Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 76
Ábyrgð á heimilishaldi, innkaupum
stórum og smáum og öllu sem slíku fylgir
hefur í áranna rás fremur hvílt á mínum
betri helmingi en mér. Þó reyni ég af
fremsta megni af taka þátt, fara með í
búðir og taka afstöðu þegar um er beðið.
Stundum hef ég enga skoðun en fyrir
kemur að ég beiti frestandi neitunarvaldi,
humma hlutina fram af mér.
Þetta þýðir auðvitað að meira er á
konuna lagt en mig. Ég fer í humáttina
þegar hún skoðar og semur. Sjaldgæft
er að ég setji mig upp á móti ákvörðun
hennar enda hefur hún ágætan smekk
fyrir okkur bæði. Þess vegna er leitun að
hlut á heimilinu sem ég hef valið eða haft
frumkvæði að kaupum. Auðveldara er þó
fyrir hana að eiga viðskiptin ef mér líst
vel á þau – sem er, sem betur fer, yfirleitt
raunin.
Stundum vel ég að bíða úti í bíl meðan
konan skreppur í verslun, ef mat mitt er
það að ég hafi ekkert fram að færa. Þá
finn ég mér það til afsökunar að þurfa
að leggja betur eða megi ekki missa af
fréttum í útvarpinu. Hún þarf því að ýmsu
að hyggja og stundum að hafa hraðann á.
Það hefur því komið fyrir að sú góða kona
hefur verið nokkuð annars hugar þegar
út úr búðinni er komið. Annað hvort man
hún ekki hvar ég stoppaði eða veit það
ekki, hafi ég lagt bílnum eftir að hún fór
inn. Þótt hún sé af ættum frumkvöðla
og athafnaskálda í reksti og þjónustu
bifreiða er hún ekki að setja sérstaklega
á sig smáatriði í útliti heimilisbíla okkar.
Veit svona nokkurn veginn hvernig þeir
líta út og hver litur þeirra er. Það hefur
því komið fyrir, oftar en einu sinni, að
hún hefur gert tilraun til að komast inn í
svipaða bíla eða að minnsta kosti gengið
að þeim áður en hún áttar sig á því að
ekki er um bílinn okkar að ræða.
Stöku sinnum hefur hún undið sér út
og sest formálalaust í farþegasæti bíls,
svipaðs útlits og okkar, og lítt skilið af
hverju eiginmaðurinn rekur ekki í gírinn
og ekur af stað – þar til hún lítur á við-
komandi ökumann og sér að það er alls
ekki sá sem hún hét eilífðartryggð við alt-
arið á sínum tíma. Hún hefur þá kvatt við-
komandi snarlega, mann sem vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið, og fundið réttan
kall og bíl í næsta eða þarnæsta stæði.
Svipað á við í venjulegri matvöruversl-
un við helgarinnkaup. Þar lendir það
frekar á henni, eins og annað, að velja
mat og það sem til heimilisrekstrar þarf.
Ég er frekar í hlutverki kerrustjóra, ýti
slíku hjólatóli á eftir henni svo hún geti
lagt þar það sem valið er. Komi það fyrir
að ég gleymi mér og fylgi ekki nægilega
vel í fótspor konunnar, eða hverfi í annan
hugarheim til að stytta Bónustímann,
hendir það stöku sinnum að frúin raðar
ómeðvitað vörunum í körfu hjá öðrum
kalli sem ráfar á eftir annarri konu, við-
líka meðvitundarlítill. Það er ekki fyrr en
kona þess manns áttar sig á því að tvær
eru að fylla sömu körfu að gripið er til
skyndiaðgerða, kallarnir vaktir af draum-
Kerrumenn í kæli
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Á
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
WWW.SENA.IS/JACKANDJILL
FULLT AF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR
TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA!
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL JAJ Á NÚMERIÐ
1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
9. HVER
VINNUR!
FJÖLDI
AUKAVINNINGA
VILTU
VINNA
MIÐA?
Staðreyndir um kosti og galla
háspennuloftlína og jarðstrengja,
stefnumótun erlendis og umfjöllun
hér heima. Kynntu þér málið á
www.landsnet.is/linurogstrengir
Upplýsingavefur
um loftlínur og jarðstrengi
40 viðhorf Helgin 25.-27. nóvember 2011