bara með mér á elliheimilið.“ Þær eru miklar vinkonur, sér- staklega eftir að Íris eignaðist börnin sín. Bjarka fyrstan 23 ára gömul. „Mamma var ennþá með börn þegar ég var komin með börn. Þannig að það varð mjög þægilegt vinkonusamband milli okkar, já meira svona jafningjasamband heldur en hefðbundið mæðgnasam- band,“ segir Íris og Birna botnar. „Ég var ófrísk af Írisi þegar ég fermdist og ófrísk af Bjössa þegar Íris fermdist.“ Birna var því 28 ára þegar hún eignaðist Björn Dan árið 1988 og 29 ára þegar hún eignaðist Evu Rós. Hún segir engan mun á móðurtilfinningunni fjórtán ára eða 28 ára. „Nema að ég var yfirvegaðri. En það getur nú verið vegna þess að ég hafði æfinguna.“ Fæddi ein og óstudd Prestinum á Hólmavík var umhug- að um að Birna yrði ekki ófermd móðir. Birna, sem er elst fimm systkina sem fæddust á átta ára tímabili, og foreldrar hennar höfðu hugsað sér að hún fermdist jafnvel með yngri systur sinni árið eftir. Jafnvel þær saman um haustið eftir fæðinguna. Síminn hringir. Íris Jónsdóttir, sem barn, svarar og spurt er: „Er mamma þín heima?“ Og það stendur ekki á svari: „Viltu mömmu mömmu eða mömmu ömmu?“ Aðeins tæplega fjórtán ára var móðir hennar Birna Björnsdóttir send frá Hólmavík undir læknis- hendur á Akranesi. Þetta var í annað sinn sem hún ferðaðist ein suður á sjúkrahús því hún fór tólf ára í hálskirtlatöku á Landakot í höfuðborginni. Nú var hún send vegna of hás blóðþrýstings. Hún var gengin rúma átta mánuði með sitt fyrsta barn. Þær mæðgur segja Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur frá þessari sérstæðu reynslu. Birna Björnsdóttir bjó eftir grunnskólanámið áfram á Hólmavík og vann í frystihús- inu. Hún vildi ekki fara burtu frá dóttur sinni, Írisi, og sækja frekara nám. Henni bauðst að fara í fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði fyrir Kaupfélagið, en fannst ómögulegt að skilja Írisi eftir. „Ætli ég hafi ekki verið 18 ára þá. Hún fjögurra.“ Hún sér þó ekki eftir glötuðum tækifærum. „Ég hugsa ekki svoleiðis. Ég hugsa ekki hvað ef? Það þýðir ekki að væla yfir einhverju sem hefði getað orðið. Ég hef ekki hugmynd um hvað það hefði átt að vera. Ég var ekki með nein plön þarna þrettán ára. Ég hafði ekki leitt hugann að slíku og því ekkert sem barnið stoppaði þar. Ég var ekki búin að byggja mér skýjaborgir.“ Og henni fannst hún ekki föst heima yfir ungabarni á meðan vinir skemmtu sér. „Við vorum einfaldlega of ung til að sækja böllin. Ég ekki nema fjórtán.“ Íris fagnaði þó þegar móðir hennar tók þá skyndiákvörðun að nota sparifé sitt til að sækja Húsmæðraskóla í hálft ár. „Ég man eftir því að hafa hugsað; já, hún gat gert eitthvað fyrir sjálfa sig,“ segir Íris og viðurkennir að henni hafist hún stundum halda aftur af mömmu sinni. „Já, hún gat ekki flutt í burtu, farið til út- landa eða annað slíkt. Mamma er einmitt kona sem þorir og hefði haft gaman af slíku.“ - gag Birna sýtir ekki glötuð tækifæri Ég var ekki búin að byggja mér skýjaborgir Birna með Írisi og báðar á barnsaldri. Birna er elst fimm systkina sem fæddust á átta árum. Íris var því aðeins sex árum yngri en yngsta barn ömmu sinnar og afa. „Ég man samt eftir því að mamma spurði: Veistu hver á barnið og ég svaraði játandi. Hún spurði ekki frekar. Ég held þau mamma og pabbi hafi ákveðið að það kæmi í ljós.“ Framhald á næstu opnu 30 viðtal Helgin 25.-27. nóvember 2011
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.