Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 90

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 90
Nokkrar góðar Birdy 1984 Raising Arizona 1987 Moonstruck 1987 Wild at Heart 1990 Leaving Las Vegas 1995 The Rock 1996 Face/Off 1997 Adaptation. 2002 Matchstick Men 2003 The Bad Lieutenant 2009 Kick-Ass 2010 Nokkrar slæmar Zandalee 1991 Snake Eyes 1998 Gone in Sixty Seconds 2000 Captain Corellí s Mandolin 2001 Windtalkers 2002 The Wicker man 2006 Ghost Rider 2007 Bangkok Dangerous 2008 Season of the Witch 2011 Immortals gengur út á að láta fá- klædd vöðvatröll láta dólgslega og berjast með miklu karlmennsku- grobbi þannig að söguþráðurinn skiptir engu máli en er í stuttu máli eitthvað á þessa leið: Hinn snarbil- aði og valdabrjálaði konungur Hý- períon fer eins og óður tuddi um Grikkland hið forna ásamt ribb- öldum sínum í leit að goðsagnar- kenndum boga. Boginn er þeirri náttúru gæddur að sá sem hefur hann í hendi sér getur leyst forna drottnara jarðarinnar, Títanina, úr prísund sinni í iðrum jarðar. Losni þau skoffín er voðinn vís bæði fyrir mannkynið og Ólympsguðina sem steyptu Títönunum af stóli fyrir margt löngu. Yfirguðinn, Seifur, getur ekki blandað sér í átök mannanna og virkjar því steinsmiðinn skapstóra Þeseif til góðra verka og stefnir honum gegn Hýperíoni. Og svo taka menn hressilega á því og sveifla sverðum sínum upp á líf og dauða manna og guða. Immortals hefur réttilega verið borin saman við testósteronveisluna 300. Báðar þessar myndir skila sínu ákaflega vel og Immortals er alveg prýðileg, heiladauð „strákamynd“. Veisla fyrir augað sem skilur ekkert eftir sig en er góð skemmtun fyrir þá sem kunna að meta mannjöfnuð nánast berra karla í löngu horfnum heimi ofurkarlmennsku. Lítið reynir á leikhæfileika þeirra sem hér hnykla vöðvana. Henry Cavill leikur Þeseif og hefur greini- lega fengið starfið vegna líkamlegs atgervis frekar en vegna leikhæfi- leika. Gamli jaxlinn Mickey Ro- urke getur vel leikið en hér þarf hann ekki að gera neitt annað en muldra sig illúðlegur í gegnum þunna söguna. Tarsem Singh er farsæll leik- st jóri tónlistarmyndbanda en minna fer fyrir afrekum hans sem kvikmyndaleikstjóri enda er hans þekktasta mynd til þessa hin við- bjóðslega leiðinlega The Cell. Hann hefur þó gott auga og skilar hér til- komumikilli og töff bardagamynd með nokkrum sóma. Það er að segja ef fólk er ekki að gera óraunhæfar kröfur um innihaldsríka sögu og skýra framsögn bardagakappa á þessum annars ágæta vígvelli. Þórarinn Þórarinsson 54 bíó Helgin 25.-27. nóvember 2011 Á þessu ári er Cage þegar búinn að bregða sér í gervi 14. aldar riddara sem snýr heim til Englands úr kross- ferð til þess eins að fá það erfiða verkefni að ferja meinta norn, sem talin er bera ábyrgð á svarta dauða, í klaustur þar sem klerkar ætla að senda hana til heljar. Þá vill svo skemmti- lega til að í Drive Angry sem sýnd var í bíó fyrr á árinu lék Cage mann sem strauk úr helvíti, með syndaslóðann á eftir sér, í þeim tilgangi að bjarga dóttur sinni og barnabarni frá skelfilegum örlögum. Þessar tvær myndir munu seint teljast til andans stórvirkja né heldur betri