Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 20
OKKAR Framtíð er ný og kærkomin trygging sem snýst um „efin” í lífi barna okkar og ungmenna og fjárhag þeirra á fullorðinsárum. Allar upplýsingar eru á vefsetrinu okkar.is og þar er unnt að ganga frá tryggingarkaupum með einföldum hætti. Er þitt barn barn? ze b ra „efin ” Framtíð o g fjá rhag fullor ði n sá ra n n afyrir í lífin u annars staðar á Norðulöndum ef þessir hópar sættu ekki neinu að- haldi eða eftirliti.“ En Ögmundur, það er nú varla hægt að segja að yfirvöldum hafi tekist að halda aftur þessum hópum. Þeir hafa verið að berjast með sprengjuvörpum og vélbyssum í Kaupmannahöfn en danska leyniþjónustan og öryggislög- reglan er þó örugglega sú öflugasta á Norðurlöndunum. Hafa þessar heim- ildir eitthvað að segja? „Ég spyr þig þá á móti: Á þá bara að gefast upp?“ Alls ekki. Það á að beita þeim laga- ramma sem þegar er fyrir hendi. Er þetta ekki dæmi um þekkta tilhneig- ingu til að beita ákveðnum mála- f lokkum til að útvíkka heimildir lögreglunnar til að hafa eftirlit með borgurunum í nafni góðs málstaðar? Óttastu ekki að þetta skref verði til þess? „Nei, ég geri það ekki. En mér finnst spurningin fullkomlega réttmæt. Gagnrýnin umræða um þessi mál er beinlínis nauðsynleg og í henni liggur vörnin fyrir mannréttindin. Við megum ekki horfa eingöngu til þess sem illa hefur tekist til með og hverfa frá því sem gæti hugsanlega orðið til góðs. Og þótt George Bush hafi notað hryðjuverkaógnina til þess að koma á lögregluríki í Banda- ríkjunum er ekki þar með sagt að við eigum að gefast upp gagnvart glæpahópum á Íslandi. Þetta tvennt er gerólíkt. Ásetningur okkar er allt annar en að styrkja eftirlitsþjóð- félag hér almennt. Við ætlum að vera mjög meðvituð um allar þær hættur sem fyrir hendi eru með auknum heimildum lögreglunnar. Við viljum búa til lagaramma sem er traustur og dugar inn í framtíðina og gerir ráð fyrir að menn komi og fari á öllum stigum stjórnsýslunnar, bæði innan lögreglunnar og innan stjórnkerfisins. Þetta er viðfangs- efnið sem liggur fyrir. Eftirlit með umhverfisvernd- arhópum? Áttu við að það hvernig heimildirnar verða nýttar í framtíðinni geti ekki farið eftir því hverjir eru við stjór- nvölinn á hverjum tíma? Er hægt að fullyrða að þær þröngu skilgreiningar sem þú talar um verði ekki yfirfærðar á aðra hópa þegar fram í sækir? „Það er ekkert sem kemur í veg fyr- ir að það geti gerst; það er að segja að lögum verði breytt í framtíðinni.“ Ég er ekki að tala um lagabreytingar heldur að þessar rýmkuðu heimildir verði nýttar til að fylgjast með öðrum hópum sem kunna að þykja ógna al- mannahag? „Þetta þurfum við að hafa í huga. Þess vegna þurfa lögin og reglurn- ar, sem dómstólar veita heimildir eftir, að vera mjög skýr. Ég er að tala um takmarkandi reglur. Þannig verður þetta að vera til að koma í veg fyrir að það gerist sem þú ert að nefna. Í annan stað þarf að huga að því hvort það þurfi að veita þessum málum þinglegt aðhald; hvort okk- ar lýðræðislega kjörna samkunda eigi að koma að þessu eftirliti. Það er eitt af því sem við íhugum þegar við erum að smíða þetta kerfi inn í framtíðina. Þetta eru þættir sem á að taka mjög alvarlega.“ Er þetta raunhæft? Nýlega var upp- lýst að breska lögreglan hefði verið með útsendara undir fölsku flaggi meðal umhverfisverndarhópsins Saving Iceland hér á Íslandi. Hvað kemur í veg fyrir að í framtíðinni verði rýmkuðum rannsóknarheim- ildum beint að slíkum hópum? „Við ætlum ekki út á þær brautir. Lögreglan mun ekki fá heimildir til að rannsaka pólitísk samtök.