Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Qupperneq 74

Fréttatíminn - 25.11.2011, Qupperneq 74
S töðugt rekstr-arumhverfi, gott aðgengi að erlendum mörkuðum, fjármagn á lágum vöxtum og stuðningur við rannsóknir og þróun eru allt mikil- vægar forsendur fyrir vöxt og viðgang fyrir- tækja í tækni- , þjón- ustu og iðngreinum. Fyrirtæki í þessum geira mynda fjórðu stoðina í útflutningi okkar og eiga mestu vaxtarmöguleikana til verðmætasköpunar fyrir hagkerfið. Mikilvægt er að stjórnmálamenn átti sig á því með hvaða hætti þeir geta best stutt við bakið á þessum fyrir- tækjum og gert þeim kleift að sækja fram og fjölga spennandi atvinnutækifærum. Góð ávöxtun fjár- magns Fyrst ber að nefna stuðning við rann- sóknir og þróun. Þar gegnir Tækniþróunar- sjóður lykilhlutverki. Nýlegt áhrifamat á starfsemi sjóðsins sýnir að sjóðurinn skilar umtalsverðum árangri í uppbygg- ingu vaxtargreina atvinnulífsins og við eflingu út- flutningsstarfsemi. Í 63 prósent tilvika hafa styrkveitingar sjóðsins leitt af sér frumgerðir af vörum eða þjónustu. Í raun hafa fjárfestingar ríkisins í rannsóknir og þróun í gegnum sjóðinn skilað sér margfalt til baka. Greinar- höfundur kannaði sérstaklega stöðu tveggja fyrirtækja sem hafa fengið umtalsverðar styrk- veitingar á undanförnum árum. Annað fyrirtækið hafði hlotið rúmlega 100 milljónir í styrki frá stofnun en skatttekjur ríkisins af starfsemi fyrirtækisins hafa frá stofnun numið um 400 millj- ónum, þar af á árinu 2011 um 100 milljónir króna. Fyrirtækið hefur þannig endurgreitt ríkinu stuðn- inginn ríflega þrisvar sinnum. Hitt fyrirtækið hefur fengið tæp- lega 100 milljónir í styrk en hefur á undanförnum árum greitt 200 milljónir í opinber gjöld vegna starfsemi sinnar. Bæði þessi fyrirtæki eru í örum vexti og því mun hið opinbera margfalda upp- haflega fjárfestingu sína á næstu árum. Árlega greiða fyrirtækin upphaflegan styrk ríkisins í opin- ber gjöld. Góður árangur Tækniþróunar- sjóðs sýnir vel hvaða áherslur ríkið á að leggja í uppbyggingu atvinnulífsins. Það á ekki að „búa til störf“ eins og sumir stjórn- málamenn hafa kallað eftir heldur á það skapa forsendur fyrir atvinnulífið til að skapa störfin á eigin forsendum. Með styrkingu efnilegra verkefna í gegnum samkeppnissjóði næst að hvetja til nýsköpunar á réttum forsendum með stofnun nýrra fyrirtækja og eflingu þeirra sem eldri eru. Þannig gengur ríkis- valdið fram til að skapa störf sem lifa af eftir að aðkomu ríkisins sleppir. Með þeim hætti nýtum við mikil tækifæri til alþjóðlegrar nýsköpunar sem getur skilað áhugaverðum og vel launuðum störfum. Þannig eflum við fyrir- tæki sem horfa frekar til fram- tíðar en fortíðar, fyrirtæki sem eiga í raun ótakmarkað vaxtar- möguleika en byggja tilvist sína ekki á umgengni um takmark- aðar auðlindir. Mikilvægasta verkefnið Þá geta stjórnmálamenn einnig unnið að bættu rekstrarumhverfi fyrir okkar efnilegustu fyrir- tæki. Lykillinn að vexti fyrir- tækja felst í stöðugu rekstrarum- hverfi, opnun erlendra markaða og þolinmóðu ódýru fjármagni. Talsmenn fyrirtækja í tækni- , þjónustu og iðngreinum hafa þess vegna kallað eftir aðild að ESB og upptöku nýrrar myntar. Jafnaðarmenn eru eina stjórn- málaaflið sem tekur undir þessa beiðni. Hugverkaiðnaðurinn það er tækni- , þjónustu og tækni- greinar verða hryggjarstykkið í atvinnulífi framtíðarinnar. Vilji Íslendingar eiga fyrirtæki sem skapa áhugaverð og vel launuð störf, þá verða þeir að hlúa að þessum fyrirtækjum. Aðild að ESB er mikilvægasta verkefnið á þeirri leið. Atvinnulífið Fjárfesting í framtíð Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar- innar E itt aðal einkenni fjarnáms/fjar-kennslu er að nemendur og kenn- arar hittast lítið sem ekkert og vefurinn er nýttur við dreifingu á efni og til samskipta, oftast í gegnum svo- kallað kennslukerfi/ námskerfi (learning management system, LMS). Fjarnemendur þurfa að vera sjálf- stæðir í vinnubrögðum og fjarkennarar þurfa að vera óhræddir við tæknina og fúsir til að nýta nýjar leiðir í kennslu. Kostir við fjarnám eru margskonar og má nefna aukið aðgengi að námi fyrir þá sem ekki eiga þess kost að