Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Qupperneq 98

Fréttatíminn - 25.11.2011, Qupperneq 98
 Plötudómar dr. gunna mesópótamía  Sykur Í fremstu röð Hljómsveitin Sykur mætir reffileg og örugg til leiks á annarri plötu sinni með sprellfjöruga og skemmtilega nýja söng- konu sem heitir Agnes Björt Andradóttir. Hún er góð bæði sem sexí-díva og sakleysis-popprödd og brestur í fimmta gír með mótor-munn þegar síst varir. Sykur er poppað syntaband, stílhreint og eitís og meira eins og Sonus Futurae, OMD og Human League en Bloodgroup og FM Belfast. Hér kunna menn til verka og búa til dúndur grípandi popp. Messy Hair, Reykjavík og Shed Those Tears hljóta að bruna upp alla hugsanlega lista á næstunni. Restin er gæða „albúm trakks“, Curling og 7 AM eru til dæmis snilldar-gáfumannapopp með bleika þverslaufu. Það er opinbert: Sykur er kominn í fremstu röð! Þú ert ekki sá sem ég valdi  Gímaldin & félagar Sjúskað og spennandi Gímaldin (Gísli Magnús- son) hefur sett saman kombó til að flytja lögin 14 á þessari plötu. Kombóið er losaralega ferskt og skröltir á gíturum, trommum og allskonar hljóðáleggi af sjúskuðu öruggi. Gísli syngur ekki ósvipað og Megas pabbi sinn svo platan hljómar dálítið eins og Megas að fronta þjóðlagaproggút- gáfuna af The Fall. Mörg frábær lög má hér finna og nokkur ekki eins frábær. Sum fara troðninga og skipta um stefnu á miðri leið – önnur eru hefð- bundnari – og sílspikaðir textarnir ýta undir hina listrænu leikgleði. Um- slagið er hins vegar frekar glatað og vonlaust að lesa textana. Þeir eru þó á heimasíðu Gimaldin svo maður reddar sér. Þetta er spennandi plata sem vex með hverri hlustun. land míns föður  Einar Scheving Eldgamla Ísafold Þetta er sálumessa Einars til heiðurs pabba sínum, Árna Scheving tónlistarmanni. Um leið er platan óður til Eldgömlu Ísafoldar, hins dásamlega Íslands, sem margir sjá í hillingum þegar þeir dvelja í útlöndum. Við erum að tala um Ísland fortíðar- innar sem finna má fyrir í gegnum svart/hvítar ljósmyndir og ævagamlar vögguvísur og þjóðlög. Einar og meðreiðarsveinar úr úrvalsdeild spinna til skiptis í kringum gamla stöffið og spila frum- samin lög Einars við ljóð þjóðskáldanna, sem fólk eins og KK, Ragnheiður Gröndal og sjálfur Raggi Bjarna syngja. Þetta passar gríðarvel saman og útkoman er angurvær og seiðmögnuð. Flottar og vandaðar umbúðir ramma svo inn hinn gullfallega pakka. E f fólk missir atvinnu sína er hætt við því að það einangr-ist og hætti að umgangast aðra. Við því hefur verið brugðist á ýmsan hátt og ein skemmtileg aðferð er að haldin hafa verið söng- námskeið fyrir atvinnuleitendur hjá Hlutverkasetrinu í samvinnu við söngskólann Domus Vox. Það er söngleikjastjarnan Maríus Sverrisson sem æfir kór- ana, en hann hefur verið búsettur í útlöndum í sautján ár og komið fram víða um Evrópu og í Banda- ríkjunum. „Ég hef dvalið hér heima síðasta árið og elska að vera hér,“ segir Maríus. „Mér finnst stórkostleg hugmynd að bjóða upp á þessi söngnámskeið. Við höfum verið með fjörutíu manna kóra – svo fær alltaf einn og einn atvinnu og það getur bæði fengið mig til að brosa og tárast: Gott að fólk fái vinnu en ekki gott fyrir kórinn að missa frábæra rödd!