Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Síða 10

Fréttatíminn - 11.03.2011, Síða 10
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is. „ Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“ Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía n B I h f . ( L a n d s B a n k I n n ) , k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 Hagstæðast að búa í Reykjavík af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins Íbúar í Reykjavík greiða mun minna til sveitarfélagsins en íbúar í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. E f bornar eru saman helstu greiðslur heimila til sveitarfélaganna kemur í ljós að Reykvíkingar greiða minnst en Álftnesingar mest. Þetta sýna tölur frá Al- þýðusambandi Íslands. Fasteignaskattur er nær helmingi lægri í Reykjavík en á Álftanesi en næsthæsti fast- eignaskatturinn er í Kópavogi. Leikskólagjöld eru lægst í Reykjavík, eða um 21.760 krónur á mánuði, næstódýrustu leikskólaplássin eru í Kópavogi og kosta 25 þúsund krónur en leikskólapláss eru dýrust á Seltjarnarnesi og kosta um 31.500 krónur. Systkinaafsláttur á leikskólum er misjafn eftir sveitafélögum. Afslátturinn fyrir annað barn er frá 25% upp í 75% og afslátturinn fyrir þriðja barnið er frá 50% upp í 100%. Reykja- víkurborg er með hæsta systkinaafsláttinn, en þar er veittur 75% afsláttur með öðru barni og 100% með þriðja. Hádegismatur í grunn- skólum er ódýrastur í Reykjavík og kostar 255 krónur á dag en er dýrastur í Garðabæ eða 428 krónur á dag. Sorphirða er ódýrust á Seltjarnarnesi og kostar 16 þúsund krónur á ári en dýrust er sorphirðan á Álftanesi eða rúmar 24 þúsund krónur á ári. Meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaga landsins innheimta nú þrettán hámarks leyfi- legt útsvar en lægst er útsvarið í Garðabæ. Þegar helstu greiðslur heimilanna til sveit- arfélaga eru lagðar saman virðist Reykjavík ódýrasta sveitarfélagið. Dæmi um útgjöld fjölskyldna til sveitar- félaganna eru útsvar, fasteignaskattur, lóð- arleiga, sorphirða, leikskólagjald, skólamál- tíðir, frístundaheimili og 30 miðar í sund á ári. Þegar þessir kostnaðarliðir eru lagðir saman og tekið mið af pari með samanlagt hálfa milljón í mánaðartekjur fyrir skatt, með eitt barn í leikskóla og annað í grunnskóla, getur verið 29 þúsund krónum dýrara að búa á Álftanesi en í Reykjavík. Par með saman- lagt 700 þúsund krónur í mánaðartekjur fyrir skatt, með tvö börn á leikskóla og eitt í skóla og frístundaheimili, getur þurft að greiða 40 þúsund krónum meira á mánuði á Álftanesi en í Reykjavík og 24 þúsund krónum meira í Hafnarfirði en í Reykjavík. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is  Fjármál Samanburður á SvEitarFélögum Árstölur Reykjavík Álftanes Útsvar 1.212.960 1.271.760 Fasteignaskattur 45.000 90.000 Lóðarleiga 4.950 9.600 Sorphirða 20.678 24.086 Leikskólagjöld 299.200 554.904 Skólamatur 49.500 84.240 Frístundaheimili 73.665 153.360 Sund 30 miðar 8.100 9.900 Útgjöld alls 1.714.053 2.197.850 Meðalútgjöld á mánuði 142.838 183.154 Mismunur pr. mánuð +40.316 Dæmi (forsendur útreiknings árstalna) Fullorðnir 2 Börn 3 Mánaðartekjur fyrir skatta 700.000 Fasteignamat húsnæðis og lóðar 40.000.000 Fasteignamat lóðar (15% að meðaltali) 3.000.000 Börn í leikskóla 2 Börn í grunnskóla og frístundaheimili 1 Samnburður á útgjöldum heimila til sveitarfélaga 10 fréttir Helgin 11.-13. mars 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.