Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 25.11.2011, Qupperneq 54
20 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 R akel er mikil jólakona og hefur jólaundirbúninginn snemma, er til að mynda búin að baka makkarónukökurnar núna þrisvar sinnum og hafa þær klárast fljótt og vel í hvert sinn. Hún er líka búin að setja upp nokkrar seríur og baka piparkökur og gera piparkökuhús. Rakel nýtur þess að standa í jólaundirbúningi með börnunum fjórum og þau elska það líka,“ segir Arnar og sjálfur segist hann taka því rólega og lætur sér nægja að fylgjast með og njóta afurðanna. „Við setjum strax í byrjun aðventu seríur og ljós í glugga og kransa á hurðir, sem við vefum sjálf úr ilmandi greni,“ segir Rakel og bætir við að þau skreyti húsið snemma í desember og setji upp jólatréð viku fyrir jólin. „Við vöndumst því þegar við bjuggum í Boston að vera ekki að bíða fram á síðasta dag með að setja upp jólatréð. Það ríkir mikil gleði þegar  UndirbúningUr á aðventu Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnason í Frú Laugu. „Í desember höfum við tvíreykt hangilæri uppi við í eldhúsinu og skerum okkur bita þegar okkur langar í, borðum mandarínur og piparkökur, allt ýtir þetta undir jólastemninguna og baðar húsið jólailmi,“ segir Rakel. Aðventan er tími matar og samveru Hjónin Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnason í versluninni Frú Laugu njóta aðventunnar með fjölskyldunni við gerð piparkökuhúsa og fleira og að sjálfsögðu við matargerð. það er gert, mikið um gleðióp og hlátrasköll. Við höfum það fyrir hefð að fara með börnin á jólatón- leika Sinfóníunnar um miðjan desember og ýtir það undir jóla- stemninguna. Í desember höfum við tvíreykt hangilæri uppi við í eld- húsinu og skerum okkur bita þegar okkur langar í, borðum mandarínur og piparkökur, allt ýtir þetta undir jólastemninguna og baðar húsið jólailmi,“ segir Rakel. Það er þó ekki bara heimilið og börnin sem njóta athygli Rakelar og Arnars yfir jólin því þau reka einnig verslunina Frú Laugu þar sem þau selja meðal annars vörur beint frá bónda. Þar er að sjálfsögðu mikið um að vera fyrir jólin. „Frú Lauga verður með ýmislegt góðgæti á boðstólum fyrir jólin. Til viðbótar við hinar hefðbundnu vörur verður í boði dásamlegt laufa- brauð og jólabrauð, hangikjöt af ýmsum gerðum, til dæmis tvíreykt sem er vinsælt fyrir jólin, girnilegar steikur af ýmsum toga og margt fleira. Þá fáum við frá Ítalíu góm- sætar blóðappelsínur, Panettone- jólakökur og Torrone-jólasælgæti, sem okkur þykir allt ómissandi fyrir jólin eftir að hafa búið á Ítalíu,“ segir Arnar.  En hvað er á borðum hjá Arnari og Rakel á jólunum?  „Við erum ekki með neina fasta reglu þar um, erum alltaf að prófa eitthvað nýtt. Síðustu jól höfum við haft rjúpu, hreindýr, önd og fleira. Meðlætið er örlítið hefðbundn- ara, til að mynda er Waldorf-salat- ið ómissandi, ofnbakað rótargræn- meti með hlynsírópi og rósmarín og rósmarínsteiktar gulrætur. Eftir- rétturinn er einnig hefðbundinn, sérstaklega rjómalagaður Ris a la mande, með volgri berjasósu og fær heppinn möndluhafi fallega gjöf frá jólasveininum, yfirleitt skemmti- legt, nýtt spil sem öll fjölskyldan getur glaðst við að spila saman um jólin. Eini fasti liðurinn er þó soðinn lax með rjómalagaðri kokteilsósu sem Rakel vandist á sínu heimili og höfum í forrétt, “ segja hjónin. uppskRiftiR fRá Rakel og aRnaRi Makkarónur með súkkulaði ¾ bolli sykur 2,5 bollar fínt kókosmjöl 3 stórar eggjahvítur 250 grömm gróft saxað 70% Amedei súkkulaði 1 tsk. vanilludropar smávegis sjávarsalt Hitið ofn í 175°C (blástur – snúið plötunni við þegar kökurnar eru hálfbakaðar ef ekki er blástursstilling á ofninum). Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Blandið saman sykri, kókos, eggjahvítum, súkkulaði, vanillu og salti með höndum í stórri skál. Blandan á að vera svo blaut að hún haldist rétt saman (ekki of þurr, ekki of blaut, eggjahvítum er fjölgað ef þarf.) Búið til litlar kúlur, u.þ.b. 2 cm í þvermál, með höndunum og setjið á bökunarpappírinn. Bakað þar til kúlurnar verða ljósgylltar (15 mín u.þ.b.). Kökurnar teknar af plötunni og settar á kökuvír um leið og þær koma úr ofn- inum. Geymast í nokkra daga í loftþéttu boxi. Uppskriftin gefur 26-28 kökur. Biskottur (ítalskar tvíbökur) með þreföldu súkku- laði 6 msk. smjör (við stofuhita) 2 bollar hveiti ½ bolli ósætt kakóduft 1 tsk. matarsódi ¼ tsk. sjávarsalt 1 bolli sykur 1 stórt egg 1 bolli möndlur (gróft saxaðar, mega vera með eða án hýðis) 1/2 - 1 bolli gróft saxað 70% Amedei súkkulaði 100 grömm 70% súkkulaði til að hjúpa kökurnar að hálfu (brætt yfir vatnsbaði) Hitið ofn í 175°C (blástur – snúið plötunni við þegar kökurnar eru hálfbakaðar ef ekki er blástursstilling á ofninum). Smyrjið og stráið hveiti yfir bökunar- plötu. Blandið saman hveiti, kakódufti, matarsóda og salti í skál. Þeytið saman smjör og sykur í hrærivél þar það til verður létt og ljóst. Blandið eggjum við smjörið og sykurinn (þeytið eitt í einu saman við). Bætið hveitiblöndu út í – þeytið í stíft deig. Hrærið möndlur og súkkulaði út í. Setjið deigið á bökunar- plötuna (mótið brauðhleif úr því, u.þ.b. 36 X 10 cm, nokkuð flatan). Bakið þar til hleifurinn er nokkuð stinnur, um 25 mín. Takið hleifinn út og látið kólna í 5 mín. Lækkið ofnhitann í 150°C. Notið beittan hníf og skerið deigið í 2,5 cm þykkar sneiðar. Leggið kökusneiðarnar á bökunarpappír á bökunarplötu. Bakið þar til kökurnar eru stökkar en þó örlítið mjúkar í miðjunni, u.þ.b. 8 mín. Látið kökurnar kólna. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og stingið öðrum endanum á hverri köku ofan í súkkulaðið þannig að annar endinn verði hjúpaður súkkulaði. Látið kólna á smjörpappír. Gómsætur súkkulaði- eggjapúns með chili (fyrir 12 manns) 2 l nýmjólk (lífræn, ófitusprengd frá Biobú best) 1 og ¾ bollar sykur ½ tsk. sjávarsalt 1 vanillustöng 4 kanilstangir 12 eggjarauður (landnámshænuegg eða brúnegg best) 150 grömm 70% Amedei súkkulaði, brætt 80 grömm Amedei mjólkursúkkulaði, brætt 2 bollar rjómi (sveitarjómi eða lífrænn rjómi bestir) 1 bolli koníak (ef vill) smávegis múskathneta rifin, til skrauts og bragðauka rauður chilipipar (saxaður smátt, án fræja) Hitið mjólk, sykur og salt með vanillu- stöng og kanilstöngum í stórum potti yfir meðalhita, hrærið þar til sykurinn er bráðnaður og blandan er heit í gegn. Takið af hita og látið standa í hálfa klst. Þeytið eggjarauðurnar í skál þar til þær verða ljósar og léttar, um 2 mín. Þeytið 1 bolla af mjólkurblöndunni saman við (látið mjólkurblönduna renna saman við í mjórri bunu meðan þeytt er). Þeytið afganginn af eggjablöndunni saman við afganginn af mjólkurblöndunni. Hitið í potti yfir meðalhita, hrærið stöðugt í, um 6 mín. (gætið þess að ekki komi upp suða). Takið pottinn af hita. Bætið 70% og mjólkursúkkulaði í blönduna og hrærið þar til súkkulaðið hefur allt bráðnað. Takið vanillu og kanilstangir úr blöndunni. Setjið blönduna í stóra skál í ísbaði (ískalt vatn í enn stærri skál undir) og látið kólna, hrærið oft í á meðan blandan kólnar. Léttþeytið rjómann. Hellið kældri eggjapúnsblönd- unni í stóra, fallega skál, og bætið við koníaki ef vill. Ef blandan er þykk má bæta mjólk út í til að þynna hana. Setjið þeytta rjómann ofan á og rifna múskat- hnetu og fínt sax- aðan chili þar ofan á. Berið strax fram mmmmm…
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.