“ Maríus segir kóranámskeiðin hafa gert mjög mikið fyrir fólk í atvinnuleit. „Þetta eykur sjálfs- traust þeirra, hjálpar þeim að mynda ný tengsl, lyftir anda og sál og hvetur fólk til að fara út í lífið. Söngur er svo heillandi. Við höfum verið með blandað tónlist- arprógramm og fæstir þeirra sem komið hafa á námskeiðin hafa áður sungið með kór. Þetta er annað námskeiðið okkar og ef þátttakan verður áfram svona góð verðum við með námskeið eftir áramótin. Í dag, föstudag, ljúkum við nám- skeiðinu með litlum stofutónleik- um í Domus Vox að Laugavegi 114 klukkan 18.“ Maríus fyllti fyrir skemmstu tvívegis Café Rósenberg, þar sem hann flutti djass- og söngleikja- tónlist ásamt Agnari Má Magn- ússyni píanista og fleiri tónlistar- mönnum. Og hann er ekki alveg hættur: „,Nei, ég mun syngja á aðventutónleikum Domus Vox, sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 14. desember,“ segir hann. „Ég er svo mikið jólabarn að ég fer nú ekki að láta mig hverfa frá landinu mínu svona rétt fyrir jólin!“ -AKM Söngur lyftir anda og sál at- vinnuleitenda Fólk í atvinnuleit hefur sungið saman á námskeiði Hlutverkaset- urs í samvinnu við söngskólann Domus Vox.  tónlEikar maríus svErrisson stýrir kór og syngur Maríus Sverrisson kórstjóri og söngvari er fluttur heim eftir sautján ára veru í útlöndum. Ljósmynd/Hari Kjóll Pippu fáanlegur Tískuvefsíðan Net-a- Porter hefur hafið sölu á samskonar brúðar- meyjarkjól og Pippa Middleton klæddist við brúðkaup systur sinnar síðastliðin maí þegar Vilhjálmur Bretaprins gekk að eiga Kate Middleton. Pippa vakti óskipta athygli þá og hefur kjóllinn rokið út. Upphaflegi kjóllinn kemur frá tísku- húsinu Alexander McQueen en eftir- líkingarnar vitaskuld annarstaðar frá og eru mun ódýrari en við mátti búast. Aðstandendur síðunnar sjá fram á að kjóllinn muni seljast upp á skömmum tíma og hvetja konur til að fjárfesta í draumakjólnum sem fyrst. -kp Jeffrey Campbell fyrir stráka Skófyrirtækið Jeffrey Campbell, sem hefur verið svo vinsælt meðal stelpna hér á landi síðustu mánuði, tilkynnti á miðvikudaginn síðasta að skólína fyrir karlmenn sé væntanleg í næsta mán- uði. Línan mun heita The Damned og hefur fyrirtækið þegar kynnt nokkur pör. Þau eru litrík, öðruvísi og fjöl- breytileg og þeir sem til þekkja sjá að innblástur er fenginn frá eldri hönnun á skóm fyrirtækisins. -kp LYON BONN VERONA PARÍS PISA TORINO RÍN MILANO OSLO BASEL VALENCIA VÍN ROMA ASPEN BOSTON DELUX BONN NICE RÍN DELUX 90tegundirsófa!þér Veldu Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð. 1. Veldu GeRÐ oG lenGd - 90 ÚTFÆRSluR í boÐi 2. Veldu áklÆÐi oG liT / Tau eÐa leÐuR. YFiR 2300 miSmunandi áklÆÐi oG liTiR í boÐi 3. Veldu aRma - 6 GeRÐiR í boÐi 4. Veldu FÆTuR - TRé, jáRn, kRÓm o.Fl. Patti verslun er húsgagnaverslun með 30 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins. Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Be tr i S to fa n H Ú S G Ö G N basel nice Torino dallas Valencia Vín aspen basel París lux boston Torino 30ár a REY NSL A VERÐDÆMI - TORINO SÓFI 2 SÆTI + 2 TUNGUR kR. 368.850 2 SÆTI + TUNGA 245.900 2 SÆTI + HORN +2 SÆTI kR. 317.900 Gæðií gegn Leitið upplýsing á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is F éttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausa- d eifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. 62 dægurmál Helgin 25.-27. nóvember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.