mynda leikarans sem gerir nú þriðju atrennuna á þessu ári með Seeking Justic. Hér leikur Cage Will Gerard, vinsælan menntaskóla- kennara, sem unir sáttur við sitt ásamt ástkærri eiginkonu sinni, Lauru. Hún hefur náð töluverðum frama í tónlistarheiminum og framtíðin virðist brosa við þeim þangað til að Laura verður fyrir ruddalegri árás og er skilin eftir meðvitundarlaus í blóði sínu. Falleg veröld hjónanna hrynur til grunna og Will er í öngum sínum og heitar tilfinn- ingar togast á innra með honum á meðan hann býður fregna af afdrifum frúarinnar á spítalanum. Þótt hann sé bugaður af sorg þá svellur blóðið í æðum hans og hatur á árásar- manninum, sem enginn veit hver er, blossar upp. Hann er enn á spítalanum, milli vonar og ótta, þegar maður gefur sig óvænt á tal við hann og býður honum að ganga til liðs við hóp sem hefur tekið lögin í sínar hendur og gengur vasklega fram gegn glæpahyslki án dóms og laga. Nicolas Cage er náfrændi leikstjórans Francis Ford Coppola og steig fram sem slíkur undir nafninu Nicolas Coppola í Fast Times at Ridgemont High árið 1982. Ári síðar mætti hann til leiks sem fríkaður pönkari í Valley Girl og það sama ár leyfði Francis frændi honum að spreyta sig í The Rumble Fish með ekki ómerkara liði en Matt Dillon, Mickey Rourke, Diane Lane, Dennis Hopper, Chris Penn og Laurence Fis- hburne. 1984 lék hann á móti Sean Penn í Racing with the Moon, undir stjórn Alans Parker í Birdy og hjá Coppola í The Cotton Club. Cage gerði það virkilega gott í Wild at He- art eftir David Lynch árið 1990 en var glat- aður ári síðar í Zandalee þar sem hann virtist ætla að gera út á álíka trylling og í Wild at Heart. Wild at Heart hlaut Gullpálmann í Cannes og árið 1995 fékk Cage Óskarinn fyrir bestan leik í karlhlutverki fyrir túlkun sína á fyllibyttu sem drekkur sig í hel af mikilli festu í Leaving Las Vegas. Eftir þetta má segja að ákveðin vatnaskil verði á ferli Cage þar sem hann daðrar við fyrstu alvöru harðhausamyndina sína í The Rock á vegum sjálfs Jerry Bruckheimer. Sean Connery sá að vísu um mest allt töffið í myndinni en Cage var kominn á mála hjá Bruckeheimer og hefur ítrekað unnið fyrir hann síðan. Árið 1997 setti Bruckeheimer Cage um borð í flugvél fulla af morðingjum og grjót- hörðum krimmum í Con Air og þar fékk leik- arinn að þenja sig í hlýrabol og stúta nöglum eins og John Malkovich, Ving Rhames og Danny Trejo. Þetta sama ár var Cage í enn betra formi í hinni frábæru Face/Off þar sem hann atti kappi við John Travolta undir styrki stjórn John Woo. Síðan þá hefur hann þvælst á milli hasarmynda og metn- aðarfyllri verka á borð við Bringing Out the Dead, Adaptation og Matchstick Men og verið óhræddur við að leika í alls konar rusli. Seeking Justice í öðrum miðlum: Imdb: 8.3, Rot- ten Tomatoes: 24%  frumsýnd seeking Justice Metnaðurinn þvælist ekkert of mikið fyrir þeim oft á tíðum ágæta leikara Nicholas Cage, þegar kemur að verkefnavali. Ferill hans, sem hófst upp úr 1980, er ansi köflóttur og þær tæplega 70 kvikmyndir sem hann hefur leikið í undan- farin þrjátíu ár eru sérkennileg samsuða góðra mynda og algers drasls. Þriðja mynd kappans á þessu ári, Seeking Justice, byrjar í bíó um helgina. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Cage í hefndarhug Nicolas Cage þarf að þola miklar raunir þegar hann leitar réttlætis á eigin vegum í Seeking Justice.  frumsýndar Brandarakallinn Adam Sandler leikur á móti sjálfum sér í þessari nýjustu gamanmynd sinni og spreytir sig á formúlu sem Eddie Murphy hefur ítrekað notað með æði misjöfnum árangri. Sandler tekur þetta alla leið, eins og Murphy, og bregður sér í hlutverk konu þar sem hann leikur tvíburana Jack og Jill. Jack hefur komið sér notalega fyrir, ásamt eiginkonu og tveimur börnum, í Los Angeles þar sem allt gengur honum i haginn. Hann nýtur velgengni í starfi og á flest það sem hugurinn girnist. Drungalegt ský dregur hins vegar fyrir bjarta tilveru hans þegar hann fær skilaboð frá systur sinni Jill um að hún sé á leiðinni i heimsókn frá Bronx í New York þar sem hún hefur alið manninn. Þótt margt sé líkt með skyldum – útlit og ýmsa hætti sem systkinin eiga sameiginlega deila þau hvorki lífssýn né gildismati. Jack bítur þó á jaxlinn þar til Jill hættir við að fara aftur heim. Þá er honum nóg boðið. Gamli jaxlinn Jack Nicholson leikur sjálfan sig í mynd- Sandler á móti sjálfum sér We Need to Talk About Kevin Bíó Paradís frumsýnir hina umtöluðu mynd We Need to Talk About Kevin með skosku leikkonunni Tildu Swinton og John C. Reilly í aðalhlutverkum. Swinton leikur Evu, sem hefur alla tíð verið óörugg í móðurhlutverkinu og samband hennar við son hennar hefur verið erfitt frá upphafi. Sonurinn Kevin er orðinn fimmtán ára og eftir að hann mætir í skólann í morðæði þarf Eva ekki aðeins að glíma við sorg og samviskubit heldur einnig reiði og hneykslan samfélagsins. Leikstjórinn Lynne Ramsay veltir hér upp spurningum um eðli og uppeldi með því að skoða sektarkennd Evu í tengslum við meðfædda illsku Kevins.  frumsýndar Happy Feet númer tvö Keisaramörgæsirnar á Suður- skautinu eru alltaf í góðu stuði þótt ýmsar hættur leynist á þessum slóðum. Það eina sem skyggir á gleðina hjá Mumble er þó hversu Eric, sonur hans, hefur takmarkað- an áhuga á því að læra danssporin sem gera allar hinar mörgæsirnar jafn hressar og lífsglaðar og raun ber vitni. Eric kann ekki að meta þrýstinginn sem hann verður fyrir vegna þessa áhugaleysis hans á dansi og ákveður að strjúka að heiman. Á flakki sínu rekst hann á furðulega mörgæs, sem er grunsamlega lík lunda, og kann að fljúga. George Miller (Mad Max) leik- stýrir en Brad Pitt, Elijah Wood, Hank Azaria, Matt Damon, Robin Williams, Pink og fleira heiðurs- fólk ljær persónum raddir sínar. Aðrir miðlar: Imdb: 5.9, Rotten Tomatoes: 43%, Metacritic: 50/100 Þótt hann sé bugaður af sorg þá svellur blóðið í æðum hans.  bíódómur immortals Sverðaglamur og dólgslæti  inni en Jill kemst einhverra hluta vegna á sjéns með honum og Katie Holme leikur umburðarlynda eiginkonu Jacks sem á auðveldara með að þola furðulega mágkonuna en eiginmaður hennar. Aðrir miðlar: Imdb: 3.0, Rotten Tomatoes: 4%, Metacritic: 23/100. Texti: Dún og ður. Laugavegi 86 Gefðu ástinni hlýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.