Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 48

Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 48
14 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 H jónin Hulda Sveins og Hrafn Jónsson reka saman hönnunar- og handverksfyrirtækið Raven Design í Reykjanesbæ. Þau hafa haganlega gert upp 100 ára gamalt fjós þar sem þau búa og vinna við hönnun sína. „Við búum til yfir 80 vörur og allt verður þetta til hérna heima í Njarðvík,“ segir Hulda. Hjá Raven Design er gert skart úr leðri og plexí, ostabakkar, servíettuhringir og glasabakkar úr hömruðu plexígleri fyrir heimilið. „Við búum til nýjan jólaóróa ár hvert og höfum gert síðan 2004,“ bætir Hulda við. Nýjasti jólaóróinn heitir Kærleikur og er í laginu eins og hjarta. Þau hafa nýlokið við að hanna kertastjaka og jólatré í tveim- ur stærðum sem væru prýði á íslenskum heimilum. Heilsukoddinn Keilir er verkefni þeirra hjóna sem val- ið hefur verið af Íslandsstofu sem verkefni til útflutnings. „Aðeins 8 fyrirtæki eru valin hverju sinni. Okkar viðskipta- hugmynd er heilsukoddi sem ég hannaði og kalla Keilir en nafnið kemur frá tveimur keilum sem styðja við höfuð- og vangasvæðið,“ segir Hulda. Koddinn vann til alþjóðlegra verðlauna „EUWIIN – Special Nomination Award“ í Helsinki 2009 og er til sölu í verslunum Svefns og Heilsu, í Leifsstöð og hjá Heilsuhóteli Íslands.  Raven Design Hönnunarfyrirtæki í reykjanesbæ Hönnun í aldargömlu fjósi arionbanki.is — 444 7000 Finnur þú ekki réttu jólagjöfina fyrir starfsfólkið? Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, starfsmaðurinn velur gjöfina. Gjafakortin eru án endurgjalds til fyrirtækja fram að jólum. Komdu í næsta útibú Arion banka eða pantaðu gjafakortin á vef bankans. Jólahlaðborð í Húsa- smiðjunni í Skútuvogi b lómaval er komið í jóla-búninginn enda byrja jólin í Blómavali“, segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdastjóri Blómavals. Jólalandið í Skútuvogi á fastan sess í hjörtum margra lands- manna enda verið fastur liður í jól- unum undanfarin 23 ár: „Jólaland- ið í ár er sérstaklega spennandi fyrir börnin þar sem hægt er að ganga inn í helli og fylgjast með jólasveinunum undirbúa jólin. Upplifunin er ævintýraleg. Við verðum með ýmsar uppákomur fyrir börn um hverja helgi í Jóla- landinu í Skútuvoginum,“ segir Linda Björk og heldur áfram: „Þar á meðal koma Skoppa og Skrítla, Solla stirða og Íþróttaálfurinn úr Latabæ og Tóti tannálfur á stað- inn ásamt Jólasveinum.“ Mikið úrval jólavöru Jólastjörnurnar eru ómissandi í jólahaldinu og fást þær á mjög hagstæðu verði í Blómavali um land allt. Mikið úrval er af fal- legri jólavöru í öllum verslunum Blómavals kringum landið meðal annars amerísku RAZ vörurnar. Gjafavöruúrvalið hefur aldrei verið meira og mikið af nýjum spennandi vörum. „Við eigum landsins mesta úrval af allskyns skreytingaefni og auðvitað er jólagrenið komið í hús,“ segir Linda Björk. „Við erum með sérfræðinga í hverri verslun sem ráðleggja hvaða skreytingaefni hentar best og koma með nýjar hugmyndir af skreytingum í hverri viku. Kerti og servíettur eru í miklu úrvali og jólalitirnir í ár eru mjög spenn- andi.“ Linda Björk segir Blóma- verkstæðið framleiða mikið af skreytingum sem fást á mjög góðu verði. „Þar er meðal annars að finna mikið úrval af aðventu- krönsum, kertaskreytingum, hýasintuskreytingum og öðrum fallegum jólaskreytingum. Við erum einnig með sérstakar skreytingar með „kertaljósi sem gengur fyrir batteríi” sem hentar vel inná dvalarheimili og sjúkra- hús þar sem ekki má vera með venjuleg kerti.“ Blómaverkstæðið framleiðir einnig mikið úrval af leiðisskreyt- ingum á mjög góðu verði auk þess sem mikið úrval er til af ljósum og kertum á leiði. eitt mesta úrvalið af ljósa- seríum Blómaval og Húsasmiðjan bjóða eitt mesta úrval landsins af ljósa- seríum – bæði úti- og inniseríum – og þar ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi. „Jólatréin eru að koma í búðir og verður hægt að sjá úrval trjáa í verslunum Blómavals frá og með aðventuhelginni,“ segir Linda Björk, „og munum við bjóða uppá íslensk tré í miklu úrvali bæði furu og rauðgreni, ásamt því að bjóða innfluttan normannsþin frá Danmörku. Þegar líða tekur nær jólum þá er orðið ómissandi að kaupa rauða túlipana í vasa – það setur punktinn yfir i-ið í jóla- stemmingunni.“ Verslanir Blómavals eru um land allt: í Skútuvogi, Grafarholti, Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöð- um, Akureyri, Dalvík, Ísafirði, Akranesi og ný verslun í Hafnar- firði. Einnig er úrval af vörum úr Blómavali í verslunum Húsasmiðj- unnar um land allt.  Kynning jólalandi í blómavali Jólin byrja í Blómavali Þ að er ekki aðeins Jóla-landið í Blómavali í Skútuvogi, sem gleður börnin þessa dagana og undir- strikar að jólin eru á næsta leiti, því líkt og undanfarin ár er boðið upp á jólahlaðborð í Kaffi Garði í Húsasmiðjunni og Blómavali í Skútuvoginum. Þarna gefst gest- um og gangandi færi á að setjast niður og njóta frábærra veitinga á góðu verði eða aðeins kr. 1.290,- á mann, sem telst hóflegt miðað við það sem gengur og gerist í dag. Á matseðli Jólahlaðborðs Húsasmiðjunnar og Blómavals í Skútuvogi eru heitir og kaldir réttir. Þar á meðal má nefna ekta svínapörusteik, Bayonnesskinku, reyktar medisterpylsur, kjúk- lingalæri, sveitapaté, kalda sjávar- rétti, (rækjur, túnfiskur, reyktur lax), síldarsalat með karrí, síldar- salat með rauðrófum, marineraða síld, rúgbrauð, flatkökur og snittubrauð. Meðlæti er líka í úrvali, eða brúnaðar kartöflur, kartöflusalat, kartöflustrá, heit brún sósa, epla- salat, ferskt salat, grænar baunir og kokteilssósa. Það er tilvalið eftir eril dagsins að ljúka verslunarferðinni með því að setjast niður í Kaffi Garði í Skútuvoginum, því jólahlaðborðið er til reiðu alla daga frá klukkan 18 til 20, og verðið, er sem fyrr segir, aðeins kr. 1.290,- á mann. Jólalandið í Blómavali í Skútuvogi er ómissandi viðkomustaður fyrir börnin í aðdraganda jólanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.