Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 66

Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 66
32 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 J órunn, sem rak dúka- og sængurveraverslun á horninu á Skólavörðustíg og Njálsgötu, gaf mér fyrsta gler- fuglinn minn þegar ég var barn. Þá var ég að bera út Morgunblaðið og Dagblaðið. Þetta varð kveikjan að því að ég tók við að safna þessum fuglum. Ég reyndi að eignast einn nýjan árlega, en þeir voru fátíðir á þessum tíma og ekki alltaf fáan- legir,“ segir Stella Sigurgeirsdóttir myndlistarkona sem hefur gamalt íslenskt jólatré á stofuborðinu, skreytt fuglum, perlum og kertum. „Jóhann maðurinn minn kom með þetta tré í búið, svo það má segja að það sameini okkur en því tengjast margar minningar og var eina jólatré okkar fyrstu búskapar- árin.“ Stella býr í gömlu fallegu húsi í Litla-Skerjagarðinum og jólaskraut liðinna tíma virðist eiga þar vel við. Stella, sem er mikilll safnari, dregur jólaskrautið smám saman fram yfir aðventuna og hverjum einasta hlut fylgir saga, þar á meðal babúskujólasveininum sem stendur í glugga undir tveimur jólastjörnum. „Þessi hefur ætíð vakið mikla  Jólaskrautið Maðurinn minn kom með þetta tré í búið svo það má segja að það sameini okkur; því tengjast margar minningar og það var okkar eina jólatré fyrstu búskaparárin. Fyrsti glerfuglinn frá Jórunni Á heimili Stellu Sigurgeirsdóttur myndlistarkonu er að finna heilmikið af fallegu jólaskrauti sem hvert um sig segir sína sögu. lukku, sérstaklega hjá börnum. Það er svo gaman að taka hann í sundur og segja má margar sögur með honum og af.“ Salka Þorgerður, 4 ára dóttir Stellu, er farin að átta sig betur á jólunum og fyllist kæti þegar mamma hennar dregur upp skrautið. „Hún vildi náttúrulega fá allt skrautið upp undireins,” segir Stella brosandi á meðan Salka hrærir í jólagrautnum á leikfanga- ferðaeldavél sem mamma hennar býr til og framleiðir undir vöru- heitinu Slowstars. „Sjálf er ég mikið jólabarn, geri mikið úr aðventunni og bý mikið til. Stundum geri ég jóladagatöl úr gömlum eldspýtustokkum, það er svo einfalt og skemmtilegt og eng- inn þörf á að vera búin að fylla á allt 1.desember, heldur geta hlutir bara birst þegar á líður. Mestu skiptir þó að skreyta með ljósum og hafa það notalegt með góðu fólki á þessum dimmasta tíma ársins. Ég reyni til dæmis alltaf að búa til sörur og borða þær fyrir jól og ég bý alltaf til jólakort.“ Aðventuna þessi jólin mun Stella þó að miklu leyti eyða í jógastell- ingum, þar sem hún og Eva Rún Þorgeirsdóttir munu kynna bók þeirra, Auður og gamla tréð, þar sem börnum er kennt jóga í gegn- um fallega sögu. „Já, við verðum um allan bæ með upplestur og fáum krakkana til að leika dýr og gera jógastellingar með okkur.“ Salka 4 ára eldar jólagrautinn á ferðaeldavélinni sem mamma hennar bjó til. kristín Eva Þórhallsdóttir heimili@frettatiminn.is Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.