sækja hefðbundið nám vegna vinnu, heimilisað- stæðna eða af öðrum ástæðum. Í grunninn er verið að færa menntunina til nem- andans í stað þess að hann sæki hana inn í skólastofnun. Nemandinn getur nýtt sér vefmynda- vélar, spjallsvæði og annan vél- og hug- búnað og þannig tekið þátt í náminu án þess að fara að heiman. Hvort fjarnám er dýrt eða ódýrt hefur verið deilt um, fjarnemar slíta ekki skólastof- um en þeir þurfa þjónustu og oft sér útbúið efni. Fjarnám verður ekki gott nema fjarkennarinn sinni nemendum vel og getur því verið tímafrek- ara fyrir kennarann að útbúa efni sérstaklega fyrir fjar- kennslu og sinna nemendum af alúð í gegnum vefinn heldur en hitta þá saman stutta stund í Mennta- og skólamál Erum við að missa fjarnámið? kennslustofu. Fjarnám hefur þróast hratt hér á landi og má nefna að frá 1997 - 2007 fór fjöldi fjarnema úr 307 í 2.702 í háskólum og í framhaldsskólum úr 232 í 3.350. Á þessu tímabili hefur safnast saman mikil reynsla bæði hjá kennurum og nem- endum á því hvernig best er að standa að fjarnámi og margar spennandi útfærslur litið ljós sem kalla má blandað nám þar sem staðarnámi og fjarnámi er blandað saman. Í því sam- bandi má nefna framhaldsdeild Fjölbrautaskóli Snæfellinga á Patreksfirði. En hvað hefur gerst síðan 2007? Í framhaldsskólum voru fjarnemar 4.332 árið 2008 en fækkaði síðan í 3.008 árið 2010. Þessa fækkun er líklega hægt að rekja beint til þess að ríki og sveitafélög hafa dregið verulega úr framlögum til fjarnáms. Í há- skólum voru skráðir 3.980 árið 2009 en sá fjöldi hrapaði niður í 2.493 árið 2010. Ekki hef ég neina beina skýringu á þessu mikla stökki á háskólastigi, varla hafa allir fjarnemarnir flutt af landi brott. Hugsanlega hafa háskólarnir dregið úr framboði eða áherslu á fjarnám. Skólar sem eru með fleiri nem- endur en þeir fá greitt fyrir hafa ekki mikinn hvata til að fjölga nemendum með auknu náms- framboði og fjölbreytileika í kennsluaðferðum. Þetta er ekki góð staða og öfugþróun við hraðar framfarir tækninnar sem sífellt býður upp á nýjar leiðir við nám og kennslu. Hér er greinilega ekki verið að koma til móts við ungt fólk sem telur tæknina vera eðlilegan hluta af lífinu, finnst tölvupóstur gamaldags og sér ekki ástæðu til að binda sig við stað og stund þegar það mennt- ar sig. Brottfall er vandamál í ís- lenskum skólum og fjarnám er engin töfralausn, en samt hugs- anleg lausn fyrir hluta af þeim sem finna ekki nám við hæfi og þurfa meiri sveigjanleika. Í mín- um huga er það engin spurning að við eigum að efla fjarnám í landinu. Við þurfum að tryggja að það fólk sem byggir þetta land sé vel menntað, hver og einn skiptir miklu máli og við verðum að nýta fjölbreyttar aðferðir til að ná til sem flestra. Fjarnám er ein af þeim leiðum sem hefur nýst vel hingað til og ætti að gera það áfram. Ásrún Matthíasdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfis- vænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um efnisinnihald hágæða hjólbarða. DUggUvogi 10 RvK AUSTURvegi 52 SeLFoSS piTSTop.iS www HJALLAHRAUNi 4 HFJRAUÐHeLLU 11 HFJ568 2020 SÍMi HeiLSáRS- og veTRARDeKK UMHveRFiSvæNNi KoSTUR FyRiR FÓLKSBÍLA og JeppA viÐ eigUM FLeSTAR STæRÐiR DeKKJA á HAgSTæÐU veRÐi. HAFÐU SAMBAND TiL AÐ Fá veRÐ Í DeKK FyRiR BÍLiNN ÞiNN. 175/65 R14 45.900 kr. 195/65 R15 55.900 kr. 185/65 R14 49.900 kr. 205/55 R16 63.900 kr. 185/70 R14 49.900 kr. 245/75 R16 99.800 kr. 185/65 R15 51.900 kr. 225/45 R17 73.900 kr. DæMi UM FRáBæR TiLBoÐ á FJÓRUM iNTeRSTATe HeiLSáRS- og veTRARDeKKJUM áSAMT UMFeLgUN veRÐ FRá veRÐ FRá Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum GÆÐA MÁLNING Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter 1.595 DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 5.490 Mako pensill 50mm 205 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar 3.795 Bakki, grind og 2 stk 12cm málningarrúllur 395 Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L 4.590 allir ljósir litir Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar 3.995 Deka Spartl LH. 3lítrar 1.595 Helgin 25.-27. nóvember 2011 38 viðhorf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.