“ Í þessu tilviki var breski lögreglumað- urinn meðal umhverfisverndarsinn- anna vegna þess að af þeim var talin stafa möguleg hryðjuverkahætta. „Reglurnar verða mjög afdráttar- lausar um það til hvaða málaflokka auknar rannsóknarheimildir eiga að ná. Við þurfum að vanda okkur mjög í þeim skilgreiningum.“ Eru hryðjuverk ekki hluti af þeim? „Það er rétt að hryðjuverkamaður í augum eins er frelsishetja í augum annars, eins og við þekkjum. En ég er eindregið þeirra skoðunar að gagnvart hópum sem andmæla ein- hverju sem snýr að umhverfi eða virkjunum, eða snertir stjórnmálin í þeim skilningi, eigi að draga mjög ákveðin landamæri. Þessar heim- ildir eiga ekki að ná til þeirra.“ Er það hægt? Er ekki mögulegt að yfirvöld vilji fylgjast með herskáum umhverfisverndarsamtökum sem gætu til dæmis fengið þá flugu í höf- uðið að fremja spellvirki á raforku- kerfi landsins, eða einstökum virkj- unum í nafni umhverfisins? „Ég geri greinarmun á umhverfis- verndarsamtökum annars vegar og mansali, eiturlyfjabraski, ofbeldi og ógnunum hins vegar. Að sama skapi dreg ég skýra línu milli eignaspjalla og ofbeldis. Það er mjög skýrt hvaða hópa við erum að tala um.“ Ríkissaksóknari lýsti því í samtali við Fréttatímann að embætti hans hefði ekki sinnt lögboðnu eftirliti með til- kynningaskyldu lögreglustjóra þegar símahlerunum eða álíka rannsókn- araðferðum er beitt, vegna skorts á fjármagni og mannafla. Hvernig hyggstu bregðast við því? „Ef þessi er reyndin, eins og ríkis- saksóknari lýsir stöðunni, þá er það háalvarlegt mál. Eftirlitsaðilar í rétt- arkerfinu mega ekki bregðast sem öryggisventlar. Við hljótum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar.“ En er þá réttlætanlegt að rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar, þegar svo frjálslega er gengið um eftirlit með þeim sem hún hefur nú þegar? „Já, en þetta brýnir fyrir okkur að rannsóknarheimildir og öryggis- ventlar verða að haldast í hendur.“ Jón Kaldal jk@frettatiminn.is Skaðabætur vegna eftirfararbúnaðar hljóta að koma til skoðunar Hefur innanríkisráðuneyt- ið metið eða tekið afstöðu til mögulegrar skaðabóta- ábyrgðar íslenska ríkisins vegna ólögmætrar notk- unar lögreglunnar á eftir- fararbúnaði? „Samkvæmt upplýsing- um munu engar skaða- bótakröfur, aðrar en þær sem nefndar eru í þessum dómi, hafa bor- ist. Slíkar kröfur færu til ríkislögmanns.“ Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara um notk- un eftirfararbúnaðar var lögreglu skylt að halda skrá um þá sem búnaðin- um var beitt gegn og tíma- bil notkunar gagnvart við- komandi. Er hægt að fá uppgefinn þennan fjölda? „Ég hef þær tölur ekki eins og sakir standa.“ (Ögmundur sendi Frétta- tímanum þessar tölur eftir að viðtalið var tekið og eru þær birtar hér í blaðinu. Alls var fylgst með tuttugu einstakling- um með eftirfararbúnaði á tímabilinu 2003 til 2008.) Hvílir ekki sú skylda á ríkinu að upplýsa þessa einstaklinga um þetta eft- irlit og greiða þeim sam- bærilegar skaðabætur og Héraðsdómur dæmdi ein- staklingi 2008? Aðrir geta ekki leitað réttar síns fyrr en þeir fá upplýsingar um eftirlitið. „Þetta finnst mér að hljóti að koma til skoðunar.“ 20 fréttaskýring Helgin 11.-13. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.