Fréttatíminn - 25.11.2011, Side 82
46 matur og drykkur Helgin 25.-27. nóvember 2011
Vetrarost-
arnir eru
bragðmiklir
með ákveð-
ið bragð
sem kallast
á við þann
mat sem
við erum
að borða
á þessum
árstíma.“
Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur.
Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast
hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum.
Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun.
Fallegt og fræðandi!
Með myndum og nöfnum á yfir 200
ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum,
baunum, hnetum og berjum – bæði vel
þekktum og framandi. Skemmtilegt að
skoða fyrir unga sem aldna.
Eldhúsdagatalið 2012
Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is
MATSEÐILL
LEIKHÚS-
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
Fo r r é t t u r
Aða l r é t t i r
Laxatvenna –
reyktur og grafinn lax
Bleikja & humar
með hollandaise sósu
E f t i r r é t t u r
Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr.
Jack Daniel’s
súkkulaðikaka
Djúpsteiktur ís og súkkulaði-
hjúpuð jarðarber
Brasserað fennell, kartöflu-
stappa og ostrusveppir
eða...
Grillað Lambafille
Með rófutvennu,
sveppakartöflum
og bláberja anís kjötsósu
J ólakonfektið þarf ekki að vera úr súkkulaði eins og Eirný Sigurðar-dóttir hjá Búrinu í Nóatúni sýnir
og sannar þar sem hún er með stútfulla
verslun af ostakonfekti, eins og hún kallar
alla þá sérpöntuðu osta sem Búrið hefur að
geyma. „Sennilega hef ég aldrei haft jafn-
mikið af sérpöntuðum ostum í versluninni
og núna þessi jól,“ segir Eirný. Víkur þá
talinu að hlutverki osta í jólahefðinni. „Það
er ákveðnir ostar sem haldast í hendur við
jólahefðina í mismunandi löndum, eins og
til dæmis Stillton í Englandi og hefur hann
nánast verið órjúfanlegur þáttur af minni
jólahefð. Þó er aldrei að vita nema mig
langi í eitthvað allt annað í ár.“
En hvað skal hafa á borðum?
„Á þessum árstíma erum við með opið hús,
við erum búin að prýða heimili okkar og
gjarnan er gestkvæmt og við viljum geta
boðið upp á eitthvað gott. Hefðbundið er
að hafa smákökur og flatkökur á borðum,
en osturinn á einnig vel við. Þá er hægt
að velja góðan ostbita og láta hann standa
undir fallegum kúpli og þar getur hann
verið allan daginn. Með honum er tilvalið
að hafa góðar hnetur og jafnvel þurrkaða
ávexti. En hneturnar henta sérstaklega
vel með ostunum því þær ýta undir þann
hnetukeim sem finnst í ostinum,“ segir
Eirný og viðurkennir að sjálf sé hún mikil
hnetukerling og finnist þær eiga sérstak-
lega vel við á jólunum. „Ég elska hnetur
með ostinum, og ef maður er kunnugur
hnetunum sínum nær maður rétta hnetu-
tóninum fram.“
Hvaða ostar eiga vel við á jólunum?
„Vetrarostarnir eru bragðmiklir með
ákveðið bragð sem kallast á við þann mat
sem við erum að borða á þessum árs-
tíma. Reyktir ostar tóna vel við reykta
kjötið og gráðostarnir eru góðir í sósuna
með rjúpunni. Rjómakenndu brie-ostarnir
týnast hinsvegar örlítið með öllum þessum
bragðsterka mat, þó brie sé að sjálfsögðu
alltaf góður. Svo er geitaosturinn skemmti-
legur kostur og nú þegar fólk er að gera
hlutina sjálft og jafnvel reykja sitt eigið kjöt
er hann kjörinn inn í rúllur af heimareyktu
kjöti.“
Annars segir Eirný að fólk þurfi að
hugsa aðeins hvert tilefnið sé. Á osturinn
að standa á borði fyrir gesti og gangandi
eða standa á jólahlaðborðið með hangi-
kjötinu? „Við hér í Búrinu tökum vel á móti
fólki og ráðleggjum því hvaða ostar eiga
við hverju sinni.“
Jólaostarnir streyma nú að og Búrið er
að fyllast af góðgæti. Þann 10. desember
ætlar Eirný svo að láta gamlan draum
rætast og halda jólamarkað. Hann verður
haldinn hér í Nótatúni milli klukkan 12
og 16 á Terra madre deginum í samstarfi
við Beint frá býli og Slowfood.“ Þar verður
heilmikið af góðgæti á borðum, nautakjöt,
ostar, hrökkkex og ýmislegt fleira.“
En er ekki hætt við að borða yfir sig af öllu
þessu góðgæti?
„Maður á ekki að borða of mikið. Nautnin
er fólgin í því að fá sér einn lítinn mola
og leyfa bragðinu að byggjast upp,“ segir
Eirný.
Leyfum bragðinu
að byggjast upp
Um jólin tekur fólk á móti gestum og gangandi, hefur prýtt híbýli sín og
vill bjóða upp á eitthvað gott. Ef ostar verða fyrir valinu, hefur Eirný
Sigurðardóttir í Búrinu ráð undir rifi hverju.
oStakonfEkt
Jólaostabakki með ítölskum Gorgonzola, Appenzeller frá Sviss, og franskur Brie Maxim. Bakki sem
er kjörinn til að bera fram eftir kvöldmat, þegar líður á aðfangadagskvöld eða gamlárskvöld.