Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Page 8

Fréttatíminn - 11.03.2011, Page 8
Þú færð meira, meira eða miklu meira í Vodafone Gull. 0 kr. úr heimasíma í heimasíma og fullt af mínútum í farsíma Skráðu þig í 1414 strax í dag vodafone.is Berbatov-ættin mun eiga sinn fulltrúa á Íslandi um helgina. Alþjóðlegi meistarinn Kiprian Berbatov keppir á MP Reykjavíkurskákmótinu. Garpur Birgisson fékk nikótíneitrun þegar hann stakk upp í sig notuðum poka af munntóbaki sem hann fann á glámbekk Hér er hann með móður sinni, Björt Ólafsdóttur.  Skák Stórmót um helgina Berbatov til Íslands Búlgarskt ungstirni tekur þátt í MP Reykjavíkurskákmótinu um helgina. B úlgarinn Berbatov verður á Ís-landi um helgina. Ekki er þó um að ræða knattspyrnukappann Di- mitar Berbatov, sem leikur með Manc- hester United, enda sá upptekinn við að spila bikarleik gegn Arsenal á morgun, laugardag, heldur fjórtán ára bróðurson hans, Kiprian Berbatov, sem tekur þátt í MP Reykjavíkurskákmótinu. Berbatov, sem var aðeins ellefu ára þegar hann varð alþjóðlegur meistari, þykir með efnilegri skákmönnum í Evrópu nú um stundir. Hann er sem stendur í öðru sæti á heimslista skák- manna undir fjórtán ára aldri og vann sér nýlega sæti í ólympíuliði Búlgara. Berbatov hefur unnið heimsmeistara- titla í unglingaflokkum en þekktastur er þó sigur hans á sterku alþjóðlegu móti á Spáni í fyrra þar sem fjöldinn allur af stórmeisturum laut í lægra haldri fyrir ungstirninu. MP Reykjavíkurskákmótið hófst á miðvikudaginn. Meðal þekktra stórmeistara sem taka þátt í því eru Englendingurinn Luke McShane, Bos- níumaðurinn Ivan Sokolov og hinn úkraínski Evgenij Miroshnichenko. -óhþ  heilBrigðiSmál SlyS h ann virtist mjög hræddur og leið alveg herfilega. Líklega hefur hann verið með miklar ofskynj- anir því það var eins og hann sæi okkur mjög skringilega og fór úr einu fanginu í annað. Í ljós kom að um eitrun var að ræða og púlsinn hafði rokið upp úr öllu valdi,“ segir Björt Ólafsdóttir, móðir hins eins árs gamla Garps Birgissonar sem varð fyrir því óláni á dögunum að veikjast heiftarlega eftir að hafa stungið upp í sig poka af munntóbaki. „Einhverjir vinir frænda hans höfðu búið sér til „snus“ úr íslensku neftóbaki sem þeir pökkuðu inn í tepoka. Mér er sagt að þetta sé mjög algengt þar sem „snus“ er ekki selt á Íslandi. Einhver hafði svo lagt notaðan poka frá sér á glámbekk þar sem hann komst í það.“ Björt var á hælunum á syni sínum þegar atvikið átti sér stað og gat strax brugðist við með því að fjarlægja tóbakið úr munninum á drengnum. „Líklega hefur hann bara verið með tóbakið uppi í sér í tvær sekúndur og mér finnst mjög ólíklegt að eitthvað hafi komist ofan í maga. Við skoluðum munn- inn á honum strax og settum hann undir kranann en eins og áhrifin eiga að vera þá er frásogið mest í slímhúð í munni. Það þarf ekki að vera þar lengi til að hafa mikil áhrif.“ Í fyrstu héldu foreldrar drengsins að honum hefði ekki orðið meint af þar sem tóbakið náðist út úr honum undir eins. Klukkutíma síðar fór áhrifanna að gæta. „Við héldum að þetta yrði allt í lagi úr því að við komum honum strax undir kranann. Allt í einu var eins og hann yrði fárveikur. Við foreldrar hans fengum al- gjört sjokk en amma hans hringdi í 112 og var gefið samband við eitrunarmið- stöðina. Þegar við mættum með hann á barnaspítalann hafði eitrunarmiðstöðin undirbúið læknana sem tóku á móti okkur,“ segir Björt þakklát fyrir góð og skilvirk vinnubrögð á spítalanum. Garpur var undir eftirliti yfir nóttina því hætta var á að hann vaknaði upp með ofskynjanir eða að púlsinn félli. Ástand hans var ekki metið alvarlegt og hann hefur nú náð sér að fullu. Kolbeinn Guðmundsson læknir, sem annaðist drenginn á Barnaspítala Hringsins, segir að aðeins lítið magn af nikótíni þurfi til að valda litlum börnum miklum skaða. „Ung börn geta dáið við inntöku um það bil þriggja sígarettustubba. Það er í raun ótrúlegt að ekki verði fleiri svona slys. Nikótín er mjög eitrað efni og það er ágætis áminning til fólks að þetta eru eiturstubbar sem hent er á jörðina úti um allt og því auðveldara fyrir börn að nálgast en munn- og neftóbak.“ Hann bendir á að í þessu tilviki hafi tóbakið verið jafnvel enn hættulegra en venjulegt „snus“ þar sem það var í heimagerðum og ólöglegum umbúðum. „Nikótínið fer fljótt út í blóðið. Helstu áhrif þess á börn eru mikil örvun, hár púls og ofskynjanir en þau geta líka sokkið niður í hægan hjartslátt og blóð- þrýsting. Það er helsta hættan.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ung börn geta dáið við inn- töku um það bil þriggja sígar- ettustubba. Það er í raun ótrúlegt að ekki verði fleiri svona slys. Nikótín er mjög eitrað efni og það er ágætis áminning til fólks að þetta eru eiturstubbar sem hent er á jörðina úti um allt ... Eins árs barn fékk of- skynjanir af munntóbaki Lítill drengur fékk nikótíneitrun þegar hann stakk upp í sig íslensku munntóbaki sem pakkað hafði verið í heimatilbúnar umbúðir. 8 fréttir Helgin 11.-13. mars 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.