Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Side 36

Fréttatíminn - 25.11.2011, Side 36
 2 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 É g var 10 ára gamall og sá vatna-karfa synda um í baðkerinu hjá móðursystur minni á aðfangadag, var mjög brugðið og komst svo að því að þetta var jólamaturinn,” segir Óttar Norð- fjörð rithöfundur sem dvaldi ásamt fjöl- skyldu sinni í Tékklandi á jólunum árið 1990. „Í innlöndum, þar sem systir mömmu bjó, er hefð fyrir því að borða fisk á jólun- um, enda munaðarvara fyrir þá sem búa langt frá hafinu. Hann er keyptur lifandi daginn áður og geymdur í baðkarinu fram á aðfangadag. Við fengum líka einhvern fisk í hlaupi í forrétt, að mig minnir, sem ég var ekkert sérstaklega hrifinn af. Ég var bara barn og vildi alls ekki hafa fisk í jólamatinn og eflaust hafði það áhrif á mig að hafa séð fiskinn í baðkarinu fyrr um daginn. Það er eitthvað sem situr í mér. Minning um dökkan svamlandi fiskinn er sterk og ég, borgarbarnið, var óvanur þessu návígi við dýrin sem maður borðar.” En jólin liðu og áramótin tóku við. „Á þessum tíma var bannað að skjóta upp flugeldum í Tékklandi en ég fékk þó að fara út á svalir og horfa yfir til Póllands og flugeldum var skotið á loft. Ekkert heyrðist í sprengjunum í fjarska og þetta gamalárskvöld ríkti þögn. Ég var mjög vonsvikinn 10 ára drengur þau jólin og áramót.“ Það sem heillaði Óttar mest þá voru hins vegar jólamarkaðir sem þau heim- sóttu. „Það þótti mér mjög flott. Ótal viðarkofar á stóru torgi þar sem hægt var að fá heitt kakó og skoða og kaupa fallegt handverk. Hin evrópska jólamarkaðshefð er mjög falleg og heillandi og höfðaði vel til mín þegar ég var 10 ára,“ segir Óttar. „Í dag viðurkenni ég að ég myndi ekki slá hendinni á móti vatnakarfa á jólunum. Í minni fjölskyldu tíðkast að halda tékk- nesk jól á Þorláksmessu þar sem móðir mín er tékknesk og þá borðum við alltaf fisk.” M ér finnst áberandi þessi tilfinning að upplifa jólin eins og þau voru hér áður fyrr,“ segir Berta Björk Heiðarsdótt- ir, blómaskreytir í Blómagallerínu við Haga- mel, aðspurð um hvað hæst beri í jólaskreyt- ingum í ár. „Við erum að nota eitthvað sem við höfum séð áður, en kannski á nýjan hátt og þar er hrátt útlit, efniviður úr náttúrunni og mjúkar línur áberandi,“ segir Berta. Hún setti saman í aðventukrans sem henni þykir lýsandi fyrir tískusveifluna í ár. Hann er úr könglum úr ís- lenskum skógi, eini og lyngi. „Auk þess notaði ég gamaldags köflóttan borða og smá lopaband með honum.“ Útlit hans er gamaldags, hlýlegt og norrænt, ef svo má að orði komast. Kertin eru háglansandi og líta út eins og jólakúlur. „Þetta eru svakalega sparileg kerti, svona glansandi, en ég sá mikið af þessum kertum á sýningum í haust.“ Berta ráðleggur þeim sem vilja útbúa sína eigin kransa að nota hefðbundnar aðferðir eins og að vefja þá með greni og leita út í náttúruna eftir könglum. Eldvarnir eru einnig mikilvægar í kringum aðventukransinn og er hægt að fá sérstök stæði fyrir kertin sem stungið er í kransinn sem um- lykur þau og heldur frá efninu. „Gæta þarf þess að láta efnið ekki vera of nálægt kertunum og láta þau standa upp úr, og láta svo skynsemina ráða för og fylgjast vel með logandi kertum.“  AðventukrAnsinn Mér finnst áberandi þessi tilfinning að upp- lifa jólin eins og þau voru hér áður fyrr. Eins og heima hjá mömmuAfturhvarf og hlýleiki einkenna jólaskreyt- ingar í ár og eru aðventu- kransarnir þar engin undan- tekning.  einstök jól Jólamaturinn svamlaði í baðinu Óttar Norðfjörð rithöfundur hélt jól í Tékklandi þegar hann var 10 ára gamall. Hin evrópska jólamarkaðs- hefð er mjög falleg og heillandi og höfðaði vel til mín þegar ég var 10 ára. óttar norðfjörð rifjar upp þegar hann fór til Tékklands 10 ára gamall og fékk fisk í jólamatinn. Það þótti honum ekki fýsilegt auk þess sem fiskurinn var geymdur lifandi inn á baðherbergi fram á aðfangadagskvöld. FA B R IK A N NÝ SENDING AF UMBRA VÖRUM KAUPTÚNI OG KRINGLUNNI www.tekk.is MARKEL myndarammi 2.900 kr. stk, FISH HOTEL vasi/gullfiskabúr 6.500 kr. stk, BIRDSEYE snagi 3.750 kr. WALLFLUTTER veggskraut 20 stk. í kassa 5.900 kr. FLO myndarammi 3.950 kr. TRIGEM skartgripa- 4.